Heima er bezt - 01.01.1965, Page 28
F reyjumá
r Tm áramótin er það háttur margra að staldra
við um stund, eins og ferðamaður gerir, þar
^____/ sem leiðir skiptast. Þá taka menn til í skrif-
borðsskúffum sínum og gera upp hag sinn.
Þá er athugað, hvernig liðna árið hefur reynzt og hvort
um framför hefur verið að ræða eða afturför.
„Það er svo bágt að standa í stað,“ og æskumannin-
um á ætíð að fara fram, annars er framtíð hans í voða.
Ég tel að slík áramóta-athugun sé öllum holl, og ég
vil eindregið hvetja unga menn og ungar stúlkur til að
temja sér þessa áramótareglu.
Vík ég þá að efni þessa þáttar, sem ég hef nefnt
Freyjumál.
Fyrstu árin, sem ég var í Stykkishólmi, var haldið
þar bændanámskeið síðla vetrar. Fyrri hluta dagsins
voru fyrirlestrar um búfræðileg efni, en á kvöldin var
ýmislegt gert sér til skemmtunar. Voru þá kvöldvökur
haldnar með margskonar skemmtiefni.
Á þeim tímum var ekki að ræða um kvikmyndasýn-
ingar úti um land, en þá var stundum reynt að útbúa
þöglar hópsýningar, í skrautljósum, en til skrautljósa
voru notuð marglit blys, sem lýstu upp leiksviðið. Þess-
ar sýningar voru kallaðar „Tableau“- (tablo) myndir.
Oftast voru þær þöglar, en af hreyfingum, svipbrigð-
um og tilburðum leikenda, átti að mega skilja sýning-
una eða hvað hún átti að tákna.
Eitt kvöldið átti kvenfélag staðarins að sjá um
skemmtiatriði. Þá datt einhverri kvenfélagskonunni í
hug, að leiða fram á leiksviðið, í skrautljósum, þrjú
þekktustu goð eða guði norrænnar heiðni, — þau
Freyju, Ása-Þór og Iðunni. Áttu goðin að ganga yfir
leiksviðið þannig búin, að búningur þeirra og fas sýndi
hver þau væru. Var Freyja skreytt hinu fagra Brís-
ingameni. Þór bar hamarinn Mjölni og Iðunn skál með
eplum.
Leikendur voru tvær hávaxnar, fríðar konur, og
jötunefldur þrekvaxinn karlmaður.
Ekki fannst þeim konunum hægt að láta goðin ganga
þögul um leiksviðið, heldur þyrftu þau að mæla af
munni fram nokkrar setningar, sem skyldu tákna hlut-
verk þeirra og völd. Var nú hinn ungi skólastjóri kaup-
túnsins beðinn að semja þessar setningar, sem goðin
áttu að mæla fram um leið og þau gengu yfir sviðið í
fornum skartklæðum í skrautljósum. —--------
Um áramótin fyrir nokkrum árum, var ég að róta í
gömlum plöggum í skrifborði mínu og þá rakst ég á
handritið að þessum setningum. Hélt ég að þessi gömlu
gulnuðu blöð væru löngu gleymd og grafin. En þetta
litla handrit hefur legið í skrifborðsskúffunni í fjóra
áratugi.
í þessum þætti ætla ég að nota sem uppistöðu setn-
ingarnar, sem Freyja var látin hafa yfir á leiksviði í
Stykkishólmi fyrir rösklega 40 árum.,
Ég vil þá hefja þennan þátt með því, að birta hér
orðrétt þetta litla, gulnaða handrit.