Heima er bezt - 01.12.1964, Side 17

Heima er bezt - 01.12.1964, Side 17
Var húsið þá talið meira en 100 ára gamalt. Undir báð- um hliðum stóðu hefilbekkir, en nægilegt rúm var milli þeirra fyrir sexróinn bát, enda voru bátarnir smíðaðir þar inni. Jónas var smiður góður, en örvhentur var hann og annar hefilbekkurinn gerður fyrir vinstri- handar-smið. Handkvörn var höfð til vara undir svona kringum- stæðum, nú vildi svo óheppilega til, að hún var hjá syni þeirra Jónasar og Elínáar, hafði verið lánuð honum, en hann bjá þá í Kálfskinni hinu syðra á Árskógsströnd, langt inn með firði og vestan hans. Var því ekki hlaup- ið að því að ná til hennar. Urðu nú miklar umræður í baðstofunni á Látrum um þetta vandamál. Á nálægum bæjum öllum á Látraströnd voru ekki til nema hand- kvarnir, svo að ekki var neins staðar hægt að fá lánaða kvörn. Gerðist Jónas nú þungorður í garð konu sinn- ar, sem hafði lánað Jóhanni kvörn þeirra, en hún talaði fátt. Piltar gáfu þær yfirlýsingar, að bæði rennustokk- urinn og spaðahólfin væru botnfrosin og full af klaka og ekki hlaupið að því að finna hvar lækurinn hefði farið út úr undir fönninni. Ég lá uppi í rúmi mínu og hlustaði á umræðurnar, en tók ekki þátt í þeim. Ég kveið fyrir brauðleysinu ekki minna en aðrir, en umræðunni lauk án þess að nokkur úrræði fyndist.Mér þótti sennilegast, að gerður yrði út leiðangur inn með firði eftir handkvörninni hjá Jó- hanni í Kálfskinni, en slíkt var þó engan veginn auð- sótt, eins og háttað var tíðarfari, en yfir sjó að sækja og um langan veg. Ég sat löngum við beina-bamingu úti í skemmu, því að mikið var til af hertu fiskrusli, sem þótti hið bezta aukafóður handa hestum og sauðfé. Þurfti á eftir bam- ingunni að höggva beinin í smábita og var til þess not- uð kjötöxi, eða önnur sams konar. Þar sem ég sat nú við höggningu beinanna hugsaði ég um mjölvandamálið og lagði þá spurningu margsinnis fyrir mig, hvort engin ráð væm til að nota kvörn myllunnar, þó að ekkert fengist vatnið. Auðvitað voru myllusteinarnir afarþung- ir og svo allt frosið saman undir gólfinu. Um lækinn þurfti víst ekki að tala að sinni. — Ég labbaði nú út í myllu með öxina í hendinni, sjálfsagt töluvert vígaleg- ur, og tók til athugunar, hvort ekki myndi tiltækilegt að heita henni á klakann í myllustokkunum, því að ef unnt reyndist að ná burt klakanum, mætti reyna að hreyfa mylluhjólið. Ég var nú orðinn allt annar maður en þegar ég, fyrir tæpum fimm áram, kom að Látram, horaður og kirtlaveikur, fann nú fyrir talsverðum kröft- um í kögglum, enda var ég margan kjarngóðan drop- ann búinn að sötra úr lýsistunnum húsbóndans og var að öllu leyti vel haldinn hjá húsfreyju, sem fyrir löngu hafði nú sannreynt, að ég var Látrabúskapnum til margra hluta gagnlegur. Lannst það oft á Jónasi bónda, að hann var rogginn yfir því, að hafa þverskallazt við kröfum konu sinnar um að láta mig fara og fá annan smala. Nú var fermingarvorið mitt og mér var fullljóst, að ég yrði liðtækur á borð við aðra karlmenn, sem ég þekkti. Sœmundur Sœmundsson, skipstjóri Ég brann af löngun til að verða að liði í hinu mikla vandamáli og nú skreið ég inn undir myllugólfið, þó að illt væri að því að komast, og hóf klakahögg úr spaðahólfum mylluhjólsins. Tókst mér eftir mildð erf- iði að ná ísnum utan af öllum spöðunum og verka hann burtu. Lór ég þá upp og gerði tilraun við að hreyfa steinana, en það gekk erfiðlega. Þó þótti mér nú sýnt, að snúa mætti myllunni af handafli, en hvort það yrði með þeim árangri, að til gagns gæti talizt, það varð að bíða næsta dags og ýtarlegri athugunar. Ég hélt tilraun minni vandlega leyndri, stalzt í þetta frá skyldustörfunum, þegar ég var öraggur um að eng- inn yrði þess var. Á Látrum vora til margir broddstafir (þriggja álna langir göngustafir með járnbroddi). Tók ég einn þeirra og laumaðist með honn út í myllu. Svo sem ég hafði áætlað, náði broddstafurinn frá myllusteininum upp í rjáfur. Næst var að finna sér sterkan borðstubb og bora á hann hæfilega vítt gat fyrir stafinn að leika í. Lesti ég svo með nöglum fjölina í rjáfrinu, brá stafnum í gatið og lét hann standa í broddinn á efri myllusteininum. Þar næst boraði ég ofurlítið gat í steininn nærri ytri brún hans, nægilega djúpt fyrir brodd stafsins, svo að hann gæti stöðvazt í gatinu. Þá var fengin aðstaða til að Heima er bezt 445

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.