Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 25
ég á leið frá Þórshöfn á Langanesi austur og suður í Vopnafjörð. Með mér var ágætur fylgdarmaður, sem Jóhann hét. Veður var gott og snjólaust í byggð. Við vorum einhesta. Ég var með bakpoka á baki og báðir vorum við með farangur í hnakktöskum aftan við hnakkana og fylgdarmaður minn reiddi dálitla tösku fyrir framan sig. Nálægt Djúpalæk á Langanesströnd áðum við um stund. Farið var að halla degi, en veður enn blítt. Er við lögðum upp, gekk ég óvart að hesti fylgdarmannsins og ætlaði á bak. Hestur þessi var rauð- ur, en minn reiðskjóti var grár að lit, þrekmikil og gang- góð hryssa. Við hlógum báðir mikið að þessum mis- tökum, en svo steig ég á bak á Rauð, úr því að ég var þar kominn. Ekki höfðum við farið nema stuttan spöl, eftir greiðfærum melum, er Rauður stakkst á hausinn á sléttri götunni á hröðu tölti, en ég hraut langt fram af honum. Við komumst báðir bráðlega á fætur aftur. Ekkert sást á Rauð, og ég virtist líka hafa sloppið sæmilega frá byltunni, en þó hafði ég komið hart niður á hægri öxl og fann til óþæginda efst á síðunni við bringubeinið. Ég gat þó hreyft handlegginn og tilkenningin var í fyrstu ekki svo sár. Ég fór því strax á bak aftur og nú á minn reiðskjóta, og svo var ferðinni haldið áfram eftir áætl- im, eins og Ameríkumenn segja um geimflugið. Eftir rúman hálfan mánuð var ég kominn á Eskifjörð, og hafði allt gengið vel í ferðinni, nema ég átti mjög erfitt með svefn fyrstu næturnar vegna meiðslisins. A Eski- firði bað ég vin minn Einar Ástráðsson að athuga þetta. Sagði'hann mér, að tvö rifin hefðu brákast og væri ekkert við þessu að gera héðan af. Þetta batnaði svo smátt og smátt af sjálfu sér. 7. VOPNAFJÖRÐUR OG HELLISHEIÐI Vopnafjörður er fagur og víðlend byggð. Aðal- byggðin er í þremur dölum, er heita: Selárdalur, Vest- urárdalur og Hofsárdalur. í sögum sínum nefnir Gunn- ar Gunnarsson skáld sveitina Þrídalasveit. Er Vopnafjarðarhérað eitt glæsilegasta landbúnaðar- hérað landsins. Dalirnir, einkum tveir þeirra, Vesturár- dalur og Hofsárdalur eru gróðursælir dalir og fagrir. Mörg merkisbýli eru í þessari víðlendu, fögru sveit, og eitt þeirra vil ég sérstaklega nefna, sem er sögufrægt að fornu og nýju. Þetta býli er Bustarfell, sem alla tíð hefur verið stórbýli og höfðingjasetur. Talið er að Bustarfell hafi verið lengst allra býla í eigu sömu ætt- ar, næst Skarði á Skarðsströnd. Á Bustarfelli eru nú reisuleg og stílhrein bæjarhús, eins og þau gerðust á nítjándu öldinni. Hefur bærinn nú verið gerður upp óbreyttur, og allt hið gamla end- urnýjað. Er bærinn nú í tölu þeirra bæja, sem Þjóð- minjasafnið hefur umsjón með og sér um viðhald á, svo sem eins og Glaumbær í Skagafirði, Grenjaðarstaður í Aðaldal og fleiri bæir. En sá er þó munurinn á, að enn- þá er búið í hinum gamla, glæsilega bæ að Bustarfelli, en aðrir slíkar bæir eru aðeins sýningarstaðir, og sér- staklega opnir til sýningar um sumartímann. Bustarfell var fyrrum sýslumannssetur og ætla ég að segja hér eina sögu úr Þjóðsögum Jóns Ámasonar frá þeim tím- um. Sagan heitir: Sýslumannskonan á Bustarfelli. Er hún skráð þar eftir handriti Jóns alþingismanns Sigurðssonar frá Gautlöndum. Höfn í Bakkafirði. Gunnólfsvik- urfjall handan Bakkaflóa. Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.