Heima er bezt - 01.10.1965, Qupperneq 6
Droplaug Eiðsdóttir.
Sturla Eiðsson.
Hrafn Eiðsson.
þar til barnafræðslan fluttist að heimavistarbarnaskólan-
um á Laugalandi á Þelamörk.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Guðmund, sem tók
við búi af föður sínum, Steingerði frú á Akureyri og
Hrafn verkamann þar. Konu sína missti hann eftir 20 ára
sambúð og hefir síðan búið með ráðskonu, lengst með
Líneyju Guðmundsdóttum Ólafssonar, eða yfir 20 ár og
átt með henni 2 börn: Sturla nú bóndi á Þúfnavöllum
ógiftur og Droplaugu á fermingaraldri.
Árið 1914 var Eiður kosinn í hreppsnefnd Skriðu-
hrepps og oddviti hennar til 1922. Vann þá á þeim árum
og síðan mikið að félagsmálum í hreppnum, var formað-
ur búnaðarfélags hreppsins og stofnandi fóðurbyrgða-
félags þar.
Kosinn var hann sýslunefndarmaður fyrir Skriðuhrepp
1933 eða 1934, og hreppstjóri skipaður um svipað leyti,
en hafði annast störf hreppstjóra um allmörg undanfarin
ár í veikindum föður síns. Sýslunefnd hefir falið honum
ýms veigamikil störf, sem henni bar að ráðstafa, var kos-
inn í yfirkjörstjórn sýslunnar og átti sæti þar til þess, er
hin nýja kjördæmaskipan var lögfest, og í fasteigna-
matsnefnd fyrir sýsluna við yfirstandandi fasteignamat.
Sýnir þetta meðal annars það traust, sem hann hefir not-
ið innan ramma sýslunefndar.
1950 var hann kjörinn í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga
og átti þar sæti um 10 ára skeið, en baðst þá undan end-
Framhald á bls. 362.
354 Heima er bezt