Heima er bezt - 01.04.1965, Side 23

Heima er bezt - 01.04.1965, Side 23
°g þoku, én snjór niður í miðjar hlíðar Bæjarfjalls. Þann dag gátum við samt unnið hiklaust að kalla mátti, enda þótt þoka tefði ferðir okkar dálítið. En dagana, sem á eftir fóru, var stöðugt versnandi veður. Það snjó- aði á hverri nóttu, en flesta dagana tók snjóinn af lág- heiðinni, og iengstum varð unnið að kortagerðinni án verulegra tafa. Eins og kunnugt er, þá er mikill jarðhiti á Þeista- reykjum. I gilskorningnum við skálavegginn eru all- miklir brennisteins- og gufuhverir, og hitur og hverir á víð og dreif um neðanverða hlíð Bæjarfjalls og suður með rótum þess. Var gaman að sjá hvernig jarðgufurn- ar héldu auðum blettum, þótt alsnjóa væri umhverfis uppspretturnar, og tókst mér á morgnana að gera ýms- ar gróðurathuganir á jarðhitasvæðunum, þótt allmikil hríð væri og alsnjóa umhverfis þau. Hef ég aldrei fyrr gert gróðurathuganir í hríðarveðri, þótt stundum hafi verið rysjuveður á ferðum mínum. Annars er ekkert sérkennilegt við gróður jarðhitasvæðanna á Þeistareykj- um fram yfir það, sem títt er á slíkum stöðum, en flest- ar hinna hitakæru plantna landsins eru þar, og sumar hinna sjaldgæfustu eins og naðurtunga. Þá vex þar víða mjög sérkennileg blákolla, sem ég minnist ekki að hafa séð með þeim svip annars staðar. Mörg hitasvæðin eru gróðurlaus leirflög, en umhverfis þau flest er grösugt sem á vel ræktuðu túni. Annars gat ég ekki veðurs vegna kannað þetta svæði eins og hugur minn stóð til. A miðvikudagsmorguninn var allmikil hríð, þegar við komum á fætur. Var nú ekki um annað að gera en halda kyrru fyrir fram eftir degi og sjá hverju fram yndi. Um hádegið fór að rofa til, en þoka var í lofti og hríðarslitringur. Við ákváðum þá fjórir að ganga austur á Þeistareykjabungu og kæra okkur kollótta, hverju fram færi um veðrið. Okkur langaði til að skoða eldstöðvarnar þar, bunguna sjálfa og Vítin tvö sunnan- vert í henni. Þeir, sem lögðu í gönguferðina voru auk mín, Ingvi, Einar og Páll. Hinum var boðið að halda áfram kortagerð niðri á heiðarflatanum, ef upp stytti og snjóinn leysti. Austur á Þeistareykjabungu, sem er gosdyngja mikil fyrirferðar, er um klukkustundar gangur í bjartviðri og góðu færi. Farið er upp frá skálanum um Bóndhóls- skarð, sem skilur milli Bæjarfjalls og Ketilfjalls. Niður um skarðið hefur hraunelfur runnið niður á heiðina austan frá bungunni. Þegar kemur austur úr skarðinu hækkar landið jafnt og þétt í áttina að bungunni. Er landið allt þakið hrauni, sem að mestu er vaxið sam- felldum móagróðri, en ekki er brattinn mikill. Víða í móum þessum er mikill fléttugróður, sem eykst þegar landið hækkar. Svo má kalla, að þar sé greiðfært í björtu veðri og auðri jörð. Þegar við komum austur úr skarðinu var enn kol- dimmt af þoku, en úrkoma var lítil og hægviðri. Við tókum stefnuna eftir því sem við hugðum réttast í átt á Stóravíti, og studdumst við nokkur vörðubrot, sem við álitum, eins og rétt reyndist, ættu að vísa leið þangað. Fremur sóttist okkur ferðin seint. Við vorum Hriðarmorgunn á Þeistareykjum. mikið klæddir í regnfötum og þungum göngustígvél- um, og auk þess var þæfingsfærð. Oðruhverju stað- næmdumst við, til þess að glöggva okkur á stefnunni og sópa ofan af gróðrinum, til þess að við gætum gert okkur nokkra grein fyrir aðalgróðurlendinu, og hvort um nokkra verulega gróðurbreytingu væri að ræða frá því sem við áður höfðum kynnt okkur. Þótt krafstrar þessir væru ekki stórir, reyndust þeir svara tilgangi sín- um. Þegar komið var um miðja vegu austur að Víti tók að rofa til. Sáum við þá til hraungarðsins, sem liggur vestan að Vítunum og norður á Þeistareykjabungu og suður til Þórunnarfjalla, sem virtust þakin djúpum snjó. Greikkuðum við nú heldur sporið, enda leið ekki á löngu áður en við stóðum á Vítisbarmi. Stóravíti er mikill eldgígur, sem liggur í toppi lágrar dyngju, sem er sunnan í Þeistareykjabungu. Gígurinn er sagður vera allt að 1000 metrar að þvermáli, nokkurn veginn kringlóttur, víðast með þverhníptum hömrum í veggjum og um 100 metra djúpur. Sums staðar í veggjum hans eru þó stórgrýttar urðarskriður, sem fært er að fara niður. Þar sem við stóðum var gígbarm- urinn að mestu úr stórgrýti, og umhverfis hann er víða stráð stórum björgum, sem kastast hafa upp úr gígnum við lokasprengingu gossins. Heldur var kuldalegt um að litast þarna. Kolsvartir hamrar og snævi þaktar skriðurnar innan í gígnum, og urðin umhverfis okkur. Tekið var ögn að hvessa, og gnauðaði vindurinn óhugnanlega í gígbörmunum. Þótt frostið væri ekki mikið, var það nóg til þess, að fljótt setti að okkur, þegar við námum staðar, enda heitir af göngunni. Við höfðum því skamma viðdvöl á Vítis- barmi. Ingvi og Einar leggja lykkju á leið sína suður að Litlavíti, sem er nokkru sunnar, sá gígur er minni um sig en Stóravíti, en að ýmsu leyti enn hrikalegri og sérkennilegri. Við Páll höldum hinsvegar norður eftir í áttina til Þeistareykjabungu. Við förum rólega, því að við ætlumst til að hinir nái okkur. Færðin er nú hin versta. Hér uppi í bungunni er snjórinn í kálfa og meira í lautum. Landið er nú lítt gróið, en þýft og grýtt, við Heima er bezt 139'

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.