Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 4
SIGURÐUR JONSSON, STAFAFELLI: nnur annsson Lim rú fækkar þeim mönnum í okkar þjóðfélagi, sem muna það fólk, sem naut þess eina skóla sem sveitaheimilin voru, er það hlýddi á lest- ur fornsagnanna í baðstofunni á kvöldum dimms skammdegis langs vetrar. Það fólk átti ekki um margt að velja er út í lífið kom. Landbúnaðarstörf eða sjósókn, oftast hvoru tveggja. Því nær allir bændur við strendur landsins sóttu feng á fiskimiðin með landgagn- inu. Þetta fólk tók vel eftir því, sem lesið var, og ræddi um efni þess að lestri loknum. Urðu þá kapparnir þeir, sem bezt dugðu í orrustum taldir mestu hetjurnar og fyrirmvndir. Aðeins voru þó til undantekningar, og ber Hallur af Síðu hæst þeirra höfðingja, sem heilluðu hvern hlustanda sökum góðvildar sinnar og sáttfýsi. Foreldrar Halls bjuggu á Hofi í Álftafirði, en þaðan flutti hann að Á í sömu sveit, sem síðar fékk nafnið Þvottá, eftir að Þangbrandur hafði ausið vatni árinnar á heiðingjana og skírt þá til kristinnar trúar. Sveit Síðu-Halls er Álftafjörður hinn syðri og einn- ig hinn nyrðri svo sem um getur í Landnámu, en nú kallast Hamarsfjörður. Sveitin nær frá Lónsheiði að vestan og austur að Berufirði inn að rótum Búlandstinds. Geithellnahreppur var þetta svæði allt til skamms tíma, en er nú skipt í Geithellna- og Búlandshrepp. Þar er Þorfinnur Jóhannsson. Guðný Jónsdóttir. 316 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.