Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 6
Óskar Karlsson. sinni og fegurð samfara breyttum tímum. Þjóðvegurinn lá áður gegnum hlaðið, en nú skammt fyrir neðan bæ- ina. Er fallegt heim að horfa til beggja heimilanna og þar gott að koma. Skugga bar yfir Geithella haustið 1949. Fóstursonur hjónanna, Óskar Karlsson, hverfur af leiksviði lífsins á sviplegan hátt. Bróðursonur Guðnýjar, 29 ára gamall piltur, sem líklegur var til að taka þarna við. Atvi'k voru þau, að Þorfinnur þurfti að bregða sér til Hornafjarð- ar, og tók sú ferð tvo daga eins og þá var samgöngum háttað. Pilturinn var heima við bústörfin, og talar um að víkja nokkrum kindum inn í dalinn, inn fyrir beit- arhús, sem þar eru. Þetta er árdegis, en svo líður dagur- inn til kvölds, að Óskar kemur ekki heim. Er þá símað til Hornafjarðar hvernig ástatt er. Þorfinnur bregzt við og kemur heim um nóttina. Menn úr allri sveitinni hefja leit næsta dag, inn dalinn, út með firðinum og meðfram ánni, en ekkert finnst. Léit er haldið áfram næsta dae og þann þriðja. Þá finnst pilturinn ekki all-langt frá beit- arhúsunum. Þar hafði hann lagzt fyrir í grasi vaxinni laut og lagt húfu sína yfir andlitið, en það gerðu menn oft, ef þeir vildu sofna úti, til dæmis á ferðalögum. Hann var örendur, — bráðkvaddur. Hér var mikill harmur kveðinn af Geithellahjónun- um. Hinn væntanlegi arftaki og bóndaefni var horfinn af þessum heimi, og uppeldisdóttir þeirra þá burtflutt. Vinir þeirra og sveitungar ræddu um, hvað þau mundu af ráða, er svo var komið. Þeir kviðu fyrir, að þau kynnu að fara suður. Það var þá, og er enn, böl hinna dreifðu byggða, þessi nútíma suðurganga. Svipar mjög til Vesturheimsferðanna urn og fyrir síðustu aldamót. Að vísu ekki eins sárt og þá, því að nú er Fjallkonan ekki alveg yfirgefin. Við, sem þá vorum að ná þroska, munum sársaukann, sem því fylgdi, er fátækir grannar kvöddu fólk og fold. En bezt munum við kvæðið góða Guðmundar skálds á Sandi, er kveðið var aldamótaárið 1900. — Bréf til vin- ar míns—, er byrjar svo: Ertu á förum elsku vinur, — og síðan: Ætlarðu að glata ánum þínum o. s. frv. Kvæð- ið er 11 erindi með snilldarbrag efnis og ríms, svo ekki er gott að gleyma. Það var herhvöt til okkar, sem áttum að byggja landið og brýning til þeirra, sem kynni að detta annað í hug. En Þorfinnur þurfti engrar brýningar við. Hann ætlaði ekki að glata ánum sínum, en tók baming ein- yrkjans með samþykki konu sinnar, og hvomgt þeirra vildi minnka búið, heldur berjast til þrautar, með hjálp þeirra tækja, sem nýir tímar vísuðu til, og hjálp góðra granna, ef mikils þyrfti við. Síðan hafa árin liðið, eitt tekið við af öðm. Að vísu góð ár hvað tíðarfar snertir. Og alltaf hefur Þorfinnur haft mest innlegg sauðfjárafurða hjá Kaupfélagi Bera- fjarðar. Túnin hafa stækkað. Hlöður og fjárhús verið byggð, nýjar vélar verið keyptar o. s. frv. Hafi bóndi í sveitinni orðið heylítill af ófyrirsjáan- legum ástæðum, þá hefur Þorfinnur bætt kindum hans á hús sín og hey. Hann stýrir sjálfur heimilisbílnum og vinnuvélum, þótt miðaldra væri, er þessi tæki komu til sögunnar. Hann hefur ekki á skóla gengið, nema barna- skólann, en verið góður nemandi í skóla daglegs lífs, starfs og strits. Þorfinnur nýtur trausts sveitunga sinna, sem hafa kosið hann oddvita hreppsnefndar og sýslunefndar- mann. Hann er félagslyndur og átti mikinn þátt í stofn- un kaupfélagsins, sem keypti eignir hinnar gömlu verzl- unar Örum og Wulff á Djúpavogi. Einnig var hann fyrsti formaður útgerðarfélagsins Búlandstindur, sem gert hefur út tindana, Sunnutind og Mánatind. Hann vill af alefli styðja allt er tiL hagsbóta horfir landbún- aðinum og hinum dreifðu byggðum. Er líka maður, sem vekur traust þess, sem sér hann og tekur tali, þótt margir beri hærra við himin en hann. Eflaust hefur hann bæði kosti og galla eins og við öll, en bezt finnst mér honum lýst með þessari stuttu setningu: Svona eiga bændur að vera. BRÉFASKIPTI Einar Gunnarsson, Hótel Fornahvammi, Norðurárdal, Mýrasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 8—9 ára. Mynd fylgi. Helga Ingibjörg Ingólfsdóttir, Neðri-Rauðalæk, Þelamörk, Eyf., og Guðveig Sigriður Búadóttir, Bústöðum, Hörgárdal, Eyf., óska eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.