Heima er bezt - 01.10.1965, Page 10
kunnugur leiðum þá dugar þér að fara einn í venjuleg-
um ferðabúnaði, með atbeina nestisbita og gönguþols,
ef bjartviðri er, en sé veður volegt, eða þig brestur e.t.v.
líkamsburði, nema hvort tveggja sé, þá kveður þú með
þér mann til brautargengis, helzt öruggan og gætinn,
því að telja má víst, að þú viljir ná rekkjuhvíld að kvöldi
vestan við fjöllin. Hins vegar vil ég þó treysta hug þinn
með því, að tiltölulega mjög sjaldan hefur mönnum
hlekkzt á, sem farið hafa um fjallvegi þessa og má það
nærri merkilegt heita, þar sem hér er um að ræða mikl-
ar harðviðra- og hrikaleiðir.
Ég hef þá beint athygli þinni að hinum atkvæðamestu
og sumpart þekktustu örnefnum og kennimerkjum, sem
eru innan landareignar Atlastaða. Eg hef vakið varygð-
armál þeim til athugunar, sem þessar línur sjá og eru
þannig gerðir, að þeir kasta ekki góðum ráðum á bak
aftur og þurfa e. t. v. að fara framangreinda vegi. Við
snúum okkur hér næst að því, sem nær okkur er, því að
enn stöndum við á bæjarhlaði Atlastaða, og virðum nú
fyrir okkur túnið.
III.
Bærinn að Atlastöðum stendur mjög hátt á allstórri
hólaþyrpingu. Á þessari hæð standa og flest penings-
húsin, eigi allfjarri bænum. Niður frá hlaðvarpanum
liggur snarbrött brekka, Bæjarbrekkan. Það þótti áður
fyrr vel fær skíðamaður, er renndi sér ofan hana staf-
laus og stóð með léttu móti. Sunnan við brekkuna er
alldjúpt lautardrag; það er kallaður Leyningur. Sunnan
Leynings er hóll og þar standa fjárhús, Kvíhúsin. Sunn-
an við þau eru nokkrar samfelldar þaksléttur, Kvíhús-
sléttur, og niður frá húsunum snarbrött brekka, Kvíhús-
brekka.
Sunnan og ofan við bæinn er lítils háttar hæð, sem
kölluð er Dagslátta. Sunnanvert á henni standa fjárhús,
Ærhúsin. Ofan við Dagsláttu tekur við mýrarsund lítið,
kallað Mýrin og ofan við hana liggur hinn svonefndi
Uppvöllur, samstæður túnfláki, nokkrar dagsláttur að
stærð. Syðst á Uppvellinum er Vallarskriða og utanvert
við hana, neðantil, er Hesthúsgerði. Þar stóð hesthús
fram á síðustu ár. Ofan við Hesthúsgerði heitir Gamli
bærinn, því að þar stóð Atlastaðabær áður fyrr. Fyrir
nærfellt þrjátíu árum var jafnað yfir hinar fomu bæjar-
rústir, svo að menjar eftir þær sjást nú ekki lengur. Eigi
er mér kunnugt um hvenær, eða hver færði bæinn þang-
að, sem nú stendur hann og orsök þess þekki ég ekki
með vissu, þó að telja megi líklegt, að frá hinum nýja
bæ hafi þótt betra útsýni, einnig léttari heimreið og að-
flutningar.
Utan við Gamla bæ og Hesthúsgerði fellur Iækur,
Bæjarlækurinn. í honum, skammt ofan við bæinn, var
vatn tekið í heimilisþarfir. Utan við læk þennan og beint
út undan Hesthúsgerði er hólmynduð hæð og þar stend-
ur fjárhús, sem nefnt er Ytragerði. Nokkru utar og neð-
ar er önnur hólmyndun yzt og efst í túnjaðrinum; þar
heitir Skúlagerði. Þekki ég ekki sögu þess og ekki deildi
á manni þeim, sem gerðið er við kennt. Utan við gerði
þetta er djúpt, grasigróið gil, Skúlagil. Lækur fellur úr
fjalli ofan eftir gilinu og nefnist Skúlalækur. Utan og
ofan við bæinn er fjós fyrir nautgripi, og utar á hóln-
um stóðu til skamms tíma tvö fjárhús, Lambhúsin, og
enn eitt fjárhús var þar utar og neðar. Allbrött brekka
liggur út frá tóftum hinna fornu Lambhúsa, sú brekka
er kölluð Lambhúsbrekka. Utan við hana liggur tún-
fláki, sem áður var þýfður rnjög og heitir Lambhaga-
völlur.
Eru þá taldir helztu túnhlutar á Atlastöðum. Túnið
var talið vera lítið, innan við 20 vallardagsláttur að stærð
og gaf af sér í meðalári um 200 hesta af töðu. Það er
víða allbrattlent (sbr. brekku-nöfnin öll), en víða all-
grasgefið, sé áburður nægur.
IV.
Engjar Atlastaða liggja svo að segja öllum megin út
frá túninu. Neðan við Bæjarbrekkuna er dálítil laut,
Bæjarlaut. Utan við hana er holt eitt, en þá tekur við
krappþýfður mór, sunnan við Skúlalæk; það er Skúla-
mór. Neðan við þennan mó og Bæjarlaut er dálítið
bakkabarð. Þar framan við er grjóteyri, sem Svarfaðar-
dalsá fellur um. Suður frá Bæjarlaut liggja engjasköfur,
heydrjúgar harðslægjur, þær ná suður fyrir neðan Kví-
húsbrekku (sbr. túnlýsingu). Suður frá bænurn er all-
stór mýri og syðst í henni hæð ein, skammt utan við
Skallárgil. Á hæð þessari hefur lengi staðið stekkur
Atlastaðastekkur. Lengra suður með Skallárgili er all-
stór, bogamyndaður hvammur; það er Stekkjarmýrin.
Sunnan við stekkinn er Stekkjarlækur, þá Stekkjarholt,
og upp af Stekkjarmýri er hjallmynduð hólaþyrping.
Þar eru víða gömul stekkjabrot og heitir þar A stekkj-
um. Ofan við Stekkjarlæk og utan og ofan við Stekki
er mýrlent og mjög hallandi engjasund; það nefnist
Veitur. Þá er Syðstihjalli, þá Skriðugil, þá Miðhjalli hinn
syðri og Miðhjalli hinn ytri og yzt liggur Skúlahjalli.
Allt það, sem hér er talið var slægjuland og má því kall-
ast engi, en fremur þótti það seinunnið, sökum grjóts,
bratta og keldna, og heimflutningur var erfiður.
Ofanvert við Uppvöll (sjá hér að framan), neðst í
Ytra-Miðhjalla, er breiður hóll, Hesthúshóll. Utan við
hann er engjaspilda, takmörkuð af Skúlalæk að utan, en
túninu að neðan; þessi spilda heitir Krókur. Yzt í hon-
um og alveg út við Skúlalæk er Iítið gerði, er heitir
Litlibær. Ævafornar, vallgrónar húsarústir sjást á gerði
þessu, og telja má víst, að þar hafi menn búið, en langt
mun síðan. Utan Skúlalækjar og neðan við Skúlahjalla
er engjapartur, sem heitir Skúlamýri. Neðan mýrar
þessarar eru hólar, þaktir möl og grjóti að mestu leyti,
og eru í daglegu tali nefndir Hólar, eins konar hóla-
þyrping, er liggur milli bæjanna, Atlastaða og Þorsteins-
358 Heima er bezt