Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 24

Heima er bezt - 01.04.1965, Síða 24
rösum oft í spori og tökum að þreytast. Bót er nú í máli að stöðugt birtir, en um leið kólnar í veðri. Þegar við náum hábungunni má heita að komið sé gott skyggni, þykir okkur nú heldur vænkast hagur okkar, því að útsýni er vítt af bungunni, og með hjálp loft- myndanna er nú sæmilega gott að átta sig, þrátt fyrir snjóinn. Var því gönguferð okkar til verulegra nota, og höfðum við þó ekki vænzt mikils af henni í þá átt, þeg- ar af stað var lagt. Eg býst við, að þér lesandi góður þyki það skrýtið gaman, að leggja það á sig að kafa nýsnævi í hríðar- veðri uppi á reginheiðum. En þá skilur þú ekki við- horf okkar útilegumannanna. Það er að vísu þreytandi að ganga svo til lengdar, en miklu þreytir það mann meira að sitja aðgerðarlaus í áfangastað, jafnvel þótt eins vel fari um mann og í Þeistareykjaskála. Og svo er aldrei að vita, nema að eins takist til og nú, að ferð- in verði að verulegum notum. Tilveran heima í skála undir slíkum kringumstæðum er svo frámunalega ein- hæf og tilgangslaus, þótt reynt sé áð stytta sér stundir með spilamennsku og gamanhjali, og kaffið sé stöðugt rjúkandi á katlinum. Mig hafði lengi langað til að skoða verksummerki jarðeldanna á Þeistareykjabungu, og ráðið það við mig að fara þangað, áður en lagt var í þessa ferð. Ef til vill réð sá ákafi minn nokkru um það, að við félagarnir lögðum í þessa gönguför, en að vísu fýsti okkur alla að sjá þessi furðusmíði. Og nú fengum við ekki ein- ungis skoðað gígana, heldur fengum við að lokum gott útsýni og gátum unnið nokkuð af ætlunarverki okkar. meðan við staðnæmumst á hábungunni, gera félagar mínir athuganir sínar, en ég skoða mig um. Gígurinn í Bungunni er líkur Víti, nema hann er af- langur og ekki eins hömróttur og allmiklu grynnri. Víðsýni er hér mikið enda rís Bungan hæst fjalla á víðáttumikilli sléttu, sem að vísu einstök fell og fjöll standa upp úr. Þar blasa við öll heiðalöndin sunnan frá Gæsafjöllum og niður um Kelduhverfi og allt undir- lendi milli Axarfjarðarfjalla og Tjörness og norður um Rauðanúp á Sléttu og í haf út. Skammt austur af Bung- unni er Gjástykki, allt sundur höggvið af gínandi sprungum, og blasa gjáveggirnir hvarvetna við. Alsnjóa er um allt hálendið og norður undir byggð, svo að okkur er þegar ljóst, að þýðingarlaust sé að halda áfram kortagerð um afrétt Keldhverfinga, nema snögglega skipist veður í lofti og bregði til þíðviðris. Eftir að hafa satt forvitni okkar þar uppi á Bungunni snúum við heimleiðis. Við tökum stefnuna miklu norðar en fyrr, eða norðan við Ketilfjall. Hér er mislendara og ósléttara undir fæti en var á leiðinni austur. Við erum líka teknir að þreytast. Þegar við komum á hálsinn norður af Ketilfjallinu, sjáum við okkur til ánægju, að öll megin Reykjaheiðin er nú orðin snjólaus að kalla, svo víst má kalla, að félagar okkar hafi lokið ætlunar- verki sínu. Deginum var borgið, þótt illa liti út að morgni. Föstudagsmorgunn. Ég vakna um sexleytið. Storm- ur hvín á þaki og dimmt er í glugga og kalt í skálan- um. Ég skreiðist upp úr pokanum og gái til veðurs. Þegar ég opna dyrnar, gýs ísköld hríðarstrokan í fang mér, og ég sýp hveljur. Svo mikill er fannburðurinn, að naumast grillir í gömlu sæluhúskofana og hríðinni fylgir frost og skafrenningur. Ég loka í skyndi. Félagar mínir hafa ekki rumskazt, svo að ég skríð sem fljótast niður í glóðvolgan svefnpokann og reyni að sofna að nýju. Það er ljóst að annað verður ekki gert í dag, en að reyna að brjótast til byggða, ef það er þá ekki þegar orðið ófært, og við snjóaðir inni. Skárra er það nú veðr- ið í ágústmánuði. Menn voru ekki alltof skjótir í hreyfingum við að komast úr pokunum þennan morgun. Enda var ekkert sem rak á eftir. Veðrinu var þó heldur tekið að slota en vafasamt þó, hvort fært væri að brjótast til byggða. Að loknum morgunverði tókum við samt þá ákvörð- un að reyna að komast burt, hvað sem á dyndi. Þegar heimferðin var ráðin voru skjót handtök. Fyrst var að losa bílana úr sköflunum og draga síðan annan jeppann í gang, en hann var farinn að sýna smávegis óþægð á morgnana. Því næst var að ganga frá öllum farangri og gera skálann hreinan. Minna var naumast unnt að gjalda fyrir ágætan gististað en að skila honum sómasamlega hreinum í hendur þeirra, er næstir kæmu. Loks vorum við ferðbúnir nokkru fyrir hádegi. Við leggjum af stað. Ferðin gengur greiðlega niður túngrundina, en þegar við túnjaðarinn gamla mæta okkur fyrstu erfiðleikarnir, snjóskaflar, sem jepparnir ráða ekki við. Þá þótti sýnt, að trukkurinn yrði að vera í fararbroddi og brjóta jeppunum leið. En Páll stjórnar trukknum, sem hann vill víst láta mig kalla „Weapon“, og ég er farþegi hjá honum eins og fyrri daginn. Skemmst er frá því að segja, að nú hófst stanz- laus barátta við að brjótast gegnum ófærðina, sem stóð nær sex klukkustundir. Allillt þótti okkur að komast norður á Reykjaheiðarveginn, en ókunnugleild okkar réð því, að við völdum þar lakari kostinn, og héldum áfram stytztu leiðina til Húsavíkur, I stað þess að leita austur í Kelduhverfi og fara umhverfis Tjörnes. En þótt ófærð hefði verið alla leiðina tók fyrst steininn úr, þegar kom niður að Höskuldsvatni og yfir Grjótháls- inn. Nú var orðið frostlaust og slydda í stað hríðar, en það gerði færið enn verra, því að snjórinn hnoðaðist framan undir bílana, svo að hvað eftir annað varð að draga jeppana og oft um langan veg á spih „Weapons- ins“, sem alltaf fór á undan. Þótt enginn lægi á liði sínu, nema ég, lenti þó miklu mest af erfiðinu á Páli. Ég gat ekki annað en dáðst að leiftursnöggum hreyfingum hans, viðbragðsflýti og knálegum handtökum, en jafnframt lifandi aðgát á, hvar helzt væri að finna skárstu leiðina, stundum á veg- inum, en eins oft þó utan hans. Hann og bíllinn voru sem samgrónir, og samanbitnar varir hans sýndu að ekki yrði undan látið, hvað sem á gengi. Og mér varð hugsað til þess, að þessi vasklegi strákur væri einn þeirra unglinga, sem um helgar yndi við dans og gleðskap á 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.