Heima er bezt - 01.12.1964, Page 35
ganga sérhvern dag í draumi,
dreyma um þig í prófsins önnum.
Og þeir koma og yrkja til þín
ódauðlegu kvæðin sín.
Taka núll í fimm sex fögum
og falla — af tómri ást til þín.
Svona er að vera seytján ára
sólskinsbarn með glóð í augum.
Ljúfan seið í léttu brosi,
leynda þrá í ungum taugum.
Heimurinn dáir Hönnu litlu,
Hanna litla á alla tíð
konungsríki í hverju hjarta.
Hún er drottning ár og síð!
Hanna litla! Ég veit að vorsins
vináttu þú aldrei missir,
og þú verður alla daga
ung og saklaus þótt þú kyssir.
Gríptu dagsins dýra bikar!
Drekktu örugg lífsins vín!
Nóttin bíður, björt og fögur!
Borgin ljómar! Sólin skín!
Þegar þetta jólablað, Heima er bezt berst, til lesend-
anna, verður væntanlega liðið nærri jólum. Jólahátíðin
er engri annarri hátíð lík. Allir eiga hlýjar og hugljúfar
minningar um jólahátíðina frá sínum bernskuárum, en
börnin njóta hátíðarinnar bezt. Enginn nýtur heldur
sannrar jólagleði, nevia hann verði eins og barn.
GLEÐILEG JÓL!
Stefán Jónsson.
„Grimsby Town“-strandið
Framhald af bls. 448 -----------------------------
ekki lengur að ræða. Góðar björgunarhorfur höfðu ver-
ið gerðar að engu og það af menntuðum verkfræðingi.
Það voru gerðar ítrekaðar tilraunir með að hreyfa vél
og skrúfu, en allap árangurslausar. Var þá sýnt að eigi
mundi þýða meir að fást við vélina. Hamarsmenn héldu
svo til Reykjavíkur og var þeirra þáttur hvergi nærri
góður. MýrdæÍingarnir voru sárir með þessi endalok og
það var eins og að þeir vildu ekki trúa því hvað skeð
var.
Þeir gerðu tilraun til þess að draga skipið út án vélar-
orku, aðeins með spilinu, en sú tilraun kom að engu
gagni.
Sandurinn héit sínu eins og oftast áður þá er skip
strönduðu.
Endalok togarans urðu svo þau, að hann var seldur á
nokkur hundruð krónur, og kaupendurnir rifu svo úr
honum dekkið, sem var nýtt úr góðri furu. Fengu Mýr-
dælingar þar margar góðar spýtur, en vonir þeirra sem
að björguninni stóðu grófust í sandinn með „Grimsby
Town“.
Svo var það að girt var pestargirðing vegna mæði-
veikihættu um þveran Mýrdalssand. Þá kom togarinn
að notum. Þeir settu það niður að hafa „Grimsby
Town“ fyrir endastöpul í girðingunni. Þar gegnir hann
sínu „veglega“ hlutverki í þágu mæðiveikivamanna á
íslandi, enn þann dag í dag. Svo duttlungafull er hin
sandi orpna strönd Skaftafellssýslu.
BÓKAHILLAN
Selma Jónsdóttir: Saga Maríumyndar. Reykjavík 1964.
Menningarsjóður.
í þessari lystilega fögru bók leitast höfundur við að rekja sögu
°g uppruna Maríumyndar einnar, sem geymd er í Þjóðminjasafni.
Færir dr. Selma um leið rök að því, að myndin muni vera hin
fræga Hofstaða-María, sem í kaþólskum sið var ein ágætust helgi-
mynd á íslandi. Telur höf. sennilegt, að Guðmundur biskup góði
hafi haft myndina út með sér til íslands. Ekki er það á mínu færi
að vega eða meta rök höfundar, en öll er röksemdafærslan senni-
leg og skemmtilega hugkvæm, þess vegna verður bókin ánægjuleg
aflestrar, þótt um svo þröngt efnissvið sé að ræða. Auk þessa flytur
hún mikinn fróðleik um tiltekinn þátt í sögu kirkjumyndlistar, og
er prýdd fjölda ágætra mynda.
Þættir um íslenzkt mál. Reykjavík 1964. Almenna bóka-
félagið.
Sex íslenzkufræðingar skrifa hér átta þætti um íslenzkt mál, en
Halldór Halldórsson hefur haft ritstjórn safnsins á hendi. Þætt-
irnir fjalla um upptök málsins, sögu þess, mállýzkur, nýgervinga
og fleira, er þar víða við komið og margt furðu forvitnilegt leik-
mönnum í fræðunum. Það er löngum sagt, að tunga vor sé dýrasti
menningararfur þjóðarinnar, og verður því naumast móti mælt.
Því meiri hvöt ætti það að vera hverjum manni, að vita nokkur
deili á þessum arfi, bæði af einskærri fróðleiksfýsn og því að kunna
að fara réttilega með hann. Oft hefur því þótt bregða fyrir, að
málfræðingarnir væru full tyrfnir í framsetningu er þeir rituðu
um fræði stn, og hafa því rit þeirra orðið almenningi að minna
gagni en skyldi. í þessari bók er leitast við að tilreiða efnið svo
að engum ætti að vera ofrausn að melta. Verður því þó ekki neitað.
að sumir þáttanna munu vera fullþungir aflestrar öllum þorra
manna, en aðrir eru hreinn skemmtilestur, sem opna lesandanum
nýja heima, sem ánægja er að kanna. Skemmtilegastir þykja mér
þættir Halldórs Halldórssonar um nýgervinga og Ásgeirs Bl. Magn-
ússonar um geymd íslenzkra orða, en slíkt er smekksatriði, og allir
hafa þættirnir til síns ágætis nokkuð. En mest finnst mér þó um
vert, að þeir kynna oss tungu vora sem lifandi heild, er vex og
þroskast, á sitt blómaskeið og hnignunaraldir eftir atvikum. Og
bókin kennir oss að fara gætilega með þetta fjöregg menningar
vorrar, svo að vér þurfum ekki að láta það hverfa niður í öldudal
hnignunarinnar, heldur vaxa og blóragast.
St. Std.
Heima er bezt 463