Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 23

Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 23
Glæsileg jóla-verðlaunagetraun fyrir áskrifendur HEIMA ER BEZT 1. verðlaun: NILFISK RYKSUGA að verðmæti kr. 4.325.00 Og nú höfum við ákveðið dálítið jólagaman fyrir áskrif- endur Heima er bezt og hefjum getraun um prýðilegan og nytsaman hlut, sem á að vera jólagjöf handa þeim, sem verður svo heppinn að vinna getraunina, en þessi ágæti hlutur er Nilfisk ryksuga með öllu tilheyrandi. Nilfisk ryksugan er hlutur, sem lengi hefur verið í efsta sæti á óskalista hverrar húsmóður. Nilfisk ryksugan er falleg, og henni fylgja hin marg- víslegustu tæki til hreinsunar allra mögulegra hluta. Nilfisk ryksugan endist í það óendanlega. Hún hefur verið í notkun hér á landi síðan rafmagnið kom hér fyrst, og flestar þær elztu eru enn í dag sem ungar væru, þótt ótrúlegt sé. I næsta blaði munum við skýra nánar frá hinum mörgu kostum hinnar heimsfrægu Nilfisk ryksugu. í þetta skipti er getraunin aðeins ein, það er, aðeins í þessu eina blaði, og sá sem verður svo heppinn að senda rétta lausn, fær því þetta ágæta heimilistæki. Ef margar réttar lausnir berast, verður dregið um vinningsnafnið. Og lausnirnar þurfa að berast til Heima er bezt fyrir febrúarlok 1965. Getraunin hljóðar svo: Hver orti vísu, sem endar svona: „Ást hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hver deyja“. Var það: Stefán Ólafsson, Þórir jökull, Matthías Jochumsson. Það var: Nafn: Heimili: Ný verðlaunagetraun fyrir lesendur Heima er bezt undir 18 ára aldri. Allir unglingar á heimilum, þar sem HEIMA ER BEZT er keypt, mega taka þátt í getrauninni. 1. verðlaun fyrir stúlkur: SILFURARMBAND. 1. verðl. fyrir drengi: SILFURSKYRTUHNAPPAR. og þar fyrir utan 50 BÓKAVERÐLAUN Jæja, kæru, ungu lesendur, þá hefjum við einu sinni enn verðlaunagetraun með mörgum ágætum vinningum. Getraunin að þessu sinni verður í tveimur blöðum, og fyrstu getraunina finnið þið hér á síðunni. I. verðlaunin, sem þið sjáið myndir af hér efst á síð- unni, höfum við valið úr miklum fjölda silfurskartgripa í Skartgripaverzlun Halldórs Sigurðssonar á Skólavörðu- stíg 2, Reykjavík. í Heima er bezt hafa áður verið í getraunaverðlaun fagrir gripir, sem þessi landskunni gullsmiður og hag- leiksmaður hefur snn'ðað, og hafa þau vakið verðskuld- aða athygli um land allt. En fyrir utan þessi tvennu I. verðlaun, veitum við 50 bókaverðlaun. Það verða því ekki færri en 52 ungir Heima er bezt-lesendur sem fá verðlaun að þessu sinni. En munið! Ráðningarnar eiga ekki að sendast til Heima er bezt fyrr en getrauninni lýkur, það er að segja í marz- eða aprílmánuði, en um það fáið þið nánar að vita í næsta blaði, janúarblaðinu 1965. Og það væri gott, að þeir sem senda lausn á verðlaunagetrauninni, skrifi aldur sinn á miðann, til þess að við eigum hægara með að velja bókaverðlaunin við hæfi þess, sem verðlaun hlýtur. Vinningarnir verða dregnir út, úr öllum réttum ráðningum. Gleðileg jól. Getraunin í þetta sinn hljóðar svo: Hver orti kvæðið „Dalakofinn“. Var það Stefán Ólafsson, Þórir jökull, Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Það var: í NÆSTA BLAÐI, JANÚARBLAÐINU 1965, HEFJUM VIÐ ENN ÞÁ VEGLEGRI GETRAUN, MEÐ ÓVENJULEGA DÝRMÆTUM VINNINGI 1. verálaun: ATLAS frystikista aá verámæti kr. 12.875.00 ALLIR FASTIR ÁSKRIFENDUR HEIMA E R BEZT GETA TEKIÐ ÞÁTT í ÞESSARI GETRAUN, SEM ENDAR NÆSTA VOR 450 Heitna er bezt Heima er bezt 451

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.