Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 28
í júlíblaðinu spurði ég um ljóð, sem byrjar þannig: „Vertu sæll, ég kveð þig kæri vinur.“ Nú hafa tveir ágætir lesendur Dægurlagaþáttarins sent mér bréf og afrit af þessu litla ljóði, en um höf- und ljóðsins veit ég ekki. Annað bréfið er frá Stínu, en hitt bréfið er frá Eimii norðlenzkri, sem ekki vill láta nafns síns getið. Dægurlagaþátturinn er ekki vanur að birta úr bréf- um annað en það, sem beinlínis snertir ljóðin, sem um er rætt, en hlýleg orð og lof um þáttinn látið niður falla. En ég vil nú aðeins bregða út af þessari reglu og birta hér kafla úr bréfi frá Stínu. Hún byrjar bréfið þannig: „Elskulegi þáttur. Allra fyrst vil ég þakka öll þau ágætu Ijóð, sem í þættinum hafa birtzt.“ Því næst nefnir hún nokkur gömul dægur- ljóð, sem hún óskar að fá birt. Síðar í bréfinu segir hún svo: „Ég er afskaplega hrifin af „M fóstbræðruma, þótt undarlegt kunni að virðast, þar sem ég er aðeins 17 ára, en ég elska náttúrlega Bítlana líka og allt það.a Þetta segir hin ágæta unga blómarós, sem er aðeins 17 ára. Ég held, að þessi unga stúlka sé ágætur fulltrúi ung- menna á hennar aldursskeiði. Unga fólkið, sem elskar Bítlana og allt það, er líka hrifið af fallegum lögum og léttum ljóðum og lögum, sem lifað hafa og lifa enn á vörum fólksins og skemmta enn bæði ungum og göml- um. Og hér birtist þá ljóðið Vertu sæll, ég kveð þig kæri vinur. En norðlenzka ungfrúin heldur að það heiti VEGIR ÁSTARINNAR Vertu sæll, ég kveð þig kæri vinur, klökk af þrá, ég bið þig: gleym þú mér. Vertu sæll, við sjáumst aldrei, aldrei aftur á ný og ást mín er horfin með þér. Ég aldrei framar elska mun neinn annan eilíf þrá í huga mínum er. Ó, vertu sæll um eilífð, elsku vinur, og ást mín er horfin með þér. Þegar sól er sezt á bak við fjöllin sérhvert ltvöld, þá hugsa ég til þín. Minningin hún lifir, þó að annað hverfi mér allt. Það eina er huggunin mín. Kveðju mína kvöldsólin þér færi, kossinn minn í geislum hennar er. Ó, vertu sæll um eilífð, elsku vinur, og ást mín er horfin með þér. 340 Heima er bezt Að lokum eru hér þrjú lítil ljóð, sem beðið hefur ver- ið um í bréfum: 1. LÝSTU HANS VEG, KÆRA SÓL Höfundur Ijóðsins er Jón Sigurðsson, en lagið er enskt: „Please Mr. Sun.a Lýstu hans veg, kæra sól. Lát hvert spor, er hann stígur á leiðinni heim vera létt, mildi blær. Stilltu þig nú stóri sær, stattu kyrr, óði vindur, og gamli máni enn ertu alltaf skær. Löng er orðin leið lengi ein ég beið hans, sem heitast þráði ég og hjarta mitt alltaf sveið. Svæfðu hann vært, ljúfa lind, Ijáðu honum skjól, græni skógur, og lýstu honum veginn til mín heim, kæra sól. 2. ENNÞÁ ER RÓSIN RAUÐ Herdís Guðmundsdóttir, Siglufirði, gerði þetta ljóð \ ið hið fallega lag „Roses are red.a Ég horfi inn í horfna glóð, hugur minn berst til þín. Kvöldin svo kyrr og hljóð, komst þú til mín. Viðlag: Æskunnar rauða rós roði vanga þinn. Geislandi lokka Ijós — það ljós, þér lék um kinn. Augun þín blá og blíð blik þeirra vermdi mig. Ennþá og alla tíð elska ég þig. Æskunnar rauða rós o. s. frv. Að ástum okkar þá ógæfan napurt hló. Von okkar veik og heit hún varð þó til en dó. Kvöldumst í kvöldsins ró kveðjan var báðum sár.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.