Heima er bezt - 01.04.1965, Page 37

Heima er bezt - 01.04.1965, Page 37
— Nei, ætli ég verði ekki að fyrirgefa þér, fyrst ég hef húsbóndavaldið í dag, en þetta gerir þú ekki aftur. — Nehei! sagði Hanna af mikilli sannfæringu. — Þetta geri ég aldrei aftur, því lofa ég. XIII. Hegningin afplánuð. Hanna María rölti með hendurnar á kafi í buxnavös- unum upp hólmann á eftir Áka. Hann hafði ekki sagt stakt orð við hana alla leiðina, róið einn og blístrað fjörugan lagstúf og látið eins og hann sæi hana ekki í bátnum. — Skollinn hafi þig og ykkur öll, tautaði Hanna í hálfum hljóðum og kreppti hnefana svo fast, að negl- urnar skárust inn í lófana. Já, þá mundi hún allt í einu hvað frúin í heimabænum hafði sagt. Þær Sonja höfðu fengið mjólk og brauð hjá henni, og allt í einu sagði mamma Sonju hvasst, að hún ætti að fara fram og þvo sér um hendurnar, áður en hún settist til borðs. Hún hafði talað til Sonju, en horft á litlu mórauðu hend- urnar á Hönnu, sem óneitanlega voru ekki vel hreinar og með ljóta rönd undir hverri nögl. Hanna hafði eld- roðnað og misst alla matarlyst. Hver biti þvældist lengi upp í henni áður en hún kom honum niður, og þeirri stundu hafði hún verið fegnust, er hún gat sloppið út eftir að hafa stunið upp þakklæti fyrir mjólkina. Hún yrði að muna eftir að klippa neglurnar eins hátt upp og hún gæti strax í kvöld. Állt í einu nam Áki staðar og sneri sér að Hönnu. Hún beið niðurlút eftir að hann segði eitthvað, en þeg- ar hann gaf ekkert hljóð frá sér leit hún upp. Um var- ir Áka lék glettnislegt bros, hann virti Hönnu vandlega fyrir sér og loks skellti hann upp úr. — Ertu orðinn alveg vitlaus? sagði Hanna móðguð. Hún sá enga ástæðu til hláturs hans, nema ef eitthvað væri athugavert við útlit hennar sjálfrar. Áki settist niður og greip í hendur hennar og lét hana setjast á þúfu á móti sér. — Jæja, nú er komið að þér að fræða mig um allt sem að æðarvarpi lýtur, sagði hann og hætti að hlæja. — Hvað viltu vita? sagði hún. — Allt mögulegt, heyrðu annars, við skulum rölta héma um hólmann á meðan, það verður betra. Hann stökk á fætur og kippti henni með sér. — Þama er sú fyrsta sem verpti í þessum hólma, sagði hann er þau komu að hreiðri sem gömul kolla sat óbifanleg á. — Hún hlýtur að fara að unga út, — hvað tekur það annars langan tíma? Hanna hló að fáfræði hans, og nú fór henni að verða léttara um mál. Áður en þau höfðu lokið hringferð sinni um hólmann, var hún orðin eins og hún átti að sér, spjallaði um alla heima og geima, spurði og svaraði spurningum á víxl. Að lokum reri Áki yfir að einum hólmanum þeirra afa, svo Hanna gæti sýnt honum gömlu kofatóftirnar, þar sem tjaldið var alltaf reist, þeg- ar verið var að heyja eyjarnar. Þau hlupu í spretti upp að grasigrónum tóftarbrot- unum. Áki settist á vegginn þar sem hann var hæstur. Og allt í einu sagði hann: — Heyrðu nú, Hanna María, nú datt mér ofurlítið í hug. Ættum við ekki að byggja hér kofa aftur? — Æ-jú! hrópaði hún, það skulum við gera, — en kannt þú að byggja hús? — Ne-i, ekki kann ég það nú, en samt held ég að það megi takast, — ekki sízt ef þeir Skúli og Benni vildu hjálpa til, — en þeir nenna því varla, bætti hann við. — Allt í lagi þó þeir nenni því ekki, ég skal fá afa til að hjálpa okkur, sagði Hanna áköf og ljómaði öll í framan. Allar sorgir voru gleymdar, og lífið fullt af fyrirheitum á ný. Hún hoppaði niður að bátnum og var þegar tekin að byggja kofann í huganum, en Áki geklt rólegur á eftir með hendur í vösum og blístraði lagstúf sem hon- um hafði allt í einu dottið í hug. — Má ég róa líka? spurði Hanna, sem mundi nú allt í einu, að hún átti að taka út refsingu, en ekld að skemmta sér. — Ætli það ekki, svaraði Áki brosandi. — Og nú er- um við kvitt og vinir á ný, ekki satt? — Jú, jú, tautaði Hanna allshugar fegin. Heppin var hún, að það var ekki Jón bóndi sem dæmdi í máli henn- ar. Þá hefði refsingin eflaust orðið á annan veg — og líklega verri. XIV. Fjallgangan. Sunnudagurinn var hvíldardagur hjá eldra fólkinu, en unga kynslóðin hélt til fjalls skömmu eftir hádegi. Nú átti að njóta útsýnisins af Bæjarfellinu í þessu ynd- islega veðri. Þau voru sjö saman. í fyrstu hafði ekki ætlað að ganga vel að fá fararleyfi fyrir Sonju. Móður hennar þótti hún alltof ung til að fara þessa vitleysu, eins og hún komst að orði, en Sonja skældi og sagði, að afi hefði strax sagt já við Hönnu, þegar hún hefði beðið hann, og Ninna lofaði að líta ekki af henni augum, og þá loks lét móðir þeirra undan. Ninnu sagði hún, að sér væri ekki um, að Hanna María og Sonja væru mikið einsamlar. Það mætti guð einn vita, hvað þessu barni þarna í kotbænum gæti dottið í hug. Uppeldið á henni væri bókstaflega verra en ekki neitt, hún réði víst gerð- um sínum að mestu sjálf. Ninna reyndi að milda hug móður sinnar í garð Heima er bezt 153

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.