Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 25

Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 25
svaf þá kannske sólarhringinn út. Þá kemur Páll á Stað- arhóli úr öðru skipi, sem staldraði eitthvað á Hornvík- inni þennan dag, og vill hann endilega hafa tal af mér. Voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að vekja mig, en ár- angurslaust. Þótti mér fyrir, að það skyldi eklti takast, því að daginn eftir fórst skip það, sem Páll var á, og allir fórust, sem á því voru. TÓMAS Á BORGUM Tómas á Borgum (í Grímsey) var eins konar Vel- lygni-Bjarni þeirra Grímseyinga. Frásögur hans ein- kenndust af taumlausum ýkjum, svo að yfirleitt var engu trúað, sem hann sagði, en mikið að sögum hans hlegið. Sjálfur var Tómas dálítið broslegur, ekki sízt málrómur hans, sem var mjög mjór og skrækjandi. Þeg- ar hann sagði frá, viðhafði hann mikla tilburði, geifl- aði sig og glennti, og þótti það oft ekki ónýtt til skemmtunar. Hér á eftir eru fáein dæmi um sögur Tómasar. I. Alsiða var í Grímsey að róa með handfæri, jafnt til hákarlaveiða sem þorskveiða, enda beita engin tiltæk oftastnær. Eitt sinn sem oftar var Tómas á handfæri. Það var að sumri til og fjöldinn allur af frönskum duggum í námunda við eyna. Lagði Tómas að hlið einnar duggunnar og gaf sig á tal við Fransarana. Ekk- ert orð kunni Tómas í frönskunni, en samt skildi hann hvert orð (!) og talaði hiklaust við skipverja. Buðu þeir honum um borð til sín og þá hann það. Þó sagðist honum svo frá, að ekki myndi öllum hent að ræða við þá, því að þeir væri allir með blýnef og blýkjaft og stöguðust mest á orðinu „drúm-drúm-drúm“, — „en ég veit nú hvað það þýðir“, bætti Tómas við. Reiði hins franska skips þótti Tómasi að vonum harla nýstárlegur, því að þar voru kýr og kindur á beit, auk fjölmargra dýra, sem fslendingar hafa aldrei augum litið. Þetta gera Fransmenn til þess að hafa alltaf nóg úrval af nýju kjöti. Tómas kvaðst hafa setið að kvöldverði hjá duggur- um og þegið þar hinar ágætustu veitingar. Þá kvað hann, að undir borðum hefði orðið mikið umtal um það, að einn uxi þeirra væri horfinn úr reiðanum og þótti slíkt hin mesta furða. En ráðning þessarar gátu fékkst þegar verið var að ausa hinu síðasta úr grautar- pottinum, því að uxaskrattinn Iá falinn undir botnskóf- unum. — Svona var stór pottur þeirra Fransmanna. II. Einhverju sinni, þegar Tómas var á heimleið úr fiski- ferð, rakst hann á geysistórt tré. Þótti honum sem ekki myndi bráðónýtt að hafa það heim með sér, svo að hann tók að svipast um eftir öðrum hvorum enda þess, en kom ekki auga á hann. Reri hann því meðfram spýt- unni, setti meira að segja upp segl og sigldi, en endann fann hann ekki. Þótti þá ekki líklegt að auðveldlega yrði til eyjar dregið svo risavaxið rekatré, svo að hann sigldi heimleiðis, þó að súrt væri í brotið að missa af svo dýrmætum feng. III. Tómas þurfti eins og flestir heimilisfeður í Grímsey, að fara til Akureyrar svo sem einu sinni á ári. Reyndu Grímseyingar jafnan að stilla svo til, að hagstætt leiði væri tryggt til lands. Eitt sinn, þegar Tómas á Borgum var í Ákureyrarferð og hafði farið af stað í norðan uppgangsveðri, hvessti svo hastarlega á Sundinu (Gríms- eyjarsundi), að aldrei hafði sézt annað eins veður. Bar bátinn svo hratt yfir, að komið var fast að Gjögrum, áður en lokið var ferðabæninni, en sú leið er um 25 sjómílur. Svo afskaplegt var hafrótið, að báturinn plægði upp botnþarann, þegar hann stakk stefninu nið- ur í öldudalina. KRISTJÁN BUCH Kristján hét maður, kallaður Búkk, eða Buch, kannske jafnvel skírður þessu erlenda nafni. Kristján var ættaður frá Svalbarðsströnd, eða talinn þaðan, helzt frá Svalbarði. Þetta var þrekmiláll maður, ágætur við- kynningar og þægilegur í sambúð, þegar hann var ekki undir áhrifum víns. En því miður lagði hann sig all- mikið eftir víninu. Þetta var strangheiðarlegur náungi, svo grandvar, að mér var alveg sama um, hvort mínir peningar voru geymdir í mínum eigin vösum eða hans. Þess vegna var næsta einkennilegt, að samt skyldi vera hægt að kenna Kristján við þjófnað, en þó var það svo. Eitt var það, sem hann tók, hver sem það átti, og hvernig sem á stóð, ef hann aðeins vantaði það sjálfan, og það var vín. Enginn var óhultur fyrir honum með vínlögg í fórum sínum, ef Kristján var samskipa, hversu vel sem hún var falin. Stafaði þetta auðvitað af óstjórn- legri löngun í áfengi, en ekki af þjófhneigð. Kom jafn- vel fyrir að hann bryti upp læstar hirzlur í þessu skyni. Kæmi slíkt fyrir, iðraðist Kristján þess mjög og bað fyrirgefningar, bættí skaðann og venjulega af mikilli rausn. Mátti oft með sanni segja, að stórgróði væri að því að Kristján stæli frá manni. Líkist þetta öfugmæli, en er dagsatt. Kristján Buch var með mér nokkrar vertíðir og lík- aði mér frábærlega vel við hann, þrátt fyrir þennan annmarka. Einu sinni rifbrotnaði hann, en vildi ekki leita læknis og kveinkaði sér lítt, því að maðurinn var engin kveif. Þegar til lands kom fékk hann sér bara duglega í staupinu og hélt síðan heim til sín ríðandi austur yfir Vaðlaheiði, því að þá átti hann heima ein- hvers staðar í Fnjóskadalnum. Síðar kom í ljós að þrjú rif höfðu brotnað. Lagðist þrekmennið á endanum í rúmið og dró þetta hann til dauða. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.