Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 12

Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 12
sent. En meðverkamenn hans sögðu honum, að sumarið áður hefðu 5 dollarar verið greiddir fyrir almenna erf- iðisvinnu. Uppgangsaldan var byrjuð að falla, kaupið því lækkandi. Mikil þolraun var það, að búa heitustu sumarmánuðina í tjaldi úti á opinni og forsælulausri sléttunni. Til þess að gera illt verra, sýktumst við öll af mislingum — lágum í mestu eymd og höfðum engan okkur til hjálpar. Með mestu herkjum tókst móður minni að sinna brýnustu þörfum okkar, þótt sjálf gæti hún sig varla hrært. En svo birtist silfurrönd á hinu svarta skýi veikinda og vanmáttar — í mynd roskinnar írskrar lconu, sem sjálf bjó í tjaldi skammt frá. Hún reyndist okkur „miskunnsamur Samverji“, færði okkur mjóllc og margt annað og hjálpaði olckur á ótal lundir. Ævinlega höfum við minnzt hennar með einlægu, hjart- grónu þakklæti. Um haustið fluttum við í húskríli á bakka Rauðár og vorum þar um tíma. Seinna settumst við að í tveggja hæða húsi við Jemina-götu (nú Elgin-götu), og þaðan sótti ég fyrst skóla, vorið 1884. Það var Miðborgar- skólinn og stóð við William-götu. Ég var eini íslendingurinn í mínum bekk, og með því að ég var, að því er virtist, skólasystkinum mínum ókunn manntegund og talaði lítið tungu þeirra, sætti ég aðhlátri þeirra og ýmiss konar illri meðferð, og meinuðu þau mér að vera með sér. En ég, sem var snemma dálítið gefinn fyrir félagsskap og langaði til að talca þátt í leikjum og því, sem gerðist, tók mér þetta afar nærri, og í einrúmi felldi ég mörg og höfug tár og braut heilann um þessa framkomu við mig — og um illbreytni mannanna hvers við annan yfirhöfuð. Árið eftir (1885) kom fjölskylda frá íslandi: Markús Jónsson og kona hans og tvö eða þrjú börn, og með þeim frændfólk þeirra, roskin hjón (maðurinn hét Jó- hannes) og fjórtán ára gamall piltur, Árni Jónsson að nafni. Fólk þetta settist að í næsta húsi við okkur og Árni hóf þegar skólagöngu í Miðborgarskóla. Upp frá því átti ég í honum ótrauðan verndara, og auk þess vin og félaga, svo góðan sem á verður kosið, og gleymi ég honum aldrei. Þetta var árið, sem Norðvesturlands-uppreisnin átti sér stað.*) En fátt er það, sem ég man greinilega í sambandi við þann atburð. Þó það, að ég væri mér með- vitandi um hugaræsingu og ótta fólksins í kringum mig og fíkn þess í fréttir af bardögunum. Eitt man ég Ijós- lega — heimkomu hermannanna að vestan, eftir að upp- reisnarmennirnir höfðu gefizt upp. Móðir mín fór með mér niður á Aðalstræti, til að lofa mér að sjá her- mennina á göngu frá C. P. R.-stöðinni upp í íverubúðir þeirra. Tveir bogar höfðu verið reistir yfir Aðalstræti, í grennd við ráðhúsið. Á hvorn þeirra var gerður göngupallur, sem náði alla leið yfir strætið, og þar gekk sekkjapípublásari fram og aftur og lék, meðan her- mennirnir fóru í óslitnum straumi undir bogunum. *) Indíána-uppreisn. (Þýð.) Mannfjöldi í þúsundatali bryddaði strætið til beggja hliða og hyllingarhrópin ætluðu að gera mann heyrnar- lausan. Hermennirnir voru þreyttir og hrjáðir útlits og klæðnaður þeirra bar vott um mikið hnjask og slit. Uppgangsaldan í Winnipeg var nú lækkandi. Tím- arnir breyttust og varð lítið um atvinnu. Daglauna- mönnum reyndist örðugt að fá nokkuð að gera og framtíðin gerðist tvísýn. Þessum vanda til lausnar hvarf fjöldi fólks að því ráði, að yfirgefa borgina og festa sér búréttarjarðir í einhverju þeirra norðvesturhéraða, þar sem slíkar jarðir stóðu til boða. Foreldrar mínir voru meðal þeirra, sem afréðu að hætta sér út í nýbýlabúskapinn. Og þegar kunnugt varð, að stofna skyldi íslenzka nýlendu um 430 km norðvestur af Winnipeg, þar sem hin fyrirhugaða Norðvesturlands-járnbraut átti að liggja um, bjuggust þau því til að kveðja borgina og setjast þar að. * * * Eins og fyrr getur, lcomumst við á leiðarenda, og von bráðar vorum við búin að koma okkur fyrir með fá- tæklegar föggur olckar í skúrskrifli skammt frá austur- bakka árinnar, sem rann suður í gegnum þorpið. Skúr- inn var lítill, svo að þröngt var um okkur — öll í einu herbergi. En þetta var eina fáanlega húsnæðið, svo að elcki tjóaði um að fást. Allheitt var í veðri, og varð okkur því naumast annað til vanlíðunar en hrollkalt næturloftið, sem streymdi inn um rifurnar á timbur- veggjunum, svo og mýflugumar, sem komust inn um þessar sömu rifur og söngluðu sín gremjulegu „svefn- ljóð“ fast við eyrun á okkur. Faðir minn vann í sögunarverksmiðjunni. Þóttist hann heppinn, að hafa fasta vinnu um sumarið. Og þótt launin væru lág, gátum við lifað af þeim, og jafn- vel lagt ofurlítið fyrir til að byrja með búskapinn úti á búréttarjörðinni. Jarðartakan hafði þegar farið fram snemma um vor- ið, er faðir minn og tveir bændur aðrir, Einar Jónsson (Suðfjörð) og Jón Magnússon, fóru þangað gangandi 24 km leið frá Shellmouth til að velja sér 3 deildar- lcvarta lands.*) Þannig voru þessir þrír menn fyrstu landnemar byggðar þeirrar, sem síðan var kölluð Þing- valla-nýlendan. í stað þess að setjast strax að úti á býlinu, ákvað fað- ir minn að vinna sumarlangt í verksmiðjunni, til að afla fjár til búreksturins. Lífið í smábænum Shellmouth var viðburðasnautt að öðru en því, að þar voru jafnan komandi og farandi ýmiss lconar hópar fólks af hinu eða þessu þjóðerni — djarfir og dugmiklir landnemar, sem voguðu sér út í óþekktar og ósnertar frumbyggðir í norðri og vestri. Aldrei var minnzt á norðvesturlandsuppreisnina frá árinu áður, en vakandi varúð lá þó í loftinu, líkt og að menn hefðu eklci hrint frá sér öllum ugg. Dag nokk- *) deild: ensk fermíla lands; búréttarjörð var fjórðungur (kvartur) deildar. (Þýð.) 440 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.