Heima er bezt - 01.01.1965, Page 34
— Já, Trausti, þér tókst það sannarlega, og það fæ ég
þér aldrei fullþakkað, þótt mér fyndist sannleikurinn
beiskur í fyrstu. Og nú hefi ég gert nýjar áætlanir um
framtíðina, sem ég verð að segja þér strax frá. — Seztu
hérpa á rúmið hjá mér.
Trausti sleppir hönd föður síns og sezt á rúmið fyrir
framan hann. En síðan segir Þorgrímur:
— Ég hefi leyst Svanhildi frá giftingarheiti sínu við
mig og gert upp hreina reikninga við hana. En hiin verð-
ur bústýra hjá mér til haustsins. Frá þessu vildi ég segja
þér fyrst. — Svo býð ég þér, Trausti, allt nýja húsið til
íbúðar, strax og það er fullgert, og hálfa jörðina hérna
á FremraNúpi ásamt helmingi af fénaði mínum, ef þú
vilt hefja búskap hér á óðali feðra þinna. Sjálfur ætla ég
að búa áfram í gamla bænum hérna, og Steinvör verður
bústýra mín í framtíðinni, eins og áður. Hún hefur
heitið mér því. Hvað segir þú um þetta, Trausti?
— Mér þykir þú nokkuð stórtækur við mig að bjóða
mér allt nýja húsið. Það getur hæglega dugað okkur
báðum til íbúðar.
— En ég kýs að búa kyrr í gamla bænum. Þar hefi ég
dvalið lengst af ævinni, og þar vildi ég helzt fá að deyja.
— Jæja, þú hagar því eftir eigin geðþótta, pabbi.
— Það ætti heldur engu að breyta þér í óhag, Trausti.
Ég hefi alltaf alið þá von í brjósti, að þú, einkasonur
minn, létir ekki óðal feðra þinna ganga úr ættinni, þó að
menntun þín stefndi í aðra átt en að gerast bóndi. Og
■ég vil veita þér allt, sem í mínu valdi stendur til þess,
að þú getir unað hag þínum í framtíðinni hér heima á
Fremra-Núpi.
— Ég þakka þér fyrir það, pabbi. Sjálfur kýs ég ekk-
ert fremur en að stofna mitt eigið heimili hér á æsku-
stöðvunum, og þó ég gerist bóndi, get ég jafnhliða því
notið þeirrar menntunar, sem ég hefi aflað mér, til þess
sé ég næg skilyrði hérna heima í sveitinni minni.
— Þú ætlar þá að láta þær vonir mínar rætast, að þú
búir í framtíðinni hér á Fremra-Núpi, sonur minn?
— Já, pabbi, ég vona að ekkert breyti því.
Þorgrímur horfir sigurglaður á fríðan og drengileg-
an son sinn, og sál hans fyllist hlýjum klökkva. Hann er
vissulega ríkur að eiga svona góðan son og mikilhæfan,
sem raun ber vitni. Trausti er dýrmætasti auðurinn, sem
lífið hefur gefið honum. En hingað til hefur sú dýr-
mæta gjöf lífsins staðið hjá honum í skugga fánýtra
stundar-auðæfa, og einkasonurinn farið að mestu á mis
við alla föðurumhyggju af hans hálfu, og Þorgrímur
finnur nú sárt til þess. En betra seint en aldrei. Hann er
nú ekki lengur blindur á hið sanna gildi lífsins, heldur
heilsteyptur sjáandi, sem eygt hefur allt sitt líf í réttu
ljósi og gert upp hreina reikninga við eigin samvizku,
og það ætlar hann líka að sýna ríkulega í verki, á með-
an ævin endist. Að lokum ætlar hann svo að gera ein-
læga játningu fyrir syni sínum, og Þorgrímur segir
klökkvum rómi:
— Ég er orðinn gamall maður með langa ævi að baki,
en snauða, þrátt fyrir öll auðæfi mín. Þú ert dýrmæt-
asta gjöfin, sem lífið hefur veitt mér, Trausti. Það hefði
engum manni tekizt öðrum en þér að sigra hina blindu
eigingirni í sál minni og opna augu mín fyrir sönnu
gildi lífsins, og þar með bjarga á rétta leið minni stund-
legu og eilífu heill og hamingju. Ég hefi háð harða og
stranga baráttu hið innra, frá því er við áttum tal sam-
an síðastliðið kvöld, og þar hefur hið rétta og ranga bar-
izt um yfirráðin. En hið rétta vann sigur að lokum, og
nú vona ég, að forsjónin gefi mér langa og heilbrigða
elli, til þess að ég megi þjóna hinu sanna og rétta, mér
og öðrum til heilla. Ég þakka þér fyrir komuna hing-
að til mín í kvöld, sonur minn, og nú ætla ég ekki að
tefja þig lengur að þessu sinni.
— Ég þakka þér sömuleiðis fyrir samræðurnar í
kvöld, faðir minn. Þær hafa fært mér mikla gleði.
Trausta er það ljóst, að faðir hans er orðinn þreyttur
af löngum og viðkvæmum samræðum, og honurn henti
nú bezt að njóta næðis og hvíldar. Hann rís því strax á
30 Heima er bezt