Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 15
ar sínar í þessu nýja þorpi. Nokkrir sóttu þó búðar- varning sinn til Shellmouth (24—25 km). # # * Seint um haustið 1886 sótti faðir minn um 200 doll- ara lán (eða því sem næst) hjá Lánafélagi kanadiskra Jandnema og — fékk það. Fyrir þetta fé keypti hann uxasameyki, vagn og kassa á hann, tvo sleða, brotplóg og herfasamstæðu. Uxarnir okkar — kallaðir Lambi og Ljóni — voru fíl- efldar skepnur og þægilegir í brúkun, — að öðru leyti en því, að sæju þeir nokkurt færi á að snúa við, þegar farið var með þá að heiman, varð engri stjórn við þá komið. Tóku þeir þá til fótanna, hlupu eins og hindir, ósveigjandi til hægri né vinstri og óstöðvandi, unz þeir voru komnir heim á hlað. Sú varð raunin á, að þennan fyrsta vetur var uxasam- eyki þetta okkur, báðum fjölskyldunum, eini bjarg- ræðisvegurinn. Daglaunavinna var ófáanleg og litlir eða engir peningar til í handraðanum. Með uxunum var því dreginn þurr eldiviður til Langenburg. Fyrir hlassið fengust 2 dollarar og 50 sent og fyrir þessa peninga voru keyptar brýnustu lífsnauðsynjar. Ekki var um annað kjöt að ræða en af skógarhérum, en nóg var af þeim, og svo höfðum við auðvitað mjólk og smjör úr kúnum, og var það mjög mikilvægur hluti fæðis okk- ar. Engan munað mátti eftir sér láta — nema ef telja skal kaffibolla af því tagi. Helgi og faðir minn óku viðarhlössunum til skiptis yfir í þorpið, og var tekjunum varið til að kaupa neyzluvörur, svo sem kaffi og sykur, hveiti og fitu- efni til brauðgerðar og haframél í grauta. Oft urðum við uppiskroppa með eitthvað af þessu og urðum þá að vera án þess, þangað til að næsta ferð var farin. Þegar veitt var kaffi, fengum við Guðný systir það í þynntri útgáfu og pínulítinn sykurmola með. Oft horfðum við á móður mína, þegar hún var að matselda, og hlutum þá að taka eftir gaumgæfni henn- ar, og þá jafnframt áhyggjum hennar, þegar allt þurfti að knepra. Einu sinni datt systur minni og mér í hug, að við skyldum spara saman sykurmolana okkar og koma mömmu á óvart, þegar birgðir hennar þrytu. Og þetta gerðum við. í stað þess að borða molana, stungum við þeim í svolitla pjáturdós, og héldum svo öllu leyndu. Og svo skeði það! Nokkru síðar heyrðum við mömmu hafa orð á því, að nú væri sykur hennar uppgenginn. Færðum við henni þá sykursafn okkar, og fengum að launum undrandi upplit hennar og elskulegt bros. Og við sáum líka tár blika í augum hennar. Augnablildð það hefur búið mér í minni alla ævi. Elinn hörkukaldi vetur 1886—87 var lengi að líða. Oft heyrðum við snemma á heiðskírum nóttum dynki mikla úti í skóglendinu, eins og hleypt væri af fallbyssu, þegar frostið var að herða um allt heljartökin. # * # Umrætt landnámssvæði lofaði miklu um nægtir og bjarta framtíð. Þar var margt tjarna og smávatna, svo að ekki virtist þurfa að óttast vatnsskort, nóg af slægju- og beitilandi og góður forði af trjám til bjálkagerðar og eldsneytis. Landnemarnir, sem komnir voru, þegar þetta var, voru ekki margir. Þeir unnu næstum allir við járn- brautarlagninguna, en höfðu skroppið síðsumars til að festa sér búlöndin, og settust þar svo að, þegar jörð fraus og brautarvinnunni var hætt. A sumrinu, sem nú fór í hönd, urðu innflytjendurnir flestir, en aðeins lít- ið eitt færri sumarið 1888. Hóparnir, sem komu 1887, komu flestir beint frá íslandi, fáeinir þó frá Winnipeg. Með því að járnbrautarteinarnir náðu enn ekki lengra en til Langenburg, var tekið á móti fólki þessu þar. Síðan var ekið með það og föggur þess eftir uxatroðn- ingunum heim til þessara dæmalaust góðgjörnu og gest- risnu samlanda, enda stundum um náinn skyldleik að ræða. Uxarnir okkar — og oft var ég sjálfur ekillinn — áttu drjúgan þátt í þessum athöfnum, og þá eins í hinu, að sækja byggingarefni út í skógana. Meðan byggingarstarfið stóð yfir, varð oft að kúlda saman fjölskyldum við mikil þrengsli. Var þá um að- búnað eitt látið yfir alla ganga, heimamenn sem gesti. Sem dæmi má nefna, að vikum saman þetta sumar höfðu þrjár aðkomufjölskyldur samtímis húsaskjól hjá okkur, enda var nú hús okkar orðið tveggja hæða bjálkahús og allrúmgott. Enginn möglaði, og eftir furðu skamman tíma fluttist fólkið í sín eigin hús úti á jörðum sínum. Áður en langt um leið var járnbrautinni ýtt áfram í norðvestrið, og þegar henni skilaði alla leið að suður- brún íslenzku nýlendunnar, myndaðist þar þegar smá- bær, og nefndist Churchbridge (Kirkjubrú). Þetta var veturinn 1887—88. Bærinn óx og von bráðar voru þar komnar tvær verzlanir, póstafgreiðsla, hvarfhús*), smiðja, matsölu- og gistihús, og svo auðvitað íbúðar- hús. Aðra verzlunina átti ekkja Helga Jónssonar inn-— flytjendaráðunauts, en hann var þá látinn fyrir nokkr- um mánuðum. Verzlunarstjórinn var Bjarni Westmann, er síðar kvæntist ekkjunni. Hina verzlunina átti og rak Jóhann G. Thorgeirsson. Hann kom frá Winnipeg og stofnaði þarna fyrirtæki, sem von bráðar naut við- skipta meiri hluta byggðarbúa. Yfirleitt höfðu menn mætur á „Joe“ og virtu hann, bæði sem samborgara og kaupmann. Hann var aðlaðandi maður, ávallt kurteis og hjálpsamur. Veturinn 1888—89 var „Þingvalla“-skólinn reistur. Skólinn var bjálkabygging með spónþaki, smíðaður í sjálfboðavinnu. Fyrsti kennarinn var ungfrú Guðný (Jónsdóttir) Jones, síðar kona Magnúsar Paulson í Winnipeg. Hún var afbragðsstúlka, og mjög fær og samvizkusamur kennari. *) hús með útbúnaði til að snúa eimkötlum við á járn- brautum. (Þýð.) Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.