Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 18

Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 18
reyna kraftana á því, sem annars var hlutverk lækjar- ins: að snúa hinum þunga kvarnarsteini, spaðahjólinu og öllu saman gangverkinu. Ég var orðinn dálítið æstur út í viðfangsefnið, því að mér var ljóst, að það yrði Látrasmalanum til mikils álitsauka, ef honum tækist að leysa mölunar-vandamálið. Ég lagði nú báðar hendur á broddstafinn og tók á því, sem ég átti til við snúninginn. Þetta var ofboðslega erfitt í fyrstu, en smám saman liðkaðist og léttist allt í höndum mínum og mér varð ljóst að ég hafði unnið fullan sigur. Kófsveittur eftir áreynsluna skauzt ég til bæjar og náði mér í fötu, sótti korn upp á hjallhúsloft og hóf svo malverkið allshugar glaður og fullur eftirvæntingar. Var nú sæmilega auðvelt að snúa steininum með báð- um höndum, en býsna erfitt með annarri. Það varð ég þó að gera, því að með hinni varð ég að sáldra korninu ofan í steininn. Dró ég víst ekki af mér, því að svo var sigurgleðin orðin mikil og tilhlökkunin að sjá og heyra, hvernig húsbændur mínir tæki fréttunum af lausn vanda- málsins. Þegar kominn var allverulegur slunkur af fínasta mjöli í kvarnarstokkinn, hætti ég að mala, enda var ég orðinn allþreyttur og mjög sveittur eftir erfiðið. Gekk ég,þá heim til bæjar og hitti húsfreyju. Sagði ég henni, að nóg væri nú af mjöli í kvarnarstokknum. Hún skyldi bara skreppa sjálf út í myllu og sjá, hvort ég segði ekki satt. Elíná rak upp stór augu og allir viðstaddir, héldu all- ir fyrst, að ég færi með fleipur, því engum hugkvæmd- ist, hvað hafði gerzt. Fór húsfreyja þegar út í myllu og þótti þá sjón sögu ríkari. Undraðist hún mjög úrræði mín og þakkaði mér með sterkum hrósyrðum fyrir af- reldð. En Jónas hló og sagði drýgindalega: „Já, kona góð. Þetta hefði enginn gert, nema Sæmsi!“ Piltarnir fóru nú að forvitnast um verklag mitt og reyndu hver af öðrum að „mala með broddstafnum“, en þeim gekk ekki of vel að koma myllunni af stað, tókst það auðvitað, en undruðust mjög, að ég skyldi hafa þrek til að mala í kvörninni, því að sannarlega var hún ekkert barnameðfæri, hafði fyrst og fremst ekki verið gerð fyrir handafl, heldur vatnsafl. Stóð þetta verklag a. m. k. í hálfan mánuð. Lækurinn hafði að vísu nálgast á þeim tíma, en ekki var vogandi að höggva klakann úr rennustokknum undir myllunni, þar eð hann var orðinn gamall og hálflélegur. Var því beðið eftir hlákunni. Þá tók ég broddstafinn niður og afhenti læknum sitt fyrra starf. En því er ekki að leyna, að ég óx mjög að virðingu við þetta tiltæki, og auk þess átti það sinn þátt í að efla hjá mér nokkurt sjálfstraust, a. m. k. skýra meðvitund um, að ég var að verða „maður með mönnum“, eins og það var orðað um fullgilda verkmenn. Og víst var um það, að ég fékk minn skammt vel úti látinn af okkar ljúffenga brauði þann tímann, sem ég sneri myllusteininum, — og auðvitað miklu leng- ur. BRÉFASKIPTI Anna Eiríksdóttir, Suðurgötu 106, Akranesi, og Elsa Halldórs- dóttir, Suðurgötu 118, Akranesi, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 15—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Jórvíkurhjáleigu, Hjaltastaðarþing- há, N.-Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 17—19 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Astnín Einarsdóttir, Stóra-Steinsvaði, Hjaltastaðarþinghá, N.- Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Hafdis Gunnarsdóttir, Hótel Fornahvammi, Norðurárdal, Borg- arfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—19 ára. Hrefna Viggósdóttir, Hótel Fornahvammi, Norðurárdal, Borgar- firði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—21 árs. María Gunnarsdóttir, Hótel Fornahvammi, Norðurárdal, Borg- arfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—19 ára. Karólina Benediktsdóttir, Hvammstanga Vestur-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilt á aldrinum 16—20 ára. Mynd fylgi bréfi. Knútur Óskarsson, Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Guðrún Guðmundsdóttir og Erla Vilhjálmsdóttir, Hlíðargötu 6 Akureyri, óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrin- um 13—15 ára. Svanhildur Sigfúsdóttir, Steintúni, Lýtingsstaðahreppi, Skaga- firði, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Guðmunda Sigfúsdóttir, Steintúni, Lýtingsstaðahreppi, Skaga- firði, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 8—10 ára. Helga Steindórsdóttir, Nautabúi, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Sigrún Sigurjónsdóttir, Njálsgötu 75, Reykjavík, óskar eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Kristján Tryggui Sigurjónsson, Njálsgötu 75, Reykjavík, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Rósa Ágústa Helgadóttir, Skálagerði 3, Reykjavík, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—20 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Einar Kristjánsson, Lambastöðum, Laxárdal, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Mynd fylgi. Guðlaugur Gisli Reynisson, Bólstað, Mýrdal, Vestur-Skaftafells- sýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Þorbergur Þorsteinn Reynisson, Bólstað, Mýrdal, Vestur-Skafta- fellssýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við stúlkur á aldrinum 15— 17 ára. Sigríður Wium Hansdóttir, Reykjum, Mjóafirði, Suður-Múla- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Páll Eyþór Jóhannsson, Laugarási, Biskupstungu, Árnessýslu, óskar eftir bréfaviðskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Æskilegt að mynd fylgi. 446 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.