Heima er bezt - 01.01.1965, Qupperneq 8
SR. GISLI BRYNJOLFSSON:
Pórö ur Tómasson
satnvöréur í Skógum
egar þar að kemur, að tekið verður upp stjórn-
málasamband milli mannheima annars vegar og
heima álfa, huldufólks og annarra þjóðsagna-
persóna hins vegar, — þá er ég ekki í neinum
vafa um það hver verður okkar fyrsti ambassador í því
vinsamlega ríki.
Það verður enginn annar en Þórður Tómasson frá
Vallnatúni, safnvörður í Skógum undir Eyjafjöllum.
Enda þótt víða séu þéttar byggðir álfa og huldu-
fólks á íslandi, hygg ég að hvergi sé þar skemmra milli
bæja heldur en í hinni fögru Eyjafjallasveit. Þegar mað-
ur er þar á ferð í heimi þjóðsagnanna, þá er gott, að
Safnvörðurinn i riki sínu.
hafa Þórð fyrir fylgdarmann, já raunar hygg ég, að þar
eigi enginn að leggja land undir fót án þess að hafa
tryggt sér föruneyti hans fyrirfram.
Það var auðsótt mál að fá hann í ökuferð að morgni
fagurs vordags í júníbyrjun sl. Ég hafði þegið hjá hon-
um góða gisting um nóttina og við hófum dagsverkið
með því að ganga um byggðasafnið. Að því loknu setj-
umst við upp í fólksvagninn og ökum út með Fjöllum.
Þau eru sérstaklega hýr á brá og tíguleg í lognkyrrð
þessa vormorguns.
Strax þegar komið er út yfir Skógá, snýr Þórður út
af veginum og við ökum upp að Drangshlíðardal, eftir
nýjum, upphleyptum vegi undir hömrunum, þar sem
Skógá rann áður. Þegar hún var brúuð í fyrra, var
henni veitt austur á sandinn, svo að unnt væri að gera
þessa vegabót. — Við förum ekki alla leið heim að bæn-
um, en staðnæmumst við stóra móbergskletta, sem
standa dökkbrúnir upp úr grænni grundinni. Hér heita
Grimmdarsteinar — ekki Grindarsteinar eins og sum-
ir segja. — Hver saga er til slíks nafns, þar sem allt um-
hverfið andar frá sér mildi og fegurð og friði?
Fyrir löngu, löngu — það var á 13. öld — bjó bóndi
einn í Skógum. Hann var auðugur að fé. Hann átti son,
sem var á barnsaldri þegar þessi saga gerðist. Eitt sinn
var hann að járna hest í því plássi, sem heitir Drangs-
hlíðardalur. Hélt sonur hans fætinum. Þegar hann var
að reka eina fjöðrina, segir hann við drenginn: „Hvar
heldurðu hún komi út?“ „Einhvers staðar fyrir ofan
hnéð,“ svaraði drengurinn. Við þetta varð bónda svo
skapbrátt, að hann rak hamarinn í höfuð drengsins og
varð það hans bani. — Upp af banablóði barnsins spratt
netlustóð — og sjá: Enn í dag standa þessi nötrugrös í
þéttum krans undir einum klettinum, sem bera nafnið
Grimmdarsteinar.
Þórður Tómasson hefur lokið sögu sinni. Þar sem við
stöndum þarna á grænni grundinni, undir skjólsælum
hlíðum Skóganúps þá er eins og leggi einhvem óhugn-
að ógæfunnar frá þessari gömlu sögn inn í yl og birtu
þessa blíða vormorguns.
4 Heitna er bezt