Heima er bezt - 01.01.1965, Page 32

Heima er bezt - 01.01.1965, Page 32
og hníga því öll rök að því að ástamálin séu sterkur og afdrifaríkur þáttur í lífi hinnar upprennandi æsku á hverjum tíma. AUs staðar kemur það fram að meðal- hófið sé vandratað og brautin hál. Lokaorð. I gömlum sögnum um huldufólk er sagt, að álfkona þurfti ekki annað en taka mennskan ungling undir handarkrika sinn og lofa honum að líta þaðan á um- hverfið, þá opnist honum sýn um alla hulduheima, og þá liti hann augum alla þá dýrð, sem þar er sjónum manna hulin. Ungir menn og ungar stúlkur vilja líka gjarnan skyggnast inn í hina óráðnu huldu framtíð, en því mið- ur á eldra fólkið ekki hæfileika huldukonunnar og kann ekki þá list að svipta frá tjaldi ókomna tímans, og leyfa ungmennunum að velja sér þar lífsförunaut og fram- tíðarbraut. Mér er ekki þessi gáfa léð fremur en öðr- um, og þótt ég uni mér vel meðal uppvaxandi æsku, þá á ég ekki þá hæfileika, sem duga til að létta og styðja lífsbaráttu æskunnar. En ég get óskað öllum æskulýð heilla og hamingju á framtíðar-lífsbraut, þótt ég geti ekki sýnt þeim hana í neinskonar töfraspegli. Stefán Jónsson. Kona í Grímsnesinu hefur í bréfi beðið um ljóð, sem hún minnist að hafa lært á æskuárum sínum, og á um Ijúfar minningar. Það sem hún man úr þessu ljóði er þannig: „Ég verð færður í fangelsi að morgni í framtíð að búa þar einn. í kring verða jámgrindur kaldar og koddi minn hrufóttur steinn.“ í mörgum bréfum hefur áður verið beðið um þetta ljóð og það ýmist nefnt: Söngur fangans, eða Fanga- söngurinn. Sjálfur minnist ég þess að hafa heyrt þetta sungið og lagið við það var útlent, sérstaklega dreym- andi vals. Nú hefur mér loks teldzt að hafa upp á þessu ljóði, og birti það í þessum þætti. En það er þannig: Ég þrái svo sárt einhvers samúð, því sál mín er einmana og þreytt. Ég verð færður í fangelsi að morgni, í framtíð að búa þar einn. í kring verða járngrindur kaldar, og koddi minn hrufóttur steinn. Ef ég hefði engilsins vængi, flygi ég ánauða-helsinu frá. Ég flygi í míns ástvinar arma, ánægður dæi ég þá. Það var hinn kunni dægurlaga- og ljóða-höfundur Jenni Jónsson, sem kunni þetta ljóð utanbókar og tel- ur sig hafa lært það á árunum kringum 1930, en þá átti hann heima vestur á Patreksfirði og spilaði á harmoniku á dansleikjum. Hann telur, að þetta ljóð sé þýðing á ljóði úr kvikmynd, en ekki veit hann hver þýðandinn er. í nokkrum bréfum hefur verið beðið um Ijóðið Nótt á Akureyri. Höfundur ljóðsins er Ómar Ragnarsson, en Stefán Jónsson og Lúdósextettinn hafa nýlega sungið og leikið þetta Ijóð á hljómplötu. Það á vel við að birta þetta ljóð í Heima er bezt, sem á heimili sitt á Akur- eyri. Það var um nótt á Akureyri, að ég sá þig, ó fagra mær. Og jafnvel enn þann dag í dag í huga heyri ég hlátur þinn, sem ómar skær. Miðnætursól dumbrauð sem dreyri, dreifði eldi um fjöll og sæ. Já, þá var dýrð á Akureyri, sem aldrei gleymt ég fæ. Til skiptis ég í undrun starði, á Eyjafjörðinn og brosið þitt. Öll þessi fegurð alls staðar hún fyrr en varði hleypti funa í hjarta mitt. Ég varð sem stytta steypt úr leiri. Sem strá í vindi og hélt mér fast, unz ég stóð einn á Akureyri en öll á braut þú varst. Þótt ástarljóð mitt ei hún heyri, sem ég hef elskað, og síðan þráð. Mitt hjarta býr á Akureyri unz ég hef henni náð. Ég vildi að ég ætti einhvern ástvin, Því einmitt þar á Akureyri sem mig elskaði falslaust og heitt. er fslands framtíð skráð. 28 íleima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.