Heima er bezt - 01.01.1965, Side 19
XV.
VIIío|abálkir.
M hamx Hveíf yfir sre lifcur val,
þeim #r -wkir m#5 h.vmíOrum bráö,
Vikingaskip Sigurðar Guðmundssonar úr Friðþjófssögu.
unum. Alltítt var það um þessar myndir, sem fleiri
mannamyndir í bókum, þær sem prentaðar voru á sér-
stökum blöðum, að taka þær úr bókinni og setja þær í
ramma. Var margt slíkra prentaðra mynda úr bókum
oft einu veggmyndirnar er skreyttu snauða veggi ís-
lenzkra heimila allt fram á þessa öld.
Elzta skáldamyndin, sem prentuð var þannig hygg ég
sé mynd Sigurðar Féturssonar. sem prentuð var með
ljóðmælum hans 1844. Lengi vel mun það og hafa ver-
ið svo, að það voru einungis látnu skáldin, sem nutu
þeirrar sæmdar, að bækur þeirra voru myndprýddar,
enda var það mála sannast, að fátt kom út ljóðabóka eft-
ir samtíðarhöfunda fram eftir öldinni. Næsta ljóðabók
með mynd höf. munu vera Ljóðmæli Sveinbjarnar
Egilssonar 1856 og síðan korna þeir Jón Thoroddsen og
Kristján Jónsson 1871 og 1872. Nýju útgáfurnar af Ijóð-
mælum Jónasar Hallgrímssonar og Bjarna Thorarensen,
1883 og 1884 fluttu myndir skáldanna, enda fer þá
Ijóðabókaútgáfa í vöxt. Fyrstur samtíðarskálda, sem
lætur mynd fylgja bók sinni mun vera Matthías Joch-
umsson 1884, og hafa myndir af honum síðan fylgt öll-
um útgáfum kvæða hans. Fyrsta útgáfa Steingríms bók-
ar 1881 var myndarlaus og sama er um fyrstu útgáfu af
kvæðunr Gr'ims Thomsens 1880, voru þær báðar prent-
aðar í Reykjavík, en annari útgáfu þessara ljóðmæla
beggja fylgdu myndir skáldanna, voru þær prentaðar í
Kaupmannahöfn og kostaðar af Gyldendals bókaverzl-
un. Þegar líður nær aldamótunum, og eftir að kemur
fram á þessa öld, má það alltítt kallast að myndir skálda
séu í ljóðabókum þeirra, á það bæði við urn höfuð-
skáldin og smærri spámennina. Þó virðist þetta aftur
hafa minkað.
Þannig má það heita alla 19. öldina, að ekki séu mynd-
ir í öðrum bókum en einstöku kennslu- og fræðibók-
um, þar sem torvelt var að skýra efni án rnynda, voru
þó t. d. landafræðibækur þeirra Gröndals og Halldórs
Friðrikssonar myndalausar og einungis örfáir nauðsyn-
legustu landsuppdrættir í Landaskipunarfræði Gunn-
laugs Oddsens, sem Bókmenntafélagið gaf út öndverð-
lega á öldinni. Nokkrar barnabækur kornu út með
myndum á þessu tímabili og hefir sumra verið getið
en við má hér bæta Myndabók handa börnum, sem
Egill Jónsson kostaði, og prentuð var í Kaupmannahöfn
í tveimum heftum 1853 og 1854.
Arið 1897 gerðust merk tíðindi í íslenzkri bókagerð.
íslenzkur prentsveinn, Oddur Björnsson, sem þá vann
í prentsmiðju í Kaupmannahöfn, og stundaði einnig
framhaldsnám í iðn sinni, hóf útgáfu alþýðurita og
nefndi hann safnið Bókasafn alþýðu. Bækur þess áttu
að vera menntandi og skemmtandi og fjalla urn hin fjar-
skyldustu efni, en svo ódýrar að engum væri um megn
að kaupa þær, og síðast en ekki sízt þær áttu að skapa
nýja öld í frágangi íslenzkra bóka, sem fram að þessu
hafði lengstum verið harðla fátæklegur. Stórhugur
Odds Björnssonar í þessum efnum var fágætur og á
sér enga hliðstæðu í sögu íslenzkrar bókaútgáfu og
bókagerðar. Helzt má jafna saman framkvæmdum hans
og Páls Sveinssonar fyrr á öldinni. Eru þeir tveir for-
ystumenn í vali bóka og smekkvísi um frágang. Fyrsta
bók Bókasafns alþýðu voru Þyrnar Þorsteins Erlings-
sonar með mynd höfundar. En fyrstu þýddu skáld-
ritin voru Úranía og Blástakkar Karls 12. Voru báðar
þær bækur skreyttar fjölda mynda, sem fengnar voru
úr erlendum skrautútgáfum. Eru bækur þessar enn
augnayndi hverjum, sem þær sér og handleikur. En
hversu miklu meira augnayndi voru þær þó ekki fróð-
Opna úr lilástökkum.
Heima er bezt 15