Heima er bezt - 01.10.1965, Side 24

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 24
sem orðið hefur á staðnum frá því, er ég kom þar í fyrsta skipti vorið 1929. Á Laugarvatni eru nú fjórir skólar, auk héraðsskólans, sem venjulegast er kallaður Laugarvatnsskólinn. Eru það: Menntaskólinn að Laug- arvatni. Þar voru í vetur 106 nemendur. íþróttakenn- araskólinn að Laugarvatni. Þar voru nemendur 14 í vet- ur. Húsmæðraskólinn að Laugarvatni, en nemendur voru þar í vetur 39, og barnaskóli fyrir Laugardalinn, en í honum voru veturinn 1963 til 1964 alls 32 börn. í Laugarvatnsskólanum (héraðsskólanum) voru í vetur 173 nemendur. Er því Laugarvatn nú fjölsóttasta skóla- setur í strjálbýlinu. Rösklega 300 nemendur stunduðu þar nám síðastliðinn vetur, en auk þess eru þarna kenn- arar allra skólanna og fjölskyldur þeirra, og annað starfs- fólk skólans og fjölskyldur. Þarna er því yfir vetrar- tímann byggðahverfi með um 400 íbúa. Laugarvatn hefur frá fyrstu tíð íslands byggðar ver- ið fyrirmyndar bújörð, og oft hafa búið þar mikilsvirtir höfðingsmenn, en með staðsetningu héraðsskólans, og stofnun annarra skóla á staðnum, er Laus;arvatn orðið merkasta skólasetur í strjálbýlinu, sem á væntanlega framundan glæsilega framtíð, sem hin íslenzka æska í hinum dreifðu byggðum landsins nýtur góðs af á næstu áratuffum og öldum. o o Þegar Laugarvatnsskólinn var þrítugur, tók Bjarni Bjarnason, skólastjóri, saman drög að sögu staðarins og skólans í glæsilegu riti, sem hann nefndi Laugarvatns- skóli þrítugur. Þar minnir hann á það í inngangi ritsins, að tvívegis er Laugarvatn nefnt í sögu íslands í sam- bandi við merka atburði. Leyfi ég mér að taka hér upp orðréttan kafla: „I niðurlagi 12. kapítula í Kristni sögu segir svo: „Þorgeir lauk svo tölunni, að hvorir tveggju játtu því, að þau lög skyldi halda, er hann réð upp að segja. Þá var það uppsaga Þorgeirs: Að allir menn skyldu skírðir á íslandi og trúa á einn guð, en um barnaútburð og hrossa- kjötsát skulu haldast hin fornu lög; menn skyldu blóta á laun, ef vildi, en varða fjörbaugsgarði, ef vottum kæmi við; sú beiðni var aftekin nokkrum vetrum síðar. Allir Norðlendingar og Sunnlendingar voru skírðir í Reykjalaug í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því að þeir vildu eigi fara í kalt vatn. Hjalti mælti, er Runólfur goði var skírður: „Gömlum kennum vér nú goðunum að geifla á saltinu.“ Það sumar var skírður allur þing- heimur, er menn riðu heim. Flestir Vestmenn voru skírðir í Reykjalaugu í Syðri-Reykjadal.“ (Nú Lundar- reykjadal.) Kristni saga er talin rituð um 1200, eða jafnvel nokkru fyrr, og er því góð og gömul heimild. Þá hefur laugin heitið Reykjalaug, og bærinn hefur þá vafalaust heitið Reykir, cins og svo margir aðrir bæir um allt ísland, þar sem mikið rauk úr jörðu vegna jarðhita. Katólskir menn höfðu mikla trú á vígðu vatni. Það hefur lengi verið þeim helgur dómur og læknandi með- al og hefur þótt sérstaklega gott við augnveiki. Og enn eimir eftir af þessari trú á vígt vatn um öll Norðurlönd. Laugarvatnsskóli. 372 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.