Heima er bezt - 01.12.1964, Side 43
343. Aður en ég kem að hliðinu og
opna fyrir Mikka, er grímumaðurinn
kominn langt burtu. Við hlaupum sem
fætur toga í áttina til þjóðvegarins, en
sjáum aðeins á eftir honum á hjólinu
langt í burtu.
346. Þó að ég geti ekki náð aftur bréf-
jjjófnum á hjóli mínu, get ég samt rakið
slóð hans auðveldlega. Og tii vonar og
vara hef ég líka gert riss af fótspori hans,
sem ég fann í leirflagi.
344. Regnið um nóttina hefur bleytt
veginn,svo að djúp hjólförin eftir grímu-
manninn sjást glöggt og greinilega. Ég
beygi mig niður og athuga hjólförin vel
og rækilega.
347. Að lokinni þessari njósnar-rann-
sókn læt ég Mikka setjast upp í körfu
sína á bögglagrindinni. Oðru hverju stíg
ég af hjólinu og athuga förin til að sjá,
hvort ég sé á réttri leið.
345. Annað hjólfarið ber sérstök merki.
Gert hefur verið við hjólbarðann, svo að
farið eftir hann er algerlega ólíkt hinu.
Ég tek blað upp úr vasa mínum og rissa
upp þessi merki.
348. Þegar ég hef hjólað um háifa
mílu, sé ég hjóiförin víkja útaf þjóð-
brautinni og beygja inn á mjóan götu-
sióða. Ég fylgi götunni, sem liggur í
bugðum í gegnum laufskóginn.
349. Allt í einu grilli ég eitthvað rautt
inn á milli trjánna. Það er hús! Mikki
fer að urra. Ég hasta á hann og stíg af
lijólinu og fel það rækilega í kjarri með-
fram veginum.
350. Nú verðurðu kyrr hérna, Mikki,
heyrirðu það! segi ég í áminningartón.
Ég ætla að læðast heim að húsinu og at-
huga það! Mikki skilur mig vel. Ég get
treyst honum!
351. Skyfdi mér nú takast að afhjúpa
þjófinn. Og er nofckur möguleiki að ná
í bréfið aftur? Þessu velti ég fyrir mér,
meðan ég skríð eins og Indíáni heim að
húsinu. Ég hef háspennu hjartslátt.
Heima er bezt 471