Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 32
ÞATTUR ÆSKUNNAR HVAÐ UNGUR NEMUR RITSTJORI NAMSTJ. STEFAN JONSSON JAMES HASTINGS: BETLEHEM — borg Davíés Lúk. 2, 4. Engan stað Biblíunnar kannast þú betur við en Betle- hem. Hún er sjálfsagt fyrsta borgin, sem þú lærðir um í landafræði, því að hún var staðurinn, þar sem Kristur fæddist. Þó þér þyki nú langt síðan það skeði, þá á Betlehem sér miklu-miklu lengri sögu. í þúsundir ára hefir þorp verið á þessum stað, t. d. á dögum Jakobs, en þá hét það ekki Betlehem heldur Efrath. Þær eru fjórar sögumar um Betlehem í Biblíunni. 1. Fyrst er sagan um það, hvernig dauða Rakelar, konu Jakobs, bar að höndum rétt fyrir utan Betlehem. Þú manst, hve harmi lostinn Jakob varð, og að hann reisti súlu á gröf hennar. Enn er til staður í námunda við Betlehem sem nefndur er „Gröf Rakelar“. Súlan er horfin en í hennar stað komin grafhvelfing, er Serkir hafa gert. í fyrra stríðinu, þegar hinar sigursælu her- sveitir hershöfðingjans Allenby tóku Jerúsalem og nær- liggjandi héruð, þá vom herdeildir sendar til þess að gæta Betlehem og grafar Rakelar. 2. Önnur sagan er sagan um Rut. Þú manst að Rut vildi ekki yfirgefa tengdamóður sína Noomi; og hvern- ig hún tíndi saman axhelmur á ökrum Betlehems; að hún giftist Bóasi, góðhjarta bóndanum, sem átti akrana, er Rut tíndi öxin á. Þú manst líka hvernig hún, Bóas og Noomi bjuggu öll hamingjusöm saman í Betlehem, og að Rut ól bam, er hún nefndi Obeð. Þetta barn óx úr grasi og eignaðist son að nafni Ísaí. 3. Og þá erum við leiddir að þriðju sögunni, því Ísaí fæddust 8 synir og þeirra yngstur var Davíð, smalinn, sem varð konungur Israels. Davíð var, eins og þeir eru Betlehemsbúar yfirleitt, mjög harðgjör unglingur. Fólk, sem hefir vit á, stað- hæfir, að það sé eitthvað efni í drykkjarvatni íbúanna j Betlehem, sem geri þá svo íturvaxna og hugrakka. E. t. v. er það þessvegna, sem svo margir þeirra eru fjár- hirðar. Það eru aðeins hugrakkir menn, sem færir eru um að taka að sér fjárvörzlu í Gyðingalandi, því oft verða þeir að hætta lífi sínu til varnar búsmala sínum. Harðgerðasti foringi Davíðs, Jóab, var sveitungi hans. Það var í þetta tæra kalda vatn uppsprettunnar í Betle- hem, sem löngun Davíðs varð svo sterk, þegar hann var fangi Sáls konungs. Þú manst án efa eftir hugnæmu sögunni af því, er þrír félagar Davíðs komust að þess- ari löngun hans, og hvernig þeir hættu lífi sínu við að færa honum vatnið til þess að slökkva þorstann. En eins og þú manst, þá tók Davíð við drykkjarkrukkunni úr höndum þeirra, en hellti vatninu sem fórn til Guðs, þar eð hann áleit, að það væri of dýrmætt til drykkjar. 4. Og svo komum við að síðustu og um leið fegurstu sögunni um Betlehem. Hún er í Nýja testamentinu. Hana þekkir þú svo vel, að engin þörf er að endur- segja hana hér. Fjárhirðarnir og englamir, gistihúsið, og barnið sem var Kristur Frelsarinn — þú hefir þekkt og unnað þessu öllu síðan þú varst smábarn. Það er ekld aðeins að þetta sé bezta sagan um Betlehem, heldur er það og bezta og fegursta saga heimsins. Langar þig ekki til að fara og sjá staðinn þar sem allir þessir atburðir hafa skeð, borgina þar sem Kristur fæddist? Við skulum vona að svo verði. Hver veit? Langar þig til þess að vita hvernig borgin lítur út í dag?

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.