Heima er bezt - 01.12.1964, Page 39

Heima er bezt - 01.12.1964, Page 39
II. UPPBOÐIÐ Gömlu hjónin á Fellsenda hétu Hinrik og Hallfríður. Nú voru þau búin að bera allt dótið sitt út á hlað, nema það sem þau gátu haft með sér á elliheimilið. Það átti að bjóða allt þetta upp. Solla gamla, sem var nærri eins gömul og Hallfríður, var svo heppin að einn frændi hennar hafði boðið henni til sín. Hún átti að gæta litlu barnanna hans, hafði hann sagt. Og hún mátti hafa allt sitt dót með sér. Það fannst Hallfríði mikill munur. Hún sá svo eftir gamla dótinu sínu. Og það fannst Hönnu Maríu ósköp eðlilegt. Hún var að hugsa um þetta, þar sem hún lá uppi í bæjarsund- inu milli skemmunnar og fjóssins. Neró lá við hliðina á henni, hálf súr á svipinn. Þarna frammi á hlaðinu voru nefnilega samankomnir flestir hundar sveitarinnar í hörkuáflogum. Bara hann mætti nú skjótast sem snöggvast fram á hlaðið og taka þátt í ólátunum. Hún Hanna vissi vel, að hann var stærri en nokkur hinna og miklu sterkari, en samt vildi hún ekki sleppa honum augnablik. Hún hélt hendinni yfir um hálsinn á honum, svo öruggt væri að hann laumaðist ekki burt. Uppboðið var í fullum gangi. Telpan í bæjarsundinu horfði stóreyg og undrandi á það sem fram fór. Hún hafði aldrei séð slíkar aðfarir. Hreppstjórinn hafði hvolft tunnu á hlaðvarpann og stóð nú og hrópaði: Fyrsta — annað og þriðja, og þá sló hann hamrinum hans Hinriks svo fast í tunnubotninn, að bæði Neró og Flanna hrukku í kút í hvert sinn. Æ, þarna fékk einhver kerling fallega stellið hennar Hallfríðar! Það var kínverskt, sagði Hinrik. Myndirn- ar á því voru svo skrítnar, að Hanna þreyttist aldrei á að skoða þær. „Forláta söðull!“ kallaði hreppstjórinn. Hann var orð- inn hás af hrópunum og vildi fara að koma þessu af. „Það vill enginn söðulgarminn,“ kallaði ungur maður hlæjandi. „Söðull, forláta söðull!“ hélt hreppstjórinn áfram að hrópa. „Fimm krónur,“ kallaði einhver. Það var afi. Hönnu varð svo mikið um, að hún rétti sig upp, og þá sá afi hana. Hann gekk að veggnum og sagði lágt: „Var ég ekki búinn að banna þér að koma uppeftir? Farðu strax heim og hjálpaðu ömmu þinni. Hanna vildi ekki sjá afa og ekki heyra í honum held- ur. Hún tróð því fingrunum í eyrun og kreisti aftur augun. „Hanna María!“ Hanna hreyfði sig ekki, en Neró, sem var vanur að fylgja húsmóður sinni að málum, lagðist niður, lygndi augum og lagði framfæturna aftur fyrir eyrun. Afi gat ekki annað en brosað að þessum þrákálfum. Hann var ekki nógu langur til að ná upp til þeirra, en það munaði litlu. Hann horfði í kringum sig eftir ein- hverju til að ýta við þeim með, en um leið og hann sneri sér við, reis Hanna á fætur og ætlaði að laumast burt. Afi sá þau samt nógu snemma, áður en þau gátu skot- izt bak við bæinn. „Hanna María,“ sagði hann alvarlegur, og Hanna María og Neró röltu niður túnið súr á svipinn. Það síð- asta sem þau heyrðu, var að hreppstjórinn hrópaði hás- um rómi: „Rauðskjöldótt kýr af gamla góða Fellsenda stofnin- um! — Hæsta boð?“ .... Og Skjalda gamla líka! Lífið var varla þess vert að lifa því hér eftir. Allt fólkið og skepnurnar voru að fara frá Fellsenda! Hvað áttu þau í Kotinu þá að gera sér til gamans löngu og köldu vetrarmánuðina, þegar enginn var til að spila við eða tala við? Hanna strauk burt með handarbakinu tárin, sem runnu niður rjóðar kinnarnar, og rölti inn til ömmu. „Ósköp ertu döpur,“ sagði amma og strauk henni um vangann. „Hvað eigum við að gera, þegar þau eru farin?“ and- varpaði Hanna. Amma bað hana að hafa ekki miklar áhyggjur, bráð- um kæmu nýju eigendurnir, og þau ættu sjö börn. Hugsa sér, sjö börn! Eins mörg og dagarnir í vikunni! „Mér er alveg sama, þau eru áreiðanlega öll bæði ljót og leiðinleg,“ svaraði Hanna María. „Það ert þú, sem ert sjálf bæði ljót og leiðinleg núna,“ sagði amma, „og ekki von að neinn vilji leika við þig.“ „Mér er alveg sama,“ tautaði Hanna svo lágt, að amma heyrði það ekki. „Ég vil enga krakka, bara Hall- fríði og Hinrik, þau eru alltaf svo góð.“ Hanna fór inn í baðstofu og leit út um gluggann. Nú voru mennimir allir að fara niður að fjárhúsunum. Þar átti að bjóða upp ærnar. Og „Harpa“ litla, nú yrði hún seld og færi burt með einhverjum af þessum ókunnu mönnum! Hanna hélzt ekki við inni. Hún hljóp út og ofan að sjónum. Þar átti hún uppáhaldsstað, grasi vaxna laut, sem afi kallaði stundum „Táradalinn". Neró elti að venju og lagðist við hlið vinkonu sinnar, sem fleygði sér hágrátandi á grúfu í lautina. Hann ýlfraði og sleikti kinn hennar samúðarfullur. Hanna lagði handleggina um hálsinn á honum og hvísl- aði: „Manstu eftir henni Hörpu litlu, Neró? Þetta fannst Neró hálfkjánaleg spurning. Hvernig ætti hann að vera búinn að gleyma henni Hörpu litlu, beztu vinkonu og leikfélaga þeirra. Hann mundi meir að segja vel daginn þann, sem hún fæddist. Það var á sumardaginn fyrsta. Það hafði verið ósköp kalt þann dag, og öllu fé var smalað í hús. Hann sjálfur og Hanna höfðu verið að hjálpa til við féð allan daginn. Undir kvöld höfðu þau fundið Hörpu litlu nýfædda inn undir Hreggnasanum. Mamma hennar vildi ekki sjá hana og var komin heim í hús, en skildi barnið sitt aleitt eftir úti í kuldanum. Hinrik sagði að þau væru oft svona heimsk þessi gemlingsgrey! Hallfríður tók svo lambið í fóstur, þegar vonlaust var Heima er bezt 467

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.