Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 16
Gnðný Björnsdóttir Olson 18 ára. (Síðar frú Th. Johnson. — Astscel mjög af fjölskyldunni. Nöfnin „Gwennie“ og „Gwen“, sem tíð eru með bróður- niðjum hennar, allt i fjórða œttlið, munu vera hljómur af hennar nafni. — F. A. F.). Guðný systir mín var kennari við Þingvalla-skólann kennslutímabilið 1893, en að því búnu fór hún til Winnipeg. Þar giftist hún Th. (Þórði) Johnson, sem í fjöldamörg ár rak þar skartgripa og úrsmíðastofu við Aðalstræti. Hann var af fjölmennri ætt, sem oft er á minnzt, svonefndri Hjarðarfellsætt. Fólk þetta kom frá Hjarðarfelli í Dalasýslu. Alec Johnson, söngmaðurinn góðkunni, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, var yngstur þeirra bræðra. # # # Nýlendan tók framförum. Betri hús voru byggð, nokkurt land var brotið og tekið til ræktunar, litlu gripahjarðirnar stækkuðu, Þingvalla-póststöð var lög- skráð, og með peningum þeim, sem menn innunnu sér í járnbrautarvinnunni, bættu þeir lífskjör sín. Þetta var gagníslenzk nýlenda. Allar bækur, allt, sem lesið var, hafði verið flutt frá íslandi. Meginhluti þessa lesefnis var: íslendingasögurnar, rímur, Ijóðabækur, húslestrabækur (Vídalínspostilla og hinir víðkunnu Passíusálmar Hallgríms Péturssonar) og svolítill slæð- ingur annarra bóka. Alls staðar var íslenzka töluð. Með því að samkomuhús var ekkert og enginn prestur, voru engar guðsþjónustur haldnar fyrst í stað, en á helgum dögum létu flestar fjölskyldurnar einhvern heimamann lesa ræður í postillu Jóns biskups Vídalín og sungnir voru íslenzkir sálmar. Á vetrum voru Passíusálmarnir sungnir og söng þá allt heimilisfólkið. íslenzkar rímur voru kveðnar og fornsögur lesnar af einhverjum einum, en hinir sátu við tóvinnu eða aðra iðju, svo sem verið hafði siður á Islandi. Landnemarnir þekktust allir og granni hjálpaði granna til skiptis, eftir því hvernig á stóð hjá hverjum einum. / Fyrsti presturinn, sem heimsótti nýlenduna, var séra Jón heitinn Bjarnason í Winnipeg. Var þá þegar búið að stofna okkar lúterska söfnuð, og var það að tilstuðl- an safnaðarnefndarinnar, að séra Jón gerði okkur þessa heimsókn. Flutti hann nú messu og framkvæmdi auk þess skírnir og hjónavígslur. Við eitt minnisstætt tæki- færi gifti hann sjö hjón, að viðstöddu miklu fjölmenni. Hafizt var handa um ýmislegt til að skapa og glæða menningarlegt byggðarlíf, og tókst farsællega að koma því í framkvæmd. Reist var stórt félagsheimili, mið- svæðis. Fullnægði það þörfinni fyrir samkomur og op- inber fundahöld, svo og guðsþjónustur. Járnbrautin teygði úr sér framhjá nýlendunni. Næsti bær hlaut nafnið Bredenbury. Þá kom Saltcoats og loks Yorkton, og þar var endastöðin um skeið. Nærliggjandi landsvæði voru numin að talsverðu ieyti og komið þar á fót póstafgreiðslum, og þar á meðal voru Berisena, Rothbury og Lögberg. Faðir minn var fyrsti pósturinn á þessum slóðum og póstleið hans kölluð Rothbury-hringrútan. Fyrstu fjögur árin bjuggum við við stöðugt og ört batnandi lífskjör. Gripahjörðin stækkaði kornræktar- ekrunum fjölgaði. Tíðarfarið var yfirleitt hagstætt, enda úrkoma fram yfir meðallag. En á hverju sumri kom þó frost, sem olli skemmdum á korninu, og af þessu urðu margir ragir við kornræktina og hættu við að brjóta meira land til ræktunar. Vonbrigði manna í þessu efni æ ofan í æ gerðu þeim að lokum ljóst, að óhyggilegt var að verja því litla, sem þeir höfðu af peningum, í kornræktartilraun- ir, og varð það almennt álit, að kvikfjárræktin væri tryggari, þótt seintækari væri af henni arðurinn. Hins vegar var vatnsforði byggðarinnar mjög veigamikið atriði í sambandi við nautgriparæktina og var hann mönnum nokkurt áhyggjuefni. Af öllum þeim fjölda brunna, sem grafnir voru, höfðu menn mikil vonbrigði. Jafnvel brunnborunarvélar ríkisstjórnarinnar unnu til ónýtis, nema í einstökum tilfellum. Tvö smávötn, því nær í miðri byggð, voru til stórmikils gagns, og á 5 km breiðu svæði kringum þau var nautpeningurinn þeim háður um drykkjarþörf sína sumar og vetur. # # # Tók nú að gerast greinileg breyting á veðurlagi árs- tíðanna. Urkoma gróðurtímans minnkaði. Gerði það heyöflun handa gripunum örðugri, en hafði, þótt ein- kennilegt sé, lítil áhrif á komsprettuna. Hinsvegar lét sumarfrostið ekki af heimsóknum sínum og olli meiri eða minni skaða. Framhald. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.