Heima er bezt - 01.01.1965, Qupperneq 41
Þeir bræöur kepptust nú við að losa bátinn. Kassa
og poka báru þeir í hrúgur, töskur og allskyns pinkla
á annan stað.
— Þið eruð svei mér duglegir, strákar mínir, sagði
móðir þeirra ánægð, þegar afi og hún komu ofan eftir
skömmu síðar.
Afi sagðist láta Hönnu ná í Mósa gamla, og svo æki
hann dótinu heim, en hvar var Hanna?
Áki og Oli litu snöggt hvor á annan. Svo sagði Áki,
að hún hefði farið á báti út í eyjarnar.
— Fór barnið eitt á báti? spurði Guðný undrandi.
— Já, svaraði Oli.
— Guð hjálpi telpunni! Því létuð þið hana gera
þetta, sagði Guðný.
— Eg veit nú ekki, hvernig við hefðum átt að koma
í veg fyrir það, sagði Áki spotzkur.
Afi hló.
— Henni Hönnu litlu Maríu er óhætt, þótt hún
darnli hér úti á milli eyjanna í hvíta logni. Hitt er verra,
þegar hún tekur upp á því að sigla út á fjörð í stinnings
kalda, svo mjóu munar að hún ekki kollsigli sig. Þá er
mér nú ekki alveg rótt.
Guðný starði vantrúuð á afa.
— Á ég að trúa því, að þið látið krakkann flækjast
út á sjó í hvernig veðri sem er? Hvers konar uppeldi
er þetta?
Afi strauk sér um skeggið og sagði, að vel gæti ver-
ið, að uppeldið væri ekki á marga fiska, en börn yrðu
nú að hafa ofurlítið frjálsræði, og hér í Koti og á Fells-
enda hefðu aldrei verið börn, síðan Hanna hefði kom-
ið, og því hefði hún vanizt á að lifa sama lífi og þeir
gömlu mennirnir, sem hún hefði elt hvert fótmál.
Ég ætla bara að vona, að hún Sonja mín læri ekki
iistirnar af þessum villiketti, hugsaði Guðný.
En nú vantaði Mósa.
Guðný hélt að strákarnir gætu sótt hann, en það var
afi ekki alveg viss um. Mósi gamli var bæði hrekkjótt-
ur og latur, en letin háði honum ekki, þegar átti að ná
honum í haganum, þá hentist hann á harðaspretti end-
anna á milli í hestahólfinu. Það var ekki nema um eitt
að gera. Hanna yrði að koma í land og sækja hann, því
við hana var hann þægur eins og lamb.
Afi setti hendurnar fyrir munninn eins og trekt og
hóaði. Eftir ofurlitla stund var svarað fram úr eyjun-
um með þremur stuttum hóum.
En þá tók afi gamlan lúður, sem hann hafði notað,
meðan hann var póstur, og hékk alltaf í sjóhúsinu. Nú
blés afi heilt hergöngulag á lúðurinn. Svo setti hann
lúðurinn brosandi frá sér og sagði:
— Ætli það fari ekki að færast líf og fjör í telpuna,
nú heldur hún að afi gamli sé reiður.
— Láttu strákana sækja klárinn, þeir verða komnir
með hann, áður en stelpan er komin í land, sagði Guð-
ný snúðugt. Henni þótti lítið gert úr sonum sínum.
— Jæja, jæja, farið þið þá, fariðið bara, hún kemur
þá á eftir, telpan, sagði afi og benti þeim í hvaða átt
hrossahólfið væri. — Það er beizli á hliðgrindinni, og
Mósi er auðþekktur, því það eru bara Skjóna og hann
í hólfinu.
Strákarnir hlupu af stað, þeim fannst, eins og móður
þeirra, anzi hart, ef þeir gætu ekki náð einni afgamalli
dróg. Þeir voru varla komnir í hvarf, þegar Hanna
kom róandi, svo að freyddi undan stefninu. Hún
renndi bátnum upp með Blika, lagði upp árarnar og
batt bátana saman, svo s.tökk hún á land.
Afi horfði á hana með spurn í augum, en þegar
Hanna sagði ekki neitt, benti hann á hálfblaut föt
hennar.
— Ég datt, sagði Hanna.
— Guð minn góður, barnið er rennandi frá hvirfli til
ilja! hrópaði Guðný. Hvílíkur útgangur, þú færð
lungnabólgu, ef þú ekki flýtir þér í þurrt undireins.
— Náðu í Mósa, sagði afi.
Hanna hljóp af stað með Neró, sem var heldur ekki
orðinn vel þurr.
Guðný horfði á eftir þeim með vandlætingarsvip: —
Hún ætlar ekki heim að hafa fataskipti, sagði hún
við afa.
— Okkur kotbúunum er ekki svo hætt við lungna-
bólgu, þótt við vöknum ofurlítið svona í glaðasólskini,
sagði afi og horfði til lofts glettinn á svip.
V.
Eltingaleikurinn
Áki og Óli höfðu báðir það sama í huga, þegar þeir
komu austur fyrir túnið og sáu gæðingana frá Koti
á beit rétt við hliðið.
— Ekki verður nú erfitt að ná þessum gömlu jálk-
um, sagði Óli. En þeir þekktu hvorki Mósa né Skjónu,
svo að ekki var furða, þótt þeir væru allborginmann-
legir, er þeir nálguðust þau óðum, án þess að Mósi
svo mikið sem liti upp frá þúfnabarðinu, sem hann var
að naga með gömlum og slitnum tönnum.
— Það er bezt að við förum sinn hvoru megin við
hann, svo hann ekki sleppi, ef hann lítur þá upp, svo
hann sjái okkur, sagði Öli.
Áki jankaði því og greikkaði sporið, honum þótti
undarlegt, ef gamli maðurinn hefði bara verið að
narra þá, hann sá enga ástæðu til að svo hefði verið.
Mósi gamh hélt áfram að bíta og virtist ekkert taka
eftir drengjunum, sem nálguðust hann óðfluga, en hann
bæði sá og heyrði. Skjóna leit upp og horfði alveg stein-
hissa ýmist á Mósa eða drengina. Hvað var nú að búa
um sig í kollinum á gamla félaga hennar. Aldrei hefði
hún trúað því að óreyndu, að hann léti aðra en Hönnu
Maríu taka sig fyrirhafnarlaust. Skjóna beið viðbúin
að taka sprettinn með honum.
Framhald.
Heima er bezt 37