Heima er bezt - 01.01.1965, Qupperneq 36
En ég er naumast búin að átta mig á því ennþá, að þessu
sé öllu lokið með giftinguna, og ég aftur frjáls. Ég fæ
ekki skilið, hvað getur hafa valdið þessari gerbreytingu,
segir Svanhildur að lokum.
— Ég er líklega fyrst og fremst valdur að henni, Svan-
hildur, ég játa það fúslega fyrir þér. Mér urðu fyrst
núna nýlega kunn einkamál ykkar föður míns og það,
sem gerðist hjá ykkur hér heima, á meðan ég dvaldi í
Reykjavík um daginn. Og hvernig sem mínum einka-
tilfinningum gagnvart þér hefði verið háttað, hefði ég
ekki getað látið svo himinhrópandi ranglæti afskipta-
Jaust, að þú yrðir neydd til að giftast föður mínum, og
framtíð þinni fórnað á altari aumustu efnishyggju. Síð-
astliðið kvöld átti ég svo tal við föður minn um þessi
mál, og ég viðurkenni að hafa þá sagt mína meiningu
afdráttarlaust í nafni þess sem ég tel vera rétt, og vissu-
lega hlífði ég ekki föður mínum við að heyra sannleik-
ann, þótt beiskur væri. En árangurinn hefur orðið meiri
og bráðari, heldur en ég gat gert mér vonir um, þegar
faðir minn rak mig að lokum á dyr til þess að binda
endi á það samtal okkar.
— Svo ég á þá frelsi mitt núna þér að þakka, Trausti!
Hvernig fæ ég endurgoldið þér það?
— Við skulum ekkert ræða um þakklæti né endur-
gjald, Svanhildur, heldur aðeins þetta núna: — Þú hefur
átt hug minn allan, frá því ég leit þig fyrst, bjartan vor-
dag hér heima á Fremra-Núpi. Ég vissi ekki fyrr en
löngu seinna, að þú varst heitbundin föður mínum. En
ég vissi þá líka jafnframt, að það var ekki þinn vilji að
giftast honum, heldur varst þú krafin þeirrar fórnar
fyrir fjárhag foreldra þinna, og þess vegna hét ég því,
að það skyldi aldrei verða, þetta væri ekki byggt á neinu
réttlæti ....
Og nú þegar ég hef fengið þig frjálsa, Svanhildur,
játa ég þér ást mína. Ég elska þig! Hverju svarar þú
mér? Hann lítur beint í augu hennar og bíður svars.
Svanhildur getur í fyrstu ekkert sagt. En hún veit, að
nú er hún laus úr álögunum, aftur frjáls, og að Trausti,
konungssonurinn í fegursta ævintýri lífsins, situr við
hlið hennar og hefur játað henni ást sína. Veruleikinn
sjálfur getur þá enn orðið svona fagur.
Svanhildur brosir nú við ástleitnum, spyrandi augum
Trausta, og i því brosi les hann jákvætt svar hennar,
sem er skýrara og ótvíræðara en nokkur orð. Og síðan
segir hún lágt:
— Ég verð víst að trúa því, að þetta sé veruleiki,
frelsi mitt og ást þín, Trausti. Hvað getur lífið gefið
mér fegurra og unaðslegra. Ekkert. — Og það er svar
mitt.
Hægri hönd hans tekur mjúklega um hönd hennar, en
hina leggur hann um herðar hennar og hallar henni svo
að barmi sínum.
— Svanhildur, hvíslar hann. Hún lítur upp, varir
þeirra mætast, og stundin er algleymi.
Steinvör hefur lokið störfum dagsins, en hefur enn
ekki gengið til hvílu og situr ein í eldhúsinu. Það sem
gerzt hefur á þessu kvöldi, hefur ekki farið fram hjá
henni, þó að hún hafi ekki verið áheyrandi að því, sem
Þorgrímur hefur rætt við Svanhildi og son sinn, en hún
þekkir allt sitt heimafólk. Hún heyrði, þegar Svanhild-
ur færði Trausta skilaboð frá föður hans, og hún sá
hvert Svanhildur lagði leið sína burt frá bænum. Hún
vissi þá, að unga bústýran þráði einveru um stund. En
hún fylgdist einnig með því, að Trausti fór sama veg og
Svanhildur, er hann hafði rætt við föður sinn, og Stein-
vör óskar og vonar, að þetta verði táknrænt fyrir sam-
eiginlega vegferð þeirra í framtíðinni. Hún á ekki til
heitari ós'k en þá, því henni þykir svo innilega vænt um
þau bæði.
En nú er Steinvör skyndilega hrifin frá þessum hug-
leiðingum sínum. Hún heyrir létt fótatak fyrir framan
eldhúsdyrnar, og hurðinni er þegar lokið upp. Trausti
og Svanhildur leiðast inn í eldhúsið og nema staðar fyr-
ir framan hana. Steinvör lítur hlýtt og móðurlega á þau
til skiptis og les fölskvalausa hamingju úr svip þeirra
beggja. Og nú segir Trausti brosandi:
— Það gleður mig, Steinvör mín, að við Svanhildur
skyldum mæta þér fyrst hér heima á þessu kvöldi. Mér
finnst það boða okkur blessun í framtíðinni. Ég finn að
það er óþarft að segja þér leyndarmál okkar, því sjón
er sögu ríkari!
— Já, Trausti minn, nú þarftu ekkert að segja mér!
Steinvör rís á fætur og faðrnar þau bæði að sér. — Eng-
in móðir getur glaðst heitar yfir hamingju barha sinna,
en ég gleðst nú yfir hamingju ykkar, hvíslar hún klökk
af gleði. — Guð blessi ykkur, börnin mín! ....
Með vorinu er nýja húsið á Fremra-Núpi fullgert til
íbúðar, og Þorgrímur hefur afhent syni sínum það ásamt
hálfri jörðinni til eignar. Sjálfur býr Þorgrímur áfram
í gamla bænum, og Steinvör er aftur orðin bústýra hans.
Bjart laugardagskvöld ríkir yfir sveitinni. Séra Jón á
Stað er kominn að Fremra-Núpi, og að þessu sinni til
þess að gefa þau saman í hjónaband, Svanhildi og
Trausta. Hjónavígslan fer fram í vistlegri stofu í nýja
húsinu, og þar eru ekki aðrir viðstaddir en heimilisfólk-
ið á Fremra-Núpi, foreldrar Svanhildar og presturinn.
Hugljúfur hátíðarblær hvílir yfir þessari helgu athöfn,
og séra Jón framkvæmir þetta embættisverk sitt með
lotningarfullri gleði, því að þessu sinni er honum það
Ijóst, að hann vígir saman í nafni Drottins tvær ungar
sálir, sem unnast.
Þorgrímur er fyrstur á eftir prestinum að færa syni
sínum og tengdadóttur innilegar hamingjuóískir að
vígslunni lokinni, og með því sýnir hann hug sinn all-
an á þessari stundu.
Brátt setjast svo allir viðstaddir að ríkulegu veizlu-
borði og samfagna ungu hjónunum á Fremra-Núpi. En
að því loknu býst séra Jón til heimferðar, og Þorgrím-
ur fylgir prestinum úr hlaði niður á þjóðveginn. Þeir
ræða margt saman, og séra Jón finnur í öllu, að Þor-
Framhald á bls. 42.
32 Heima er bezt