Heima er bezt - 01.01.1965, Side 45
HEIMA_____________
BEZT BÓKAHILLAN
Guðmundur Frímann: Svartárdalssólin. Reykjavík 1964.
Almenna bókafélagið.
Guðmundur Frimann er fyrir löngu kunnur sem ljóðskáld, og
hefur unnið sér þar virðulegan sess, mun marga því fýsa að kynn-
ast þessari fyrstu tilraun hans til smásagnagerðar. Bókin flytur 10
sögur, sem fjalla um ástir og mannleg örlög. Mikið er um berorð-
ar ástalýsingar, en anþars er fremur dimmt yfir sögunum, ástir í
meinum, voveifleg slys, manndráp, sjálfsmorð og slagsmál um líf
eða dauða koma fyrir í nær öllum sögunum, og er það fullmikið
af svo góðu.
Árni Óla: Horft á Reykjavík. Reykjavík 1964. ísafold-
arprentsmiðja h f.
Árni Óla er mikilvirkastur sagnaritara Reykjavíkur, síðan Jón
biskup Helgason leið. Bók sú, er hér getur, er fjórða bindið af
Reykjavíkurritum hans og fylgir því nafnaskrá yfir öll hin bindin,
hvort sem á að skilja það svo, að nú sé þessari sagnaritun lokið
eða eigi. í bindi þessu eru 36 þættir um hina ólíkustu hluti, en
hafa það eitt sameiginlegt, að þeir eru svipmyndir úr Reykjavík
frá ýmsum tímum, þó að flestar séu að vísu frá öldinni sem leið,
nokkrar þó eldri, og allmargar frá þessari öld. Hefir höfundur
leitað víða til fanga, í ritaðar heimildir, prentaðar og óprentaðar,
munnlegar frásagnir og kannað örnefni. Ef til vill mætti segja,
að hver einstakur þáttur væri oft ekki mikils virði út af fyrir sig,
en allir sem heild skapa þeir, ásamt fyrri bókum höfundar, merki-
lega heild, og eru mikilvægt safn til sögu höfuðstaðarins og þró-
unar hans frá bændabýli f fjölmenna höfuðborg. Hefir höfundur
með söfnun sinni óg rannsóknum unnið merkilegt starf og þarft,
af óskiptri alúð og eljusemi, sem hann á miklar þakkir fyrir.
Árni segir vel frá og gerir oft ágæta sögu úr litlum efnivið, svo
að einnig að því leyti er bók hans, eins og hinar fyrri, girnilegur
iestur. Oft eru það smámunirnir, sem gera myndina heilsteypta
og opna bezta sýn inn í líf fólksins, og Árni Óla hefir verið fund-
vís á slíka hluti og kunnað að nota þá.
Birgir Kjaran: Auðnustundir. Reykjavík 1964. Bókfells-
útgáfan.
Ekki iiika ég við að að fullyrða, að bók þessi sé að ytra búnaði
fegursta og smekklegasta bók ársins og að efni hin geðþekkasta.
