Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 22

Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 22
GUNNAR MAGNÚSSON FRÁ REYNISDAL: slendingar hafa löngum þótt í eðli sínu litlir félags- hyggjumenn, einrænir og viljað fara sínar eigin götur, oft á tíðum troðnar slóðir aldagamals vana. JL Og þá er stóru málin hafa verið á döfinni hafa þeir átt það til að rísa upp, og þá einkum í mótmæla- skyni. Svo var það þá er Hannes Hafstein var að koma símamálinu í gegn, forðum daga, laust eftir síðastliðin aldamót. Þá risu bændurnir upp eins og brimskafl við sævarströnd og héldu fund mikinn í Reykjavík, málinu til andsvars. Var sá fundur fjölsóttur og langt að kom- ið af landsmönnum. En svo fór að aldan brotnaði, og löðrið hné máttvana að fótum fjallkonunnar, sem henn- ar beztu synir voru að vinna fyrir. Og síminn var lagður um landið árið 1906 eins og Hafstein hafði áformað. Þetta var fyrsta lotan. Síðan komu áfangar með árabils athöfnum, sem sagan kann frá að greina. — Árið 1914 var einn áfangi lagður. Það var landsíma- lína, frá Miðey í Austur Landeyjum, austur í Vík í Mýrdal. Símaverkstjóri við þá lögn var Brynjólfur Eiríksson, síðar stöðvarstjóri á Seyðisfirði. Harðdug- legur maður og hagsýnn um alla vinnu er að símavinn- unni laut. Það hefði mátt ætla, að lítill fögnuður væri Sunnlendingum að talsímalínunni, eftir það sem á undan var gengið í símamálinu. En raunin varð önnur þá er til kasta Mýrdælinga kom, þeir fögnuðu talsímalín- unni, á mjög ákveðinn hátt og sýndu þá, sem oftar, að í Skaftafellssýslu hafa lengi búið menn, sem kynnu að greina á milli kjarnans og hismisins í félagsmálum. Mýr- dalurinn er nokkurs kona „vin“ á milli mikilla vatna og sanda. Þar hefur löngum búið kjarnafólk við marg- breytileg lífsskilyrði, fjöll og sæ. Sveitin er allþétt byggð, sérstaklega miðsvæðis. Þar hggja býlin þétt saman og aðstæður góðar til félags- legra nytja. Margt hefur þar verið góðbænda og ýmsir forystu- menn þar upprunnir og þaðan komnir. Upp úr síðustu aldamótum var mjög blómlegt athafna- og félagslíf í Mýrdal. Þar störfuðu góðtemplarastúkur, ungmenna- félög, lestrarfélög og söng og hljóðfærafélög þekktust þar og. Þá var þar höfuð miðstöð Kaupfélags Skaft- fellinga, með verzlun í Vík. Það var Mýrdælingum víst fagnaðarefni, þá er þeir komust í símasamband við umheiminn árið 1914. Það sýndu þeir þegar í verki, því samstundis stofn- uðu þeir Talsímafélag Mýrdælinga. Aðalforgöngumað- ur að þeirri félagsstofnun var Magnús bóndi Finnboga- son í Reynisdal. Bar hann hita og þunga af þeim félags- skap manna mest alla tíð meðan félagið var til og starf- aði allt fram til 1945 er Landssíminn tók við eiemum D Talsímafélagsins og rekstri samkvæmt lögum um einka- síma í sveitum. Það verður eigi fram hjá því gengið þá er minnst er Talsímafélags Mýrdælinga, að eiginkona Magnúsar Finnbogasonar, Kristbjörg Benjamínsdóttir, sem var innflutt í Mýrdalinn árið 1909 með Sigurði Eggerz sýslumanni, eggjaði mjög til þessarar félagsstofnunar, hún hafði sem sagt kynnst símanum í Reykjavík þar sem hún átti heima áður. Þessi hjón, sem hér er rætt um, voru foreldrar mínir, og er ég því vel að öllum heimildum kominn viðvíkj- andi þessu máli. Fyrstu býlin, sem urðu stöðvar Talsímafélagsins, utan Víkur voru þessi: Reynisdalur, bóndi Magnús Finn- bogason. Þórisholt, bóndi Einar Finnbogason, bróðir Magmisar. Þessi býli voru bæði í Reynishverfi. Litli Hvammur, bóndi Stefán Hannesson kennari. Nikhóll, bóndi Grímur Sigurðsson. Þessir fjórir bændur voru þeir fyrstu sem tóku talsíma, þá er félagið lagði fyrstu línuna frá Vík að Pétursev. Línan fékkst lögð á staura Landssímans með góðu samþykki Forbergs landssíma- stjóra. Það er það fyrsta sem að ég minnist hér í heimi 18 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.