Heima er bezt - 01.10.1965, Side 23

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 23
Menntasetur í stjálbýlinu VI. LAUGARVATNSSKÓLI. Vorið 1929 sat ég aðalfund SÍS í Reykjavík. Þegar nokkuð var liðið á fundartímann tilkynnti fundarstjóri það á einum fundinum, að stjórn SÍS hefði ákveðið að bjóða fundarmönnum, ásamt fleiri gestum, í skemmti- og kynningarför að Laugarvatni að fundinum loknum. Var þessari fregn tekið með mikilli gleði. Skólanum var þá nýlega lokið. Þetta var fyrsti starfsvetur skólans, sem nú var liðinn. Skólastjóri hafði verið þennan vetur sr. Jakob Ó. Lárusson í Holti undir Eyjafjöllum, en aðal- kennari skólans var Guðmundur Ólafsson frá Sörlastöð- um í Fnjóskadal. Skóiastjóri og starfsfólk skólans tók á móti gestunum af mikilli rausn. Þetta vor var veðrátta mjög köld og hafði snjóað dá- lítið um nóttina, áður en lagt var upp. Þegar austur koin í Grímsnesið og beygt var á veginn að Laugarvatni, tók leiðin mjög að versna. Krapaelgur fyllti allar götur, en óvíða var vegurinn upphlaðinn, sem nokkru nam. Var alveg ótrúlegt, hvernig bílalestin þokaðist áfram eftir forblautum veginum, og þakka ég það bílstjórunum, senr reyndust bæði gætnir og traustir. Eftir mikið strit og baráttu komumst við loks heim á hlað á Laugarvatni og leit ég þá í fyrsta skipti þennan þjóðfræga skólastað. Mér er það enn í minni, er ég kom að Laugarvatni þennan svalkalda vordag og leit yfir staðinn og um- hverfið. Útsýnin var fögur, þegar vestan élin birtu upp, en mesta athygli og umtal vakti þó jarðhitinn. Skólastjórann, Jakob Ó. Lárusson, hafði ég aðeins séð áður, en ekki kynnzt honum neitt. En hann var einn af forystumönnum ungmennafélaganna og ágætur æsku- lýðsleiðtogi. Guðmundur Ólafsson, kennari, hafði ver- ið minn fyrsti kennari, og kennt mér á Hvítárbakka vet- urinn 1911—1912. Hafði ég mikið dálæti á honum, eins og allir aðrir nemenda hans. Það er ekki ætlun mín í þessum þætti, að rekja sögu Laugarvatnsskólans, heldur fékk ég leyfi til að velja úr beztu ritsmíðar nemenda í Laugarvatnsskólanum, sem þeir hafa birt í skólablaðinu, og birta úrvalið sem sýnis- horn. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna nokkrar staðreyndir, er snerta stofnun skólans, staðarval og starf- semi. í þætti, sem ég skrifaði í þetta rit um Laugaskóla í Þingeyjarsýslu, sagði ég, að þrír menn hefðu þar lagt mest af mörkum við stofnun skólans o°- staðarval, en það voru þeir Sigurjón Friðjónsson, Litlu-Laugum, sem lét land undir skólann og hitalindir til hitunar, Arnór Sigurjónsson, sonur hans, sem var fyrsti skólatjórinn, og Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrverandi ráðherra, sem barðist fyrir skólanum af hugsjónaáhuga og bjartsýni. Um Laugarvatnsskólann get ég sagt hið sama. Þar má líka nefna þrjá ntenn, sem lagt hafa mest af mörkum við stofnun, staðarval og starfshætti skólans. Það eru þeir Böðvar Magnússon, bóndi á Laugarvatni, sem lét land undir skólann og hitalindir til hitunar, Bjarni Bjarnason, sem var skólastjóri skólans um þrjá áratugi, og Jónas Jónsson frá Hriflu, sem skar úr urn staðarvalið og studdi að stofnun og starfrækslu skólans af sama áhuga og bjartsýni og við stofnun Laugaskóla. Hinn 10. apríl í vor kom ég að Laugarvatni og var gestur skólans í tvo til þrjá daga. Mikil er sú breyting,

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.