Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 23
Skálar. — Gamall útgerðarstaður.
Börn borin (þ. e. fædd) á bjarndýrsfeldi.
Einu sinni snemma vetrar lagði hafís mildnn að Langa-
nesi, og komu mörg bjarndýr á land með honum. Einn
bær var þar afskekktur á nesinu, en lá þó mjög vel við
sjávarútvegi og trjáreka. — Þaðan kom enginn maður
hvorki til kirkju eða annarra bæja, frá því á jólaföstu
og fram að miðjum vetri, og hugðu menn, að bjarndýrin
hefðu orðið heimilisfólkinu að skaða.
Unglingsmaður var þar í sveitinni 18 ára gamall,
smiður góður, röskur og hugaður. Hann smíðaði sér
lagvopn mikið og fór svo kvöld eitt í tunglsljósi að
vitja bæjarins. Var þetta hér um bil á miðjum þorra.
Þegar hann kom að bænum, var þar allt brotið og bælt.
Hann fann blóðuga fataræflana af fólkinu hér og þar.
Líka var fjósið brotið upp og kýrnar uppétnar. Seinast
hvarflaði hann upp á dyraloftið. Var þar allt óbrotið,
og einnig stigi, sem upp á það lá. Hann litaðist um og
horfði út um loftsgluggann. Sá hann þá hvar bjarndýra-
hópur kom neðan frá sjó. Hafði hann á þeim tölu og
voru þau 18. Eitt fór á undan og var það langstærst og
rauðkinnótt.
Það var fljótt mannsins vart á lyktinni og hljóp með
mikilli grimmd upp stigann, og ætlaði að slá til manns-
ins með hramminum, en hann lagði það undir bóginn
í hjartastað, og var það bani dýrsins. Síðan drap hann
12 önnur dýr þarna í stiganum. Sneru hin þá undan og
litu ekki við manninum, þó hann egndi þau upp á sig,
og veitti þeim eftirför. Síðan fékk hann menn af næstu
bæjum til að gera dýrin til. Mælt er, að hann hafi reist
bú á jörðinni um vorið, og keypt hana fyrir það, sem
Heima er bezt 335