Heima er bezt - 01.12.1964, Side 31

Heima er bezt - 01.12.1964, Side 31
JÓLAKONFEKT 200 g. möndlur 300 g. flúrsykur 1/2 eggjahvíta 1 ms. vatn. Möndlurnar eru flysjaðar, malaSar tvisvar í möndlu- kvörn eða hakkaðar í hakkavél. Öllu er blandað saman og hnoðað vel. Ur þessu deigi má búa til konfekt af margs konar gerð og lögun, t. d. kúlur og kubba, lengj- ur og rúllur (t. d. fyllta með brytjuðum döðlum, rúsín- um, fíkjum, súkkulaði o. fl.), og er rúllutertan skorin niður í sneiðar. Kúlum og lengjum má dýfa í bráðið hjúpsúkkulaði, eða láta það vera og skreyta það þá með þurrkuðum ávöxtum. SÍRÓPSKÖKUR 250 g. síróp 125 g. púðursykur 100 g. smjörlíki 1 ts. negull 2 ts. kanel 1 ts. engifer 1/2 rns. pottaska (fæst í lyfjabúðum) 375 g. hveiti 50 g. möndlur til skrauts. Síróp, sykur, smjör og krydd er látið í pott og hrært yfir hita, þar til það er rétt komið að suðu. Potturinn er tekinn ofan og pottöskunni hrært saman við. Hveit- inu er hrært og hnoðað saman við, deigið byrgt og geymt á köldum stað 1—2 sólarhringa. Flatt út mjög þunnt og skorið út í ýmsar myndir, t.d. stjörnur, hjörtu, dýr, tígla, menn o.m.fl. Möndlurnar eru flysjaðar og skipt í hæfilega stóra bita og einum bita þrýst ofan í miðju hverrar köku. Bakaðar fallega rauðbrúnar við fremur góðan hita, 225° C. PÖNNUKÖKUR (mjög góð uppskrift) Yi 1. vatn Yz 1. mjólk 300—350 g. hveiti 4 egg 4 ms. brætt smjör 14 ts. salt 2 ms. sykur 1 stór ts. kardimommur. Vatni og mjólk er blandað saman, hveitið sigtað og vætt í með helmingnum af mjólkurblöndunni. Eggjun- um hrært út í einu og einu og brædda smjörinu, saltinu, sykrinum og kardimommunum. Þá kemur það sem eft- ir er af mjólkinni og allt hrært vel. Bakaðar við góðan hita á smurðri pönnu. Vafðar upp með sykri, eða fyllt- ar með þeyttum rjóma og sultu. JÓLAKRANS 599 g. hveiti 250 g. smjörlíki 200 g. sykur 2 ts. kardimommur 5 ts. lyftiduft 2 egg 6 ms. mjólk. Allt er hnoðað vel saman og deigið rúllað á borðinu í eina langa lengju. Lengjan er fiött út á þverveginn, smurð með bræddu smjöri og sykri, möndlum og súkk- ati stráð yfir kökuna. Vafin saman eins og rúlluterta og lögð í hring á smurða plötu. Skorið með beittum hníf inn í miðja lengjuna (þ. e. lengjan er skorin í sneiðar, en þó ekki alveg í sundur). Kransinn er nú bakaður við meðalhita í 30—40 mín. Flórsykur, hrærður út í vatni borinn ofan á, þegar kakan er næstum köld. GYÐINGAKÖKUR 500 g. hveiti 300 g. smjörlíki 200 g. sykur 1 ts. steyttar kardimommur IV2 ts. hjartarsalt 2 egg (hálfþeytið eggin og takið frá 1—2 ms. til að bera ofan á kökurnar) 100 g. molasykur 25—50 g. möndlur. Hveiti, smjörlíki, sykri, kardim., hjartarsalti og eggj- um er hnoðað saman og deigið kælt. Sykurinn er mul- inn gróft og möndlurnar saxaðar. Deigið er flatt þunnt út og mótað í kringlóttar kök- ur með glasi eða hæfilega stóru blikkmóti. Á miðju hverrar köku er borin eggjablanda og sykur og möndl- ur ofan á. Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita, 200° C. GLEÐILEG JÓL! K. B. Heima er bezt 459

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.