Heima er bezt - 01.04.1965, Page 16

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 16
hann lært að tala tungu Indíána með ágætum. Fyrir þá sök, auk alls annars, sem honum var vel gefið, hlaut hann trúnaðarstöðu á vegum Indíána-ráðuneytisins og var að lokum gerður umsjónarmaður yfir stóru land- svæði í sunnanverðu Alberta-fylki. Þetta leiddi svo aft- ur til þess, að honum var síðar falin mjög ábyrgðar- mikil staða við höfuðstöðvar ráðuneytisins í Ottawa. Gegndi hann henni til æviloka. Mindy hafði svo margt forvitnilegt að segja af starfs- reynslu sinni meðal Indíáanna. Sagði hann mér sumt af þessu, og set ég hér eina söguna. Þegar atvik þetta gerðist, var hann í Regina, Saskatchewan, og hafði yfirumsjón með Indíána-svæðum í aðliggjandi héruð- um. Margir Indíánar stunduðu búskap með sama hætti og landnemarnir, sem bjuggu í grennd við þá, og fórst það mjög svo vel, að koma upp gripahjörðum og rækta korn. Hef ég þá einkum í huga Blood-Indíána-sérrétt- arsvæðið í Suður-Alberta. Þar voru góð beitilönd, svo að gripirnir gátu gengið sjálfala, jafnvel um hávetrar- mánuðina, því að snjófall var venjulega lítið og Chinook-vindarni r*) hraðbræddu snjóinn, svo að hag- ar urðu auðir á sólarhring eða svo. Nú bar svo við eitt sinn, að það gerði óvenjulega mikinn snjó um allt héraðið og um tíma jafnframt hörkufrost. Þó versnaði um allan helming, er snöggvast brá til þíðviðris, svo að ísskorpa lagðist á fönnina og gerði gripunum ókleift að bera sig um. Var Mindy tilkynnt hið alvarlega ástand í Indíána- byggðinni. Rannsakaði hann málið og sá þegar, að grípa varð til örþrifaráða. Hann bað um ráðuneytisleyfi til að flytja alla gripina burt, þangað sem hægt væri að fóðra þá. Leyfið var veitt og samstundis gerði Mindy allar nauðsynlegar ráðstafanir, þ. á. m. um móttöku gripanna á ákvörðunarstaðnum. Síminn þagnaði ekki í höndum hans í nokkrar klukkustundir. Til allrar lukku voru gripavagnar tiltækir á næstu flutningastöð, en Mindy samdi við járnbrautarfélagið um að senda tafarlaust vagna til viðbótar og hóf svo með aðstoð manna sinna það óhemju verk, að koma gripunum í vagnana. Aðstaðan var mjög erfið, því að skaflarnir, harðir sem grjót, voru jafnháir gripakvíun- um, svo að grafa varð göng fyrir skepnurnar. Hleðsl- an gekk þó furðu greitt. Gripirnir voru reknir í hvern vagninn á fætur öðrum og keyrðir burt samstundis. Náttmyrkrið skall á, og enn var eftir að hlaða einn vagninn. En mennirnir voru að niðurlotum komnir, og var því frestað til morguns. Og nú, er þeir skjögra yfir ísaðar fannimar heim til búða sinna, verða þeir varir við hægan andvara af suðvestri. Allir voru á fótum í birtingu daginn eftir, ráðnir í að Ijúka þessu fimbul- *) Hlýir suðvestanvindar, sem blása ofan af Klettafjöllun- um og hvítir kenndu við Chinook-Inlíána, sem bjuggu á Kyrrahafsströnd í suðvesturátt frá þessum hluta Alberta-fylk- is. Þýð. fyrirtæki, að koma öllum gripunum á bjargvænlegan stað. Sú sjón, er þá blasti við, var svo furðuleg, að þeir gátu varla trúað sínum eigin augum. Hvass vindur hafði blásið alla nóttina, og var næstum að segja heitt í veðri. Háu skaflarnir voru allir horfnir og nautin stóðu í krapaelgnum upp í kvið. Þessi undraverðu um- skipti höfðu gerzt á fáum klukkustundum. En — sá langþráði atburður kom bara of seint til þess, að ekki þætti nauðsynlegt að grípa til bjargráðanna. # # # Á þeirri tíð (1893) og allmörg næstu ár viðurkenndi ríkisstjórnin Manitóbavatn sem „færa siglingaleið“ og gerði út dýpkunarskip við mynni White Mud-árinnar til að halda þar í grynningunum opnum ál út í djúpið. J. O. Smith skipstjóri — hann átti heima 2 mílur fyrir sunnan heimili okkar — hafði umsjón með þessum dýpkunaraðgerðum. Þær gerðu Hudson Bay-bátunum og öðrum vöruflutningabátum fært að sigla ána allt upp að Stewart Landing (lendingarstað), 2 mílur frá Westbourne. Þaðan gátu svo skip þessi, og önnur í einstakra manna eign, siglt alla leið norður á vatnsenda. Skömmu eftir að við komum í héraðið, seldi Smith skipstjóri eignir sínar manni að nafni M. Hall og hvarf ásamt konu sinni aftur heim til Englands. Stewart-lendingin var kennd við tvær Stewart-fjöl- skyldur, sem voru fyrstu landnemar byggðarinnar. Þar var jafnan mikið um að vera, fjöldi fólks komandi eða farandi með norðanbátnum og frá eða til Winnipeg og annarra staða sunnanvið. Fyrir ferðafólkið þurfti að flytja allmikinn farangur milli Lendingar og West- bourne, og var Archie C. Stewart mjög virkur um fyr- irgreiðslu í því efni og yfir höfuð um að leiðbeina fólki, hvert sem leið þess lá. Þetta var maður mikill vexti og niikill að hjartalagi, sífús að veita mönnum upplýsingar og hvers konar aðstoð. Er mér í þessu sam- bandi mjög ljúft, að minnast með einlægri viðurkenn- ingu margra hinna óíslenzku landnema á þessum slóð- um. Ég nefni fólk eins og Stewart-, Davey-, Rhind-, Lynch- og Morrison-fjölskyldurnar og fleiri, sem áttu svo mikilvægan þátt í uppbyggingu og framförum ný- lendunnar. Þetta voru iðjusamir, heiðvirðir og samfé- lagssinnaðir menn, sem nutu almennrar virðingar hér- aðsbúa.------- Hin fjölfarna Sandy Bay-slóð lá rétt austan við húsið okkar, og kom varla sá dagur, að þar væri ekki talsverð umferð. íslendingarnir, sem margir voru gamlir grann- ar okkar frá Saskatchewan, fóru verzlunarferðir sínar þessa leið, og varð það viðtekin regla, að þeir kæmu við hjá okkur, hvort heldur var á nóttu eða degi. For- eldrar mínir fögnuðu þessum gestum og vinum, svo og ókunnugri aðkomumönnum, með ósvikinni íslenzkri gestrisni og veittu þeim það bezta, sem heimilið hafði að bjóða. Oll fjölskyldan naut samvistanna við gesti sína, en fyrirhöfnin, sem þessu var samfara, kom auð- vitað mest á móður mína.-------- 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.