Heima er bezt - 01.01.1965, Blaðsíða 26
Þórður Tómasson, safnvörður
Framhald af bls. 8. ---------------------------
muna frá algerri glötun og eyðileggingu. Sjálfsagt væri
mikið af þeim farið veg allrar veraldar, ef þeirra hefði
ekki notið við og þau veitt áhugamönnum aðstöðu til
að safna saman og geyma hina gömlu gripi. Þau varð-
veita séreinkenni í atvinnuháttum og siðvenjum hvers
byggðarlags og hafa því ómetanlega þýðingu fyrir
héraðssöguna. Safnið í Skógum er talandi dæmi um
þetta. Jafnframt segir það hve óhemju starfi Þórður
Tómasson er búinn að afkasta á þessu sviði á fáum ár-
um. Safnið á nú um 2500 safnsmuni allt frá fíngerðu
kvennaskarti, sem sunnlenzkar maddömur og hefðar-
frúr báru í fjölmennum samkvæmum og brúðkaups-
veizlum og upp í hinn aldargamla áttæring, Pétursey,
sem stendur fyrirferðarmikill og borðvíður í norður-
húsi safnsbyggingarinnar. Þórður segist vonast til þess
að safnið eigi eftir að verða helmingi stærra heldur
en það er nú, og margt hefur ólíklegra skeð heldur en
það, að sú von verði að veruleika.
Margir þeir, sem koma í byggðasöfn spyrja gjarna
forstöðumanninn: Hvaða grip telur þú nú merkastan
innan þessara veggja? En í raun og veru er þessi spurn-
ing alveg út í hött. Það er eins og að spyrja góðan föð-
ur eða góða móður, sem á stóran og efnilegan bama-
hóp: Hvaða bam þykir þér nú vænst um?
Af því að Þórði Tómassyni hefur verið starfið í
byggðasafninu hjartans mál, þá hefur honum orðið svo
vel ágengt, sem raun ber vitni. Þar hafa farið saman
ást á starfinu, glöggt auga, mikil þekking og góðir hæfi-
leikar. Gott er þegar slíkir menn fá að starfa að hugða-
málum sínum með þjóð vorri.
Þess er áður getið; að fyrr meir lagði Þórður Tómas-
son meira stund á persónusögu, ættfræði og vmsan
þjóðlegan fróðleik heldur en þjóðhætti og söfnun forn-
menja. A því sviði liggja líka eftir hann góð verk, ekki
svo lítil að vöxtum. Hann hefur gefið út þrjú hefti af
Eyfellskum sögnum og önnur þrjú af ritinu Sagnagest-
ur. Asamt skólastjóranum í Skógum, Jóni R. Hjálm-
arssyni, gefur hann út tímaritið Goðastein, sem kem-
ur út í 2 til 3 heftum á ári. Fjallar það um þjóðleg
fræði og menningarmál, læsilegt og fjölbreytt að efni.
Það er líklega eina tímaritið, sem gefið er út í sveit á
íslandi eins og stendur. Auk þessa hefur Þórður Tóm-
asson ritað margar greinar í blöð og tímarit. Hafa sum-
ar þeirra verið sérprentaðar. Þórður Tómasson hefur
lítt látið sig varða félagslíf eða sveitarmál utan það sem
varðar kirkju og trúmál. Snemma varð hann organisti
í sóknarkirkju sinni og svo er enn, og hann hefur ver-
ið söngkennari við Skógaskóla hin síðari ár. Síðan
Kirkju[)ing hinnar íslenzku þjóðkirkju settist á rökstóla,
hefur hann- verið þar fulltrúi leikmanna fyrir Suður-
land.
Bækur og myndir
Framhald af bls. 17. -----------------------
sögur, skáldsögur og hamingjan má vita hvað. Ljós-
myndatækni og prenttækni fleygir fram, hver mynda-
mótagerðin rís á fætur annarri, svo að myndskreytt
blöð og bækur eru nú hversdagslegir hlutir. Varla er
gefin út svo ómerkileg bók, að kápa hennar sé ekki
prýdd litsterkum myndum, og farið er að prenta lit-
myndir af listaverkum málaranna með hinum mestu
ágætum. Allt þetta er nýi tíminn, sem oss er vorum að
læra að lesa á fyrsta tug aldarinnar, hefði vart dreymt
um þegar vér þóttumst hafa himin höndum tekið, ef
vér sáum rósótta kápu, mannsmynd í bók eða jafnvel
Fjallkonumyndina á kaffirótarumbúðunum frá Ludvig
David. En hér skal staðar numið. Margt er ósagt, en ég
vona að mér hafi tekizt að bregða upp örlítilli mynd
af því, sem var, og setja það fram til samanburðar við
það, sem er.
Talsímafélag Mýrdælinga
Framhald af bls. 19. ----------------------------
að velferð Mýrdælinga, um afnot af síma Talsimafél-
agsins.
Enda mun svo hafa verið að stofnun og rekstur Tal-
símafélagsins hafi átt drjúgan þátt í að ýta undir lögin
um einkasíma í sveitum sem byggðirnar nutu á sínum
tíma, víðsvegar um landið.
Eigi man ég nú, að greina frá því, hversu mikið
stofnfé Talsímafélag Mýrdælinga hafði í upphafi. Það
mun hafa verið all álitleg upphæð samanber fyrstu
framkvæmdir félagsins við stofnun þess.
Það má slá því föstu að án Talsímafélags Mýrdæl-
inga hefðu Mýrdælir farið margs á mis félagslega séð.
Og þeim verður aldrei ofþakkað er brautina ruddu í
öndverðu.
22 Heima er bezt