Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 7
HOLMGEIR ÞORSTEINSSON: Hreppstjórinn á Strjúgsá Nf ítjÁnda öldin gekk í garð með ömurlegum at- burðum á landi hér, einkum fyrir Norðlend- inga. Á fyrsta ári aldarinnar voru þeir sviptir bæði biskupsstóli og latínuskóla á Hólum, sem verið hafði stolt þeirra og styrkur um aldir. Þeir voru þessu því mjög mótfallnir. En gegn einræðinu danska, fengu þeir ekki rönd við reist. Náttúruöflin voni þó ennþá miskunnarlausari í garð lífsafkomu þeirra, svo nærri lá mannfelli. Upp úr miðjum vetri 1801, gerði veðurofsa með stór- hríðum og frosthörku dag eftir dag. Snemma í marz- mánuði brast á voðaveður með hörku stórhríðum um land allt. Rak þá mikinn hafís að landi og fyllti alla firði norðan og vestanlands. í þessu voðaveðri urðu skipstapar og mannskaðar víða um land, og urðu marg- ir til á ferðalagi, jafnvel í byggð. Þegar voðaveðrið í marzmánuði geisaði yfir landið, nísti hrörleg bæjarhúsin og fyllti hugi hrellingu, lá í hóli sínu ársgamall sveinn í kaldri og hrörlegri bað- stofunni í Teigakoti í Skagafirði. Móðir hans reyndi að hlúa að honum með fátæklegum rúmfatnaðinum, með þá brennandi en óræðu spurningu í huga: Lifir hann jiessar hörmungar af? Sjálf hafði hún reynt það, að vera nær því að missa lífið vegna afleiðinga náttúru- hamfara. Hvað bíður svo þessa ómálga sveins, sem norð- an stórhríðin öskrar nú yfir, sín ömuriegu vögguljóð? Ekkert svar. Sveinn þessi hét Jón og var sonur hjónanna í Teiga- koti, fæddur 14. marz 1800. Faðir hans, Gísli bóndi í Teigakoti, var fæddur 1765, dáinn 1829, sonur Jóns bónda í Kolgröf og síðar Nautabúi og konu hans Rósu Ólafsdóttur frá Valadal. Foreldrar Jóns á Nautabúi voru Þorkell bóndi á Eyvindarstöðum í Blöndudal og kona hans Guðríður jónsdóttir. Foreldrar Þorkells voru: Björn lögsagnari á Guðlaugsstöðum og kona hans Ólöf Sigurðardóttir. Foreldrar Björns lögsagnara voru: Séra Þorleifur prestur að Blöndudalshólum, Ólafsson og kona hans Þórunn Kortsdóttir Þormóðssonar. Þór- unn var systir Þorleifs lögmanns Kortssonar. Elín, kona Gísla í Teigakoti, var dóttir Einars bónda Jónssonar á Skottastöðum í Svartárdal í Húnavatns- sýslu. Hún var fædd á Stafni í Svartárdal 1765: Elín Einarsdóttir var um tvítusjt er Móðuharðindin dundu yfir á árunum 1783—1785. Surfu liarðindi þessi þá svo hart að mönnum að fjöldi bænda flosnuðu upp frá bú- um sínum og allur bústofn þeirra gjörfallinn. Létu margir þá lífið af bjargarskorti. Einn þeirra bænda, er upp flosnuðu þá, var Einar á Skottastöðum. Varð það úrræði hans, sem margra fleiri, að yfirgefa heimili sitt og fara á vergang, og freista þess að fá lífi sínu borgið á þann hátt. Sama varð og hlutskipti Elínar dóttur hans. Úr Svartárdalnum leitaði hún austur á bóginn til Skaga- fjarðar, en þar var hún öllum mönnum ókunnug og þekkti engan bæ. Af einhverri tilviljun — eða máske vegna leiðsögu örlagadísa sinna, lenti hún einn dag göngu sinnar að Nautabúi í Skagafirði. Var hún þá orð- in svo örmagna af hungri, þreytu og vosbúð að hún komst ekki heim að bænum, en hné niður við túngarð- inn. Bjóst hún þá við að síðasta stund sín væri komin. En svo varð þó eigi, því lengra líf var henni ætlað. Ein- hver af heimamönnum varð hennar var og var hún studd eða borin heim í bæinn. Þá bjuggu á Nautabúi hjónin Jón Þorkelsson og Rósa Ólafsdóttir. Skutu þau skjólshúsi yfir Elínu og hlynnti húsfreyjan að henni eftir beztu getu. Elín var að upp- lagi hraustbyggð og tápmikil og hresstist því brátt og komst til fullrar heilsu. Hún var vinnugefin og laghent og féll vel á með þeim húsfreyju. Talaðist svo til, að Elín yrði kyrr hjá þeim hjónum. Gísli sonur þeirra Nautabúshjóna var þá orðinn fulltíða maður, og voru þau mjög jafnaldra hann og Elín. Kom þar brátt, að þau felldu hugi saman og giftust árið 1790. Jón Þorkelsson á Nautabúi andaðist 1785. Hélt ekkjan áfram búskap, með tilstyrk Gísla sonar síns, þar til hann fékk til ábúðar einhvern hluta jarðarinnar 1790, og bjó þar eitt ár, en fluttist þá búferlum að Teigakoti, þar sem hann bjó til æviloka 1829. Rósa Ólafsdóttir, móðir Gísla, brá búi 1796, og flutt- ist að Teigakoti til sonar síns og tengdadóttur. Hjá þeim dvaldi hún til æviloka. Hún andaðist 1824, þá talin 103 ára. Teigakot var hjáleiga frá Lýtingsstöðum og fremur rýr bújörð. Gísli og Elín voru efnalítil, en komust sæmi- lega af. Þau eignuðust 7 börn, og komust fjögur þeirra til fullorðins ára, en þau voru þessi: 1. Guðrún Gísladóttir, fædd á Nautabúi 19. janúar Heima er bezt 519

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.