Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 31
En nú var komið að vandamálinu. Myndir voru upp
hengdar og fræðslunni haldið áfram úm líffæri manns
og konu. Enn fylgdust börnin vel með og sýndu hvorki
feimni eða andúð. Allt virtist ætla að ganga eftir áætlun.
En nú breytti kennarinn um kennsluform. Ut frá
staðreyndum um líffærin, fór kennarinn að ræða um
hið vaknandi ástalíf unglingsins og var þá skammt til
þess að hann missti fótfestuna.
Hann fór að ræða um áhættu, sem leiddi af lauslæti,
sjúkdómshættu og fleira. Hann tók að síðustu dæmi af
stúlku, sem færi á útiskemmtun í skógarrjóðri þarna í
sveitinni, en af slíkum skemmtistöðum var nóg þar í
Dölum. Hann sagði, að þarna hitti stúlkan ef til vill
pilt, sem væri eldri en hún, og þekkti vel krókaleiðir
ástalífsins. Stúlkan gætti sín ekki nógu vel, og félli fyr-
ir honum. „Og hugsið ykkur,“ sagði kennarinn, „ef
stúlkan yrði nú vanfær! Fyndist ykkur það ekki hræði-
legt?“ Mörg fleiri orð hafði kennarinn um þetta, og
endurtók sífellt sömu spurninguna. „Fyndist ykkur það
ekki hræðilegt?“
Börnin voru hljóð og þungbúin, og bærðu ekki var-
irnar til svars, þar til ein stúlkan, þroskuð og gáfuleg,
leit upp og beint framan í kennarann og sagði: „Ekki,
ef henni hefur þótt vænt um piltinn.“ Hún svaraði í
lágum, alvarlegum rómi, en þó þannig, að vel heyrðist
um allan salinn. Um leið varð hún blóðrjóð í framan
og laut aftur höfði. Kennaranum snöggbrá og orða-
flaumurinn eins og fraus á vörum hans.
Þessi einfaldi sannleikur af munni ungu stúlkunnar,
varð honum ofjarl. Hann náði aldrei aftur tökum á
umtalsefninu og sleit svo kennslustundinni með nokkr-
um stamandi orðum og hvarf út af sviðinu, en börnin
gengu hljóðlega út og á bak við tjöldin.-----
Mér er þessi kennslustund minnisstæð. Hún sýndi
glögglega þann vanda, sem slíkri fræðslu er samfara,
og hún sýndi það líka, að greind, ung, bráðþroska
stúlka skildi þarna betur dýpstu rök lífsins, en sá, sem
var að leiðbeina.------
Þegar ég var kominn heim á gistihúsið um kvöldið,
hringdi námsstjórinn til mín. Hann var göfugmann-
legur, — kempa að vallarsýn, hlvr og drengilegur í
framkomu. Hann hafði áður verið þjónandi prestur
með kennaraprófi, en undanfarin 15 ár hafði hann ver-
ið námsstjóri. Honum var strax mikið niðri fyrir í sím-
anum. „Ég vissi alltaf að svona myndi þetta fara, þótt
ég tæki þetta mál til umræðu á fundinum. Þetta vanda-
mál ungmennanna snertir dýpstu rök tilverunnr. Fáir,
eða engir, valda þessu umræðuefni. Þrátt fyrir alla bók-
lega menningu, vélar og tækni, hvílir þetta mikla
vandamál enn á herðum hvers einstaklings, og verður
að leysast af honum sjálfum. Kennarar, vinir og vanda-
menn geta aðeins í sumum tilfellum leiðbeint og veitt
stuðning á alvarlegum stundum, en enginn getur gefið
öðrum öruggar reglur að lifa eftir í þessu viðkvæma
vandamáli.11 Eitthvað á þessa leið fórust honum orð,
þessum göfuga, lífsreynda manni, og tel ég að þessi
ályktun hans fari nálægt hinu rétta.
Og eitt er víst, að ef lagt er út í að fræða og leið-
beina unglingum um þessi efni, í skólunum, þá er rétt
að tala við drengi og stúlkur sitt í hvoru lagi.
Ég hef ekki sagt hér frá þessari kennslustund, til að
spilla áliti ykkar á kennurum og leiðsögu þeirra, held-
ur til að vekja athygli ykkar á því, hve vandasamt er
að fræða og leiðbeina í þessum málum. Hver ein-
staklingur er í þessum málum að mestu sinnar eigin
gæfu smiður. Við hljótum líka að veita því athygli,
hve lífið tekur í raun og veru ómjúkum höndum á
æskulýðnum, hverri uppvaxandi kynslóð, — því að hver
ný kynslóð verður að mestu í þessu vandamáli að
skapa sér lífsbraut á óruddum vegum, þótt eldri kyn-
slóðir hafi farið þennan sama veg á undan. Hin upp-
vaxandi æska á hverjum tíma, getur aðeins að litlu leyti
byggt á reynslu og þekkingu þeirra eldri á leiðum
ástalífsins. Það er lika hin sama lífsnautn æskumannsins,
að takast á við vandamálin og sigra í þeim átökum.
Gott upplag, traustur ættstofn, gott heimili og góður
skóli, er vafalaust bezta og öruggasta veganestið, á
vandrötuðum leiðum ástalífsins og miklu traustara en
öll bókleg menntun og fræðsla um þessi efni.
Ég vík þá aftur að upphafi þessa þáttar og setning-
um þeim, sem ég lagði ástagyðjunni Freyju í munn
fyrir fjórum áratugum. Ég held að þótt ég ætti að
semja þessar setningar að nýju, þá myndi ég engu
breyta. Það er öllum hollt að teyga varlega ástabikar-
inn. Hófsemi og unaður fer oft saman, en ofsa og of-
nautn fylgir óhamingja.
Indverskur spekingur segir þetta meðal annars um
ástina:
„Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu henni, þótt vegir
hennar séu brattir og hálir.“
Og enn fremur segir hann:
„Astin gefur ekkert nema sjálfa sig, og þiggur að
launum ekkert nema sjálfa sig.“
Enn fremur þetta:
„Astin á engar eignir og verður aldrei eign, því að
ástin á sig sjálf og er sjálfri sér nóg.“
Og að síðustu þetta:
„Ef þú vegna ótta þíns leitar aðeins að fróun og
nautnum ástarinnar, þá er þér betra að hylja nekt þína
og hverfa úr kornmylnum ástarinnar inn í veröld, sem
á sér hvorki vor né haust, þar sem hlátur þinn er holur
og tár þín ógrátin.“
Þetta segir hinn indverski spekingur um ástina, og
þótt orðalagið sé dálítið dularfullt, þá er hugsunin á
bak við ljós. — f þessum spakmælum eru ungmennin
hvött til að vera sönn í ástum.
í fornum Eddukvæðum er mikið um ástina rætt og
ekki minna um ótryggð og brigðmæli en unað og sælu,
Heima er bezt 27