Heima er bezt - 01.01.1965, Síða 38
telpan glettnisleg. Þetta var einn af mörgum málshátt-
um, sem afi notaði oft á dag ömmu til mikils angurs.
Við borðstokkinn á skipinu stóð hópur af fólki og
horfði til lands. — Þarna kemur báturinn að sækja okk-
ur, sagði stillilegur ljóshærður piltur, á að gizka 16 ára,-
við móður sína.
— Já, líklega, samsinnti konan og horfði á hvítan
bátinn, sem skauzt gegnum sund á milli smáhólma og
stefndi í átt til þeirra. Gamall maður með stálgrátt
alskegg stóð við stýrið. Á vélarhúsinu sat krakki, og
stór hundur frammi í stafni.
Skipverji henti línu ofan í trilluna, um leið og hún
skreið framhjá. Fljótur sem elding greip hundurinn
hana og stökk aftur eftir bátnum og fékk gamla mann-
inum spottan hreykinn á svip.
— Ljóshærði strákurinn blístraði: — Sá var nú eig-
andi, en varla væri hann falur, ef gamli maðurinn ætti
hann eða strákurinn með hrokkna hárið. En nú var
enginn tími til að hugsa um hundinn, fólk og farang-
ur þurfti að komast ofan í bátinn sem fyrst.
Bliki litli var hlaðinn, þegar allt fólkið var komið of-
an í hann. Það var húsfreyjan Guðný Skúladóttir og
fjögur börn hennar, Áki þéttvaxinn, stillilegur, 16 ára
gamall, Oli 12 ára ærslabelgur, snöggur í hreyfingum
og fljóthuga, Sonja var falleg átta ára telpa, og Sverrir
tveggja ára. Hann var sá eini af systkinunum, sem var
dökkhærður, hin voru öll með ljóst hár og blá augu,
nema Áki, hann var með stór grá augu með ofurlitlum
brúnum blettum. Við fyrstu sýn þótti flestum hann
ólaglegur, en hann vandist vel, og var beztur af þeim
öllum.
ÓIi og Áki höfðu fengið sér sæti fremst í bátnum
og horfðu til lands.
— Heyrðu Áki, er þetta strákur eða stelpa? spurði
Óli og leit snöggt í áttina til Hönnu Maríu.
— Veit ekki, svaraði Áki og horfði á Hönnu með
forvitnissvip. Þetta gat hvort heldur sem var verið
stelpa í strákafötum, eða strákur, sem hefði látið hárið
vaxa óáreitt í nokkrar vikur eða mánuði. Þó hallaðist
hann frekar að því, að stelpa væri það, og þegar hún
leit upp og beint framan í hann, varð hann viss um, að
þetta litla, brúna fallega andlit gat ekki verið á dreng.
Áki andvarpaði lágt. Allt frá því hann mundi fyrst
eftir sér, hafði hann verið ljóti andarunginn í fjölskyld-
unni. Skúli var elztur og glæsilegastur, svo kom Jónína,
eða Ninna, eins og allir kölluðu hana, og svo Benja-
mín, sem var kallaður Benni. Skúli var tvítugur, Ninna
nítján ára, og Benni átján. Skúli og Benni voru líkir
að útliti, en höfðu mjög ólíka skapgerð. Þessi systkini
komu seinna með föður sínum, Jóni Benjamínssyni.
Áka þótti vænst um Benna, hann hafði aldrei strítt
honum á, hve ófríður hann væri, eins og bæði Skúli
og Óli gerðu. Nú orðið stóð honum samt á sama og
þó — það sveið oft undan nöpru háði Skúla.
— Nei, en hve hér er fallegt, sagði Guðný og benti
til lands.
Afi brosti og sagði hlýlega, að Fellsendi byði þau
velkomin í sínu fegursta skarti, og héldist veðrið svona
gott til kvölds, væri alveg víst, að þeim vegnaði vel á
þessum stað.
— Ég vona bara, að þetta verði í síðasta sinn, sem
ég þarf að standa í flutningum, ég er búin að fá nóg
af þeim, svaraði Guðný. Hún var þreytuleg á svipinn,
enda átt mjög annríkt um dagana á undan.
— Hvað heitir þú nú? spurði hún og vék sér að
Hönnu, sem sat á borðstokknum rjóð í kinnum og
vandræðaleg.
— Hanna María, svaraði hún lágt og roðnaði enn
meir, er hún heyrði ljóshærðu telpuna segja hálfhátt:
— Ég sem hélt að þetta væri strákur, sérðu bara, hvað
hún er óhrein.
Hanna leit niður á vinnubuxurnar sínar, sem voru
óneitanlega langt frá að vera hreinar, og auk þess rifn-
ar á öðru hnénu. Svo var hún berfætt í skónum, og
peysan var gömul og Ijót, og svo var hún líka öll
flekkótt, síðan Hanna hafði gleymt henni úti í hólma,
þar sem hún síðan hafði legið og upplitazt í meir en
hálfsmánaðar útiveru.
Hanna laumaðist til að líta á hendurnar á sér. Jú,
þær voru alls ekki hreinar, og hún mundi ekki vel,
hvort hún hefði greitt sér um morguninn. Amma hafði
haft í svo mörgu að snúast, hún hefði áreiðanlega
þvegið henni og látið hana í hreinan kjól, áður en
gestirnir kæmu, ef Hanna hefði ekki stolizt svona í
burt.
Amma sagði við afa, að væri hann illa til fara, yrði
það lagt út sér til skammar, en ekki honum, og ömmu
var mjög annt um heiður sinn sem húsmóðir, en það
var alveg sama hvernig hún reyndi að hafa Hönnu
Maríu hreina og fína, hún vildi endilega vera með afa
í öllum hans verkum, bæði á sjó og landi. Amma sagði,
að Hanna María væri böðull, verri en nokkur strákur,
það tók engu tali, hve telpan var stráksleg, og allt var
rétt, sem amma sagði, en Hanna var bara hæst ánægð
með að vera stráksleg, þótti jafnvel heiður að því. Allt
þangað til í dag, að henni varð ljóst, þar sem hún sat
á borðstokknum og fann öll þessi forvitnu augu stara á
sig, að hún var enginn strákur og vildi ekki vera það.
— Hanna María, sagði konan. — Það eru ósköp
falleg nöfn, hvað ertu gömul?
— Tíu ára.
— Það er gott, að þú skulir ekki vera eldri, þá getið
þið Sonja mín orðið vinkonur, hún er bráðum orðin
níu ára.
Sonja brosti til Hönnu, en hún leit ekki upp. Loks
sagði hún og talaði hratt: — Það er ekki ömmu að
kenna, hvemig ég lít út, það er bara ég, sem er svo
mikill jarðvöðull, og auk þess bannaði amma mér að
fara fram að skipi, ég bara stalst.
Hanna var sjóðheit í vöngum og langaði mest til að
láta sig detta útbyrðis og svala sér í köldum sjónum,
en konan mátti ekki halda, að amma væri neinn sóði,
þótt hún væri fátæk.
Konan brosti, en krakkarnir hlógu.
34 Heima er bezt