Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 6

Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 6
því sem þrótturinn eykst og færnin verður meiri. Má sjá greinileg merki þessa á yfirbragði vistmanna þar sem fagna henni einhuga og lofa staðinn og dvölina þar. En yfir öllu þessu svífur andi yfirlæknisins. Það væru vitanlega ýkjur að segja að hann hefði einn verið þar að verki. Margt ágætra starfsmanna hefur lagt þar hönd á plóginn og unnið ágæt störf hver á sínu sviði. En hitt er hvorki ofsagt né nokkrum gert rangt til, þótt staðhæft sé, að enginn einn maður á þar jafn mik- inn þátt, né hefur lagt jafnmikið af mörkum og Odd- ur Olafsson. Annars vegar er þar læknisstarf hans, og þótt hann sé að vísu meðal færustu manna í sinni grein, mun honum þó ekki síður koma þar að góðu haldi hinn meðfæddi persónuleiki, sem beinlínis gefuy sjúld- ingunum nýjan þrótt og bjartsýni á tilveruna. A hinn bóginn er svo sívökul hugkvæmni hans um vöxt og viðgang stofnunarinnar, og óhvikull kjarkur að leggja út á nýjar brautir og hefja framkvæmdir jafnt með kappi og forsjá. Eins og kunnugt er þá er berklaveikin nú á svo hröðu undanhaldi hér á landi, að kalla má að sigur sé unninn á henni. Starfsemi Reykjalundar á drjúgan þátt í því hversu tekizt hefur. Þegar sýnt þótti, að hæhð rúmaði fleiri en berklasjúklinga eina, gerðist Oddur ásamt samstarfsmönnum sínum í S.I.B.S. forgangsmað- Ketill Oddsson. Ólafur H. Oddsson. ur þess, að láta heimilið ná til fleiri öryrkja og fólks, sem þurfti þjálfunar við til að ná vinnuorku. Hefur hann síðan verið einn af forystumönnum í Oryrkjasam- bandi íslands og unnið því geysi mikið starf. Mörg fleiri járn hefur hann haft í eldi, sem ég kann ekki að rekja. Allan sinn langa starfsferil hefur hann lagt mikið kapp á að fylgjast sem bezt með nýjungum í starfs- grein sinni, og því farið oftsinnis erlendis, bæði til að sækja ráðstefnur berklalækna og berklavarnarfélaga, svo og beinar námsferðir. Hefur hann á slíkum ráðstefnum haft margt að segja frá skipulagi og árangri Reykja- lundar, og mun það ekki oft, sem íslendingar hafa haft jafnmiklu að miðla á alþjóðlegum vettvangi, en hér hefur verið unnið brautryðjendastarf á margvíslegan hátt, sem vakið hefur athygli. Oddur kvæntist 1938 Ragnheiði, dóttur síra Jóhann- esar Lynge Jóhannessonar hins ágæta fræðimanns. Hef- ur hún staðið örugg við hlið manns síns í störfum hans og í sameiningu hafa þau skapað hið fegursta heimili, sem ógleymanlegt verður gestum og gangandi fyrir hlýju og risnu húsbændanna. Þau hjón eiga sex börn, sem öll eru hin mannvænlegustu og sett hafa verið til mennta jafnskjótt og aldur leyfði. Eru þau þessi: Vífill, verkfræðingur, Ketill, flugvirki, Þengill, nú við lækna- nám í Ameríku, Ólafur Hergill og Steinunn í Mennta- skólanum á Akureyri og Jóhannes Vandill, sem enn er heima. Oddur Ólafsson er þéttur á velli og þéttur í lund, stundum er hann nokkuð hvass á brúnina, en glettnis- glampar leynast þó í augnakrókunum. Hann er ráð- ríkur nokkuð, enda í blóð borin sú reynsla kynslóð- hanna, að illa fer á því, að margir séu formenn á sama skipi, og fáa hygg ég fastari fyrir til varnar eða sóknar þeim málum, sem hann er sannfærður um að séu rétt. Hann er vinfastur og flestum mönnum glaðari á góðri stund. En ríkast í fari hans hygg ég þó félagskenndina og góðviljann, sem orðið hefur driffjöðrin í hinu mikla og gifturíka starfi hans. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.