Heima er bezt - 01.01.1965, Side 23

Heima er bezt - 01.01.1965, Side 23
Kristbjörg Benjamínsdóttir, Reynisdal, hvatti mjög til stofn- Magnús Finnbogason, Reynisdal, formaður Talsímafélagsins unar félagsins. Myndin er af Kristbjörgu með Gunnar, 1913. alla þci tíð, er það starfaði. þá er verið var að leggja Landssímann um Reynishverfi árið 1914, var ég þá aðeins tveggja ára. Ég óx því sem sagt upp með símanum og varð fljótt sendisveinn í þágu símans. Það voru ótal erindi sem rekin voru í gegnum talsímann á þeim árum. Sérstaklega voru það verzlanir í Vík sem þurftu mjög á því að halda að smala saman mannskap, vor og haust, í vinnu í Víkinni. Víkurkauptún var að vaxa, þá er Talsímafélagið tók til starfa, og voru þar nokkrir símanotendur þegar í upphafi. Ég minnist Kaupfélags Skaftfellinga, Verzlun- ar Halldórs Jónssonar og á Suður-Víkur heimilinu var þátttaka í Talsímafélaginu. Þorsteinn Þorsteinsson kaup- maður var og einn fyrsti símanotandinn og í stjórn Tal- símafélagsins frá byrjun og allt þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1926. Sýsluskrifstofan hafði strax síma frá félaginu, og þá er Gísli Sveinsson varð sýslumaður 1918, gerðist hann þá þegar ákveðinn stuðningsmaður Talsímafélagsins, og tók við stjórnarsæti Þorsteins Þorsteinssonar þá er hann flutti úr héraðinu. Landssímastöðvarstjóri í Vík varð Sveinn Þorláksson skósmiður. Átti Talsímafélag Mýrdælinga mikið sam- an við hann að sælda í símamálum, þar sem að hann hafði jafnframt símvörzlu fyrir félagið. Urðu þau samsldpti öll með ágætum um langa hríð. Og það má fullyrða það, að án þjónustu Sveins og konu hans Eyrúnar, hefði Talsímafélagið miklu minna áorkað í þjónustu sinni við búendur Mýrdalssveitar. Þá er ár liðu fram tók símanotendum að fjölga í Mýr- dal, sem mátti telja til eðlilegrar þróunar. Árið 1926 er Giljalínan lögð, var það stórt fyrirtæki hjá félaginu og til mikilla hagsbóta þeirra er hennar nutu. 1929, þá er Landssíminn var lagður frá Vík, austur um Kirkjubæjarklaustur að Höfn í Hornafirði, var jafnframt lagður sími austur í austasta hluta iMýrdals, þá komust þessir bæir í símasamband: Fagridalur, Ból- staður, Kerlingardalur og Höfðabrekka. Var þá gengið inn á þá braut, að leggja símann á alla bæi þar sem að lína var á annað borð lögð, enda þá orðin straumhvörf í þeim málum frá 1914. 1930 er lögð lína frá Litla Hvammi um Dyrhólahverfi og Brekkur, ennfremur fá Sólheimar skömmu síðar sína línu. Var þá svo komið að sími var kominn á flesta þá bæi, sem aðstöðu höfðu til að notfæra sér hann, án mikils aukakostnaðar vegna fjarlægða. Að öllum þessum framkvæmdum stóð Talsímafélag Mýrdælinga af mildum áhuga, og fór þá að líkum, að Landssíminn gekk á móts við félagið og var þá ekki svo erfitt að notfæra sér símaþjónustuna, fyrir þá er áhuga höfðu um símaafnot. Þeir sem lengst af sátu í stjórn Talsímafélags Mýr- dælinga, voru þessir: Magnús Finnbogason bóndi Reyn- isdal. Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður Vík. Gísli Sveinsson sýslumaður Vík og Ólafur Grímsson bóndi Skeiðflöt. Allir þessir menn beittu sér um áratuga skeið, Framhald á bls. 22. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.