Höfundur kemur við á hinum ólíkustu sviðum, hann fer með
lesandann upp að Vatnajökli eða norður á Hornstrandir, en kem-
ur líka við í fjörunni í Reykjavík og tekur þátt i leik strákanna
þar. Hann ræðir við hina ólíkustu samferðamenn og rifjar upp
liðna atburði og persónur sögunnar, og hann virðist nær jafnvígur
á allt þetta. Náttúrulýsingar hans eru myndrænar, hann lifir í
umhverfinu og getur látið lesandann njóta þess með sér, að svo
miklu leyti, sem þess er yfirleitt kostur. Samtölin eru mörg lista-
vel gerð, og ræðir hann þó við jafnólíka menn og Sigurð Berndsen
og Jóhannes Kjarval. En eins og höfundur skynjar náttúruna um-
hverfis sig, skynjar hann einnig hugsunarhátt og tilfinningar
þeirra, sem hann umgengst. Einna skýrast kemur þó þetta fram
í sumum hinna sögulegu mynda. Hver mun gleyma Skúla fógeta
eftir að hafa lesið kaflann um hann? í fáum dráttum er mynd
þessá höfuðskörungs, og baráttu hans og þjóðarinnar, dregin upp,
svo að ógleymanlegt verður. Þannig mætti lengi telja. Það væri
vitanlega rangt, að telja allar greinarnar jafngóðar, en allar hafa
þær mikið til síns ágætis. Þær beztu þeirra, og þær eru furðu-
margar, eru gæddar töfrum ljóðsins, sem opnar lesandanum nýjan
heim og víðari skynjun en áður, og maður les þær aftur og aftur
með óblandinni nautn. Og sú gáfa höfundar að gefa lesandanum
hlutdeild í því, sem hann sjálfur ann og skynjar, gæðir bókina
einstökum yndisþokka. Höfundur er í senn náttúruunnandi og
náttúrufróður. Honum eru ljós hvílík verðmæti íslenzk náttúra
geymir og að þeim megi ekki spilla. Hann nefnir bók sína Auðnu-
stundir. Ekki efast ég um að svo hafa þær stundir verið honum,
sem hann minnist þar, annars hefði bókin ekki orðið til eins og
hún er. En hitt er jafnvíst, að hún á eftir að skapa öllum sínum
lesendum ótal auðnustunda.
Kristján Albertsson: Hannes Hafstein; III. 2. Reykjavík.
1964. Almenna bókafélagið.
Þetta er lokabindið af ævisögu Hannesar Hafstein og fjallar um
árin frá 1909 til æviloka hans. Þar er rakinn lokaþátturinn í sögu
uppkastsins frá 1908, og raunar stjórnmálasaga landsins til 1916,
og þá einkum tilraunir Hannesar, til þess að ná nýju samkomu-
lagi við Dani. Fyllir stjórnmálasagan sér sem í fyrri bindum mest
rúm. í ævisögu þessari er í fyrsta sinn sýnt fram á, hvernig and-
stæðingar uppkastsins og Hannesar voru í hversdagsklæðunum.
Ljóst verður rá ðleysi þeirra í sjálfstæðisbaráttunni jafnskjótt
og Hannes er fallinn úr ráðherrastóli, og að allt moldviðri í stjóm-
málabaráttunni 1908—1909 átti engan sameiginlegan hugsjóna-
grundvöll að baki nema það eitt að fella Hannes Hafstein. Því
hefir verið haldið fram af þeim, sem halda uppi vörnum fyrir
uppkastsandstæðingana, og skýra vilja atburði áranna 1909—1912,
að þá hafi skort forystumann. Bók Kristjáns tekur af öll tvímæli
í því efni. Það skorti ekki forystumann heldur stefnu. Þessvegna
varð Sambandsflokkurinn ekki til, og þessvegna tvístruðust sam-
herjarnir frá 1908. Hinum raunsæju þeirra varð ljóst, að þeir
höfðu misstigið sig og reyndu að bæta úr því, en þá var það of
seint. En þótt þessum þætti í sögu Hannesar séu gerð góð skil í
bókinni, er samt ýmislegt, sem lesandinn hefði óskað eftir, að rakið
væri nánar. Þannig vantar góða greinargerð fyrir skáldskap Hann-
esar. Þar liggur enn mikið verkefni óleyst, og satt að segja finnst
mér grein, sem Ágúst H. Bjarnason ritaði um skáldið Hannes
Hafstein, skömmu eftir útkomu ljóðabókar hans 1916, sé enn
bezta yfirlitið í því efni. Og verða því þó ekki gerð skil í stuttri
tímaritsgrein. Ýmislegt vantar og enn í mannlýsinguna. Ekki ligg-
ur ljóst fyrir, hvað olli því, að ýmsir helztu fylgismenn Hannesar
sneru við honum baki, þegar mest reið á. Var það ekki einhver
veila hjá hinum mikla foringja? Bókarhöfundur dáir söguhetjuna
svo mjög, að líkast er því, sem hann sé stundum með ofbirtu i
augunum, sem slævir sýn hans. En þetta eru þó smámunir hjá
Heima er bezt 41