Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 4
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Oddur 01 afsson, yfidæknir,
Reykjal unai
Vestan á Reykjanessskaganum liggur lítið
byggðarlag, Hafnirnar. Hrjóstrugt er um-
hverfið, úfin hraun og sandar, gróið land lít-
ið annað en túnblettir umhverfis bæina, en
við skerjótta hraunströndina gnýr úthafsbrimið án af-
láts.En skammt er þaðan á auðug fiskimið,og meðan sjór
var sóttur á áraskipum, voru þar lendingar bjarglegar.
Oft barst þar góður fengur á fjörur af rekavið og öðr-
um verðmætum, og ekki var ýkjalangt að sækja til
Geirfuglaskerja eða Eldeyjar til fuglafangs eða eggja.
En lífsbaráttan var hörð, en gaf hinsvegar oft mikið í
aðra hönd, þeim sem manndóm höfðu til þess að bera
sig eftir björginni. Þarna suður í Höfnunum þroskað-
ist hraust fólk og framsækið. Á sl. öld var þar margt
stórbænda, sem höfðu mikil mannaforráð og sóttu sjó
af kappi. Velmegun þeirra hvíldi á því, að aldrei væri
slakað á klónni, en þó sótt á með allri forsjá. Oft var
þó teflt í tvísýnu í daglegri önn í fangbrögðunum við
Ægi, en við það þroskuðust hæfileikar athygli og
dirfsku í sameiningu. Ein af ættum þeirra Hafnamanna
sat í Kotvogi mann fram af manni. Voru þeir harðfeng-
ir sjósóknarar og höfðingjar í lund, rausnarmenn í út-
látum, þegar svo bar undir og létu lítt hlut sinn, ef á
þá var leitað. En tímarnir breytast. Nú eru Hafnirn-
ar ekki lengur landfrægt athafnapláss. Tækni nýrrar
aldar hefur farið framhjá þeim, og hin gamla reisn
byggðarlagsins er horfin. Og margt af fólkinu er flutt
burtu, en sagnimar lifa um þá gömlu kjarnakarla, er
þar bjuggu, og margt afkomenda þeirra heldur í horf-
inu um reisn og framkvæmdir. Verður hér sagt frá ein-
um slíkum Hafnamanni, sem að vísu hefur ekki getið
sér orðstír fyrir sjómennsku og aflabrögð, en hefur eins
og forfeður hans sýnt, að honum eru mannaforráð lag-
in, og hefur skapað stofnun til almenningsheilla með
þeim stórhug og reisn, sem fátíð er hér á landi. Og í
fangbrögðum við einn mesta bölvald þjóðarinnar hef-
ur hann reynzt ekki síður giftudrjúgur, en forfeður
hans við holskeflurnar undan Suðurnesjum. Maður
þessi er: Oddur Ólafsson, yfiriæknir í Reykjalundi.
Oddur Ólafsson er fæddur á Kalmanstjörn í Höfn-
um 26. apríl 1909. Faðir hans var Ólafur Ketilsson út-
vegsbóndi þar. Faðir hans var Ketill Ketilsson, útvegs-
bóndi í Kotvogi, höfðu forfeður hans búið um langan
aldur þar í Höfnunum og mikið orð farið af. Móðir
Odds var Steinunn dóttir Odds prests Gíslasonar, sem
var þjóðkunnur maður á sinni tíð, fyrir brautryðjenda-
starf í slysavörnum á sjó. Einnig var hann forgangsmað-
ur um ýmsar nýjungar í útvegsmálum, einkum þó fram-
leiðslu meðalalýsis, sem hann hlaut verðlaun fyrir.
Kona síra Odds var Anna dóttir Vilhjálms Hákonar-
sonar í Kirkjuvogi, eins af höfðingjum Hafnamanna.
Ekki var Oddur prestur fjáraflamaður að sama skapi
sem hann var dugmikill og hugsjónamaður, en hann
vann ótrúleg afrek á sínum tíma á sviði slysavarna, og
munu þau mannslíf ótalin, sem borgið varð fyrir at-
beina hans og ráð. Síðar fluttist hann til Ameríku,
stundaði hann þar lækningar við góðan orðstír og var
þó sjálfmenntaður í þeim efnum. En því hef ég rakið
þetta um forfeður Odds læknis, að í skaphöfn hans
og störfum má greinilega finna, hvernig saman renna
straumar ætta hans, harðfengi, dugnaður og hagsýni
þeirra Hafnamanna, en hugsjónabarátta og félagshyggja
ásamt lækningaáhuga síra Odds. En þótt hann hafi
margt sótt til Odds afa síns og nafna, á ég erfitt með
að hugsa mér hann hempuklæddan, en hitt mundi sanni
nær, að hann hefði kunnað vel við sig við stjórn á stóru
áraskipi og reynzt ekki ættleri sem stórbóndi í Höfn-
unum, ef tímarnir hefðu verið þeir sömu.
En þegar Oddur Ólafsson óx upp voru tímarnir
breyttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Kal-
manstjörn, þar var þá eins og löngum fyrr mannmargt
menningar- og rausnarheimili. Fékkst Oddur þar við
120 Heima er bezt