Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 5
Oddur Ólafsson.
öll þau störf sem til féllu, sótti sjó og vann að landstörf-
um, og um skeið var hann á togara á æskuárum sínum,
þegar áraskipaútgerðinni í Höfnum var tekið að hnigna.
En forsjónin ætlaði honum annað hlutskipti en að
verða skipstjóri eða stórbóndi. Hann varð stúdent 1929,
og lauk læknaprófi við Háskóla íslands 1936. Á skóla-
árum sínum veiktist Oddur af berklum og mun það
hafa ráðið miklu um framtíðarstörf hans og stefnu. Líkt
og baráttan við hafið knúði Odd afa hans, til að hefj-
ast handa um björgun mannslífa úr sjávarháska var
Oddi yngra bent á annað björgunarstarf, og lífið hafði
komið honum í nána snertingu við þann háska, sem á
ferðum var. Hann réðst í fylkingarbrjóst í baráttunni
við berklaveikina, sem um þessar mundir var enn ein
alvarlegasta sjúkdómsplága þjóðarinnar, og lagði blóm-
ann úr æskulýð landsins að velli, ekki síður en sjórinn
hrifsaði til sín hina vöskustu drengi.
Að loknu háskólanámi gerðist Oddur aðstoðarlæknir
á Vífilsstöðum um skeið en var jafnframt læknir Kópa-
vogshælis. Á árunum 1942—43 var hann að framhalds-
námi í Bandaríkjunum og kynnti sér þar einkum með-
ferð berklasjúklinga og hinar nýjustu aðferðir í berkla-
lækningum. Árið 1938 hófust berklasjúldingar handa
Ragnheiður. Jóhannesdóttir.
um samtök, til að berjast gegn berklaveiki og bæta úr
brýnni þörf um aðbúnað þeirra sjúklinga, sem braut-
skráðir voru af heilsuhælunum, en því var þá einna
mest ábótavant. Oddur gerðist þegar virkur félagi sam-
takanna, og hefur hann verið í stjórn Sambands ís-
lenzkra berklasjúklinga síðan 1939.
Samtökunum óx fljótt fiskur um hrygg, og hinn 1.
febrúar 1945 var framkvæmdum svo langt komið, að
heilsuhælið í Reykjalundi gat tekið til starfa, og var
Oddur sjálfkjörinn yfirlæknir þess og einnig fram-
kvæmdarstjóri í fyrstu. Með þeim atburðum má segja,
að starfssaga hans hefjist fyrir alvöru, enda hefur hann
gegnt yfirlæknisstöðu þar síðan, og verið einn mesti
áhrifamaðurinn í allri stjórn stofnunarinnar og samtak-
anna yfirleitt.
Það er ekki ofsögum sagt af því, að Reykjalundur sé
nú sú stofnun, hér á landi, sem mesta athygli vekur er-
lendra gesta. Fer þar saman mikil og vegleg húsakynni,
ágætar vinnustofur, reglusemi og snyrtibragur á öllum
hlutum utan húss og innan, og síðast en ekki sízt hug-
sjónin, sem stofnunin er reist yfir, að styðja sjúka til
sjálfsbjargar, fá sjúklingunum verkefni, sem samrímzt
geta veikum kröftum þeirra, og þjálfa þá síðan eftir
Heima er bezt 121