Heima er bezt - 01.09.1965, Blaðsíða 9
Strjúgsárfjall,
sunnan
Kötlugjár.
I suðaustur
frá fjallsöxlinni
gengur
Strjúgsárdalur.
Gegnt
Strjúgsárdal,
að vestan,
er Þverdalur.
Þar á milli
er Sneis.
En menjar fótbrotsins bar hann alla ævi, því stinghaltur
gekk hann æ síðan. Vera Jóns á Hrafnagili hafði þær af-
leiðingar að sjúklingurinn og hjúkrunarkonan felldu
hugi saman og heitbundust.
Ekki eru til ákveðnar heimildir um hvaða ár slysið
vildi til, en af öðrum atvikum má ráða í hvenær það
hefir verið.
Eins og áður segir, var Guðrún Jóhannesdóttir vinnu-
kona á Hrafnagili þegar Jón fótbrotnaði. Jón Gíslason
fluttist að Strjúgsá vorið 1827. Sama vor segir Guðrún
Jóhannesdóttir upp vistarráðum á Hrafnagili og flytur
þaðan að Strjúgsá og gerist þar bústýra Jóns Gíslasonar.
Hið örlagaríka fótbrot Jóns og vera á Hrafnagili, hefir
því ugglaust verið veturinn 1826—1827, að öllum líkind-
um nokkru fyrir áramótin.
Jón Gíslason gerði ferð sína til Eyjafjarðar þeirra
erinda, að njóta frekara náms hjá séra Einari Thorlaciusi
til undirbúnings inngöngu í Bessastaðaskóla. En nú voru
hagir hans allmjög breyttir, þar sem hann hafði fastnað
sér konu. Hér var því um tvo kosti að velja: Bregða
heiti við unnustuna, og brjótast áfram til hærra náms,
eða útvega sér jarðnæði til ábúðar og gerast bóndi.
Sjálfsagt hafa þessi öfl togast fast á í huga hans, sem
ástæðna vegna var ekki unt að sameina. Æskudraumar
hans og þrá til æðra náms og frama, var sterk og rótgró-
in í huga hans, enda hæfileikar nægir til náms. Hins
vegar var ástin til heitmeyjarinnar og drengskaparlund-
in til að standa við gefin heit, og hann tók þann kostinn.
Hann fékk ábúð á Strjúgsá, sem var ein af kirkjujörð-
um Saurbæjar, og undir yfirráðum Saurbæjarprestsins,
séra Einars Thorlacíusar. Strjúgsá var að vísu fremur
rýrt kot, en hafði þó þann kost að því tilheyrði allmikið
landrými og góð sauðbeit. Voru þeir kostir vel metnir
í þá daga. Strjúgsá er framarlega í Djúpadalnum, austan
Djúpadalsár. Fram frá bænum liggur dalur alllangur og
grösugur, sem Strjúgsárdalur nefnist. Var þar gott hag-
lendi fyrir málnytupening.
Vorið 1827 settu þau bú saman á Strjúgsá Jón Gísla-
son og Guðrún Jóhannesdóttir, og giftust 2. des. það ár.
Þar bjó svo Jón til æviloka, allgóðu búi, að talið var.
Guðrún Jóhannesdóttir var fædd í Yztagerði 16. júní
1800. Foreldrar hennar voru Jóhannes bóndi í Yztagerði
ívarsson og kona hans Ásný Davíðsdóttir frá Hvassa-
felli Tómassonar. Guðrún Jóhannesdóttir var búsýslu-
kona mikil, dugleg og hagsýn. Börn þeirra, sem fullorð-
insaldri náðu:
1. Jón, f. 25. apríl 1828, bóndi á Gilsbakka í Skaga-
firði. Hann var tvígiftur. Fyrri kona: Valgerður Guð-
mundsdóttir. Seinni kona: Áldís Guðnadóttir.
2. Ingibjörg, f. 2. marz 1830. Hún átti dóttur með
Jóhannesi Bjarnasyni, síðar bónda í Stóradal, bæði ógift.
Dóttir þeirra var: Guðrún, f. 30. júní 1866 ljósmóðir í
Eyjafirði. Ingibjörg giftist síðar Páli Pálssyni bónda í
Æsustaðagerði.
3. Einar, f. 10. marz 1831, bóndi í Rauðhúsum. Kona
hans Guðrún Hansdóttir frá Guðrúnarstöðum.
4. Ari, f. 23. marz 1833, bóndi í Víðigerði og síðar á
Þverá í Öngulstaðahreppi. Kona hans: Rósa Bjarnadóttir
frá Kambfelli. Ari var þekkt skáld og rithöfundur.
Gísli Jónsson í Teigakoti andaðist 1829. Elín Einars-
dóttir, ekkja hans bjó áfram til 1833, en fluttist þá að
Strjúgsá til Jóns sonar síns, og þar andaðist hún 31.
ágúst 1844.
Á Strjúgsá var vinnukona sem Jóhanna hét og var
Heima er bezt 321