Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 29
Brosið þitt gott og glatt skein gegnum tár. Æskunnar rauða rós o. s. frv. 3. ALLIR ELSKA EINHVERN Ljóðið er eftir Ómar Ragnarsson, ort undir laginu „Every-body loves some-body.“ Allir elska einhvern, einhvern tíma Allir elska einhvern á sinn hátt. Astin, hún er eilíf glíma við innri vanmátt. Allir reyna að leggja sig í líma að lifa í þeirri sælu, er þeir þrá. Kærleiksvana í villu og svíma oft vaða menn þá. Ast mín líkist ólgandi sævi, sem ólmast, — litla stúlka, — þér við barm. Dag hvern, hverja stund, alla ævi. Yfirstíga mun hún gleði og harm. AUir elska einhvern, einhvers staðar. Ég elslca þig svo heitt — en hvað um þigr Slái nú þitt hjarta hraðar, þá hefur þú mig. Ást mín líkist o. s. frv. Allir elska einhvern einhvern tíma. Að elska og vera elskuð þarfnast þú. Afhverju þá einmana að híma? Hér er ég — kom nú. Fleiri Ijóð birtast ekki að sinni. Stefán Jónsson. Þegar Skjalda fór í pyttinn Framhald af bls. 326. -------------------------------- engar hættur voru í nánd. Og nú hélt ég áfram við mitt verk, unz því var lokið, þó síðar yrði en ég hafði áætlað. Þegar ég kom heim á Selhólinn voru krakkarnir komnir þangað og hafði þá húsmóðirin á þessum litla bæ tilreitt veizluborð, sem ég hlaut að setjast að, þó ekki væri til annars en að gleðja þessi elskulegu ungmenni. Um Skjöldu skal þess getið að hún lifði í mörg ár eftir þetta, var nytsöm fyrir sitt heimili og fallegasta skepna að ytri sýn. Ymsum mun sjálfsagt finnast að hér sé frá hversdags- legum viðburði sagt, og víst er um það að mörg bú- mannsraunin og mörg skepnan lætur lífið fyrir það að hjálp er hvergi nærri. En kjarkur og hetjudáð þessara ungmenna við hið framanskráða björgunarstarf, hefur mér aldrei úr minni liðið og þess vegna er þessi þáttur til orðinn. Frá Þórshöfn á Langanesi Framhald af bls. 329. ---------------------------- Einstakt verður að telja það, hvað Halldór Benedikts- son lagði mikið á sig, til að taka þátt í þessu starfi. Að deginum vann hann öll sín verk við búið heima. En er komið var kvöld, og hann hafði lokið öllum sínum verk- um, tók hann hest sinn og reið til Þórshafnar, til að taka þátt í æfingum, og til að leika eftir að æfingum var lokið. Eftir skemmtunina fór hann heim að nótt- inni, til að geta annast bústörfin næsta dag. Þetta gerði hann mörg ár af áhuga einum saman, en án endurgjalds, nema ánægjunnar af því að geta tekið þátt í þessari starfsemi. Slíkt og annað eins mun ekki þekkjast nú á dögum, þegar allt er metið og miðað við peninga. Bróð- ursonur Halldórs er Benedikt Árnason, sem nú er þekkt- ur leikari við Þjóðleikhúsið. Það skal tekið fram, að hér hafa ekki verið nefndir með nafni nema örfáir af þeim sem tóku þátt í leik- starfseminni á þessum árum. Um þessar mundir og næstu árin voru leikin fjölda mörg leikrit, ýmist stuttir einþáttungar eða stærri og veigameiri leikrit, sem mikill vandi er að sviðsetja. Skulu hér nokkur þeirra nefnd: „Varaskeifan“, „Nei- ið“, „Hermannaglettur“, „Frá Kaupmannahöfn til Ár- ósa“, „Hanagalið“ og „Háa-C-ið“. — Svo var „Skugga- Sveinn“ tekinn fyrir og leikinn í annað sinn veturinn 1917—18 (Frostaveturinn), og „Galdra-Loftur“ nokkru síðar, auk nokkurra fleiri leikrita. Ég hefi tekið saman þennan stutta þátt til þess að sýna hverju hægt er að koma í framkvæmd til upp- byggingar og skemmtunar í dreifbýlinu í litlu sveitar- félagi og litlu sjávarþorpi. Þegar góður vilji er fyrir hendi, er ekki sífellt verið að hugsa um það, að hafa sem mest „upp úr“ hverju fyrirtæki, heldur er hitt haft í huga, sem getur orðið til sem mestrar nytsemdar og skemmtunar. Nú á tímum er þetta allt orðið breytt eins og annað. Nú vill enginn leggja neitt á sig, hvorki snúa hendi né fæti, nema fyrir fyllsta kaup. Þetta er mikil afturför. Mér hefur ætíð fundist skemmtilegast og bezt að vinna þau verk, sem ég hefi unnið af áhuga einum saman, enda þótt ég hafi ekki fengið fyrir vinnuna og fyrir- höfnina einn einasta eyri. En slíkur hugsunarháttur þekkist varla nú á dögum og þykir gamaldags og „púka- legur“. En það er nú önnur saga. Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.