Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 27
nokkuð. En svo brá við, að sýslumannskonan sá ekki
huldukonuna upp frá því, og ekkert framar en hún hafði
séð, áður en hún bar smyrzlin í hægra augað á sér.“
Við yfirgefum þá hið fagra og búsældarlega Vopna-
fjarðarhérað, en til að ljúka ferðinni umhverfis þríhyrn-
inginn milli fljótanna, að Jökulsá í Dal, eigum við eftir
að fara yfir eina heiðina enn, en það er Hellisheiði, sem
er á fjallgarðinum rnilli Vopnafjarðar og Jökulsárhlíð-
ar. Hún er hálend og mjög brött upp að sunnanverðu.
Eitt sinn kom ég að norðan úr Vopnafirði og hafði
gist í Fagradal. Snemma morguns lagði ég þaðan upp
gangandi með fylgdarmanni, og drógum við farangur
minn á smá-sleða. Færi var fremur gott fyrir gangandi
mann. A sleðanum var hnakkur, hnakktaska og bakpoki.
Á ferðum mínum um Austurland, var ég jafnan á sama
hnakknum, hvort sem ég fór yfir heiðar, jökulvötn eða
greiðfærar leiðir. Ég hafði alltaf tvær traustar gjarðir
við hnakkinn og ístaðsólarnar í opnum lásum,svo að ekki
væri hætta á að ég festist í ístöðunum, ef hestur dytti
með mig. Kom þetta sér vel og bjargaði frá slysum. Að-
ur en ég fór frá Fagradal um morguninn hafði ég haft
samband við Björgvin bónda á Ketilsstöðum, og hann
hafði lofað að koma á móti mér upp á syðri heiðarbrún.
Þessi heiðarbrún er svo há, að sjaldan fer allur snjór úr
brúninni, og er hún því kölluð Fönn.
Þegar við ferðafélagarnir komum suður á brúnina var
Björgvin bóndi þar fyrir. Fylgdarmaður minn sneri þá
aftur með sleðann, en Björgvin tók bakpokann á bak
sér, en hnakknum héldum við á milli okkar. Hélt ann-
ar um ístaðsólarnar, en hinn um reiðann. Sunnan í heið-
arbrúninni var harðfenni, en víða sá þó í kletta og mela-
börð upp úr snjónum. Allt í einu komum við á flug-
hála brekku. Ég gat stöðvað mig og náð fótfestu, en
Björgvin féll við, og hefði runnið niður, ef við hefðum
ekki haft hnakkinn á milli okkar eins og öryggistaug.
Þetta leit ekki vel út. Virtist þarna vera verra að fara
niður en upp, því að Björgvin hafði ekki átt í neinum
erfiðleikum með að komast upp. Ég mundi þá eftir því,
að í hnakktöskunni átti ég mannbrodda. Við tókum
mannbroddana og skiptum þeim milli okkar og fékk
þannig hvor okkar mannbrodd á annan fótinn. Síðan
tókum við hnakkinn eins og áður osr notuðum hann
sem öryggistaug. Tókst okkur þannig að hökta niður
harðfennið.
Af Hellisheiðarbrúninni er útsýn fögur yfir Ut-
Hérað. I vatnavöxtum breiðir Jökulsá á Dal þar úr sér
um sléttar eyrar og grundir út með Jökulsárhlíðinni. Er
hún þá óheft stórfljót. Það er eins og fljótið mikla
gleðjist yfir því, að vera laust úr þröngum gljúfrum
Jökuldalsins, sem hafa þrengt að því á nær því 100 km
langri leið.
Þáttur þessi verður ekld lengri að þessu sinni. Ég hef
reynt að bregða upp fyrir lesendanum smá myndum úr
héruðunum á norðausturhorni landsins. Þessi hluti ís-
lands er sérstæður um margt, ef hann er t. d. borinn
saman við Mýrar, Borgarfjörð og Suðurlandsundirlend-
ið. Þama er þurrlend, sendin jörð en hvergi flóar eða
fúamýrar. Á sumrum er oft bjart yfir byggðum og
ilmur úr grasi.
Stefbi Jónsson.
11 * * Íll : fiff
gp*
1« f 1 I* * 1
ir llj
Bustarfell.
Heima er bezt 339