Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.12.1964, Blaðsíða 36
ÁTTUNDI HLUTI Þorgrímur byltir sér þunglega í rúminu. Sál hans er friðvana, og hann kvelst af þrá eftir sönnum friði. En hvernig getur hann öðlast þann frið? Með því einu að nema hér staðar á þeirri villu-braut, sem hann hefur valið sér til þessa dags, hefja nýtt líf á grundvelli hins rétta og sanna og reyna síðan að bæta fyrir brot liðinn- ar ævi! Já, hann getur nú ekki lengur risið gegn þeirri knýjandi þörf samvizkunnar. Hún hefur opnað að fullu augu hans, sem áður voru blind á hið sanna gildi lífs- ins. Og á þessari stundu lýtur hann hinu eina réttlæti, laugar sál sína í hreinni iðrun og hlýtur þráðan frið. Hann hefur alla tíð verið heilsteyptur maður, þótt hann hafi þjónað röngum hvötum. Og heilsteyptur mun hann ætíð verða, en hér eftir í því, sem rétt er og gott. Og Þorgrímur fyllist nýjum jákvæðum eldmóði til lífsins. Hann tekur þegar stórar ákvarðanir: Fyrst ætlar hann að gefa Svanhildi fullt frelsi frá giftingarheiti sínu, en breyta þó í engu fjárhagslegum loforðum sínum við foreldra hennar. Hann ætlar held- ur ekki að standa í vegi fyrir því, að Trausti fái að njóta Svanhildar, sé slíkt beggja vilji. Hann finnur það nú, að með þeim er hið fulla og rétta samræmi. Síðan ætlar hann að bjóða syni sínum allt nýja húsið til íbúðar, þegar það er fullgert, og hálfa jörðina á Fremra-Núpi, vilji hann setjast þar að og hefja land- búnað. Sjálfur ætlar hann þá að búa áfram í gamla bæn- um og fá Steinvöru fyrir bústýru í framtíðinni eins og áður, og því mun hann líka una bezt. En Þorgrímur hefur nú ekki næði til þess að hugleiða fleiri málefni í einrúmi að þessu sinni, því nú er drepið á dyr hjá honum. — Hver er þar? — Steinvör, er svarað. — Ég skal opna strax fyrir þér. Þorgrímur stígur þegar fram úr rúminu og opnar dyrnar, og Steinvör gengur inn í herbergið. Þorgrímur hallar hurðinni aftur að stöfum og leggst síðan upp í rúm sitt að nýju. Steinvör virðir Þorgrím fyrir sér með djúpri athygli og spyr rólega: — Hvernig líður þér núna, Þorgrímur? — Við skulum ekkert ræða um það núna. En viltu verða bústýra hjá mér í framtíðinni hérna í gamla bæn- um, Steinvör? — Ég hélt að þú hefðir ekki framar þörf fyrir mína bústjórn. — Jú, í haust vantar mig bústýru. — Verður Svanhildur þá ekki áfram hér á Fremra- Núpi? Þorgrímur svarar því engu strax, en bíður eftir svari Steinvarar við beiðni sinni. Steinvöru er það ljóst, að Þorgrímur er með réttu ráði og ræðir við hana í fullri alvöru. En henni er það einnig ljóst, að mikið öldurót er í sál hans, og þar hafa áreiðanlega gerzt stór straum- hvörf á þessum degi, sem miða í rétta átt. Hann ætlar vafalaust að leysa Svanhildi frá hjúskaparheitinu við sig og veita henni fullt frelsi, fyrst hann vantar bústýru með haustinu, og ekki skal hún standa í vegi fyrir því, sem Svanhildi má til blessunar verða, og Steinvör svar- ar að lokum: — Ég mun reyna að annast um bústjómin innan bæj- ar fyrir þig eins og áður, ef heilsan leyfir, Þorgrímur. — Ég þakká þér fyrir það, Steinvör. Þú spurðir mig að því áðan, hvort Svanhildur yrði ekki áfram hér á Fremra-Núpi. Um það get ég ekkert sagt þér nú, en hún er alfrjáls, hvað mig snertir, þegar þetta sumar er liðið. Og nú bið ég þig að skila því til Svanhildar að koma hingað til fundar við mig núna strax. Þú sérð svo um, að enginn geri hér ónæði á meðan ég ræði við hana. Hún þarf ekkert að óttast það að koma hingað inn til mín, þú getur sagt henni það frá mér! — Já, ég skal skila þessu til hennar. Steinvör hraðar sér fram úr herbergi Þorgríms og 464 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.