Heima er bezt - 01.10.1965, Síða 30
FJÓRÐI HLUTI
Snorri brosir: — Nei, og nú er ég kominn að kjarna
málsins. Ég tel víst að hún systir mín óski þess innilega
að fá að fara með, þekki ég hana rétt, og auðvitað er
hún sjálfsögð, en svo kom mér til hugar, hvort bústýr-
an þín myndi ekki geta fengið frí frá störfum, svo að
ég mætti bjóða henni með okkur systkinunum í Þórs-
mörk. — Hvað segir þú um það, pabbi minn?
— Ég segi allt gott um það. Þó ljótt sé frá að segja,
þá hefi ég aldrei boðið henni frídag síðan hún kom
hingað, á slíkt var ekki minnst af hvorugu okkar, þeg-
ar hún réði sig til mín, og hún hefir aldrei beðið um
neitt frí, og ég heldur ekki hugsað útí að bjóða henni
það. Mér finnst það alveg sjálfsagt að hún fari með
ykkur systkinunum, langi hana til þess. Það verða eng-
in vandræði með mig, ég fer bara í matsöluhús og fæ
mér að borða, geti ég ekki sjálfur bjargað mér heima.
— Ég þakka þér fyrir, pabbi minn.
— Það er lítið að þakka, góði minn. En hvað hefir þú
hugsað þér með faranæki?
— Ég á eftir að útvega mér það, en ég hlýt að geta
fengið leigðan bíl.
— Þið getið farið í mínum bíl, hann er traustur í
svona ferðalög.
— En þú þarft að hafa hann sjálfur til eigin afnota,
pabbi?
— Ég hefi bara gott af því að fara gangandi ferða
minna um eina helgi, ég lána ykkur bílinn.
Klukkan í borðstofunni slær nú tíu, og kvöldkaffið er
tilbúið á borðinu. Nanna gengur fram að dyrum setu-
stofunnar og býður feðgunum að koma til kaffidrykkj-
unnar. Þeir rísa þegar á fætur og ganga til borðstofunn-
ar og setjast þar að fallcga framreiddu kaffiborðinu.
Nanna og Erla koma einnig inn og setjast til borðs með
þeim.
Nanna býður þeim hæversk og húsmóðurlcg að gera
svo vel, og síðan hefst kaffidrykkjan. Erla situr and-
spænis bróður sínum, og hún tekur fvrst til orða og seg-
ir við bróður sinn:
— Ósköp finnst mér langt síðan að þú hefir verið
hérna heima hjá okkur yfir helgi, Snorri minn.
— Já, nú er það orðið nokkuð langt síðan.
— Við megum til að láta þetta verða reglulega
skemmtilega helgi, fyrst við fáum svona sjaldan að vera
saman.
— Já, hún á líka að verða það, ef allar vonir og óskir
rætast.
— Hvað eigum við að skemmta okkur helzt, fara á
einhverja góða bíómynd, eða hvað?
— Nei, Erla mín, ekki á bíómynd. En mig langar til
að skoða um þessa helgi töframyndir íslenzku óbyggð-
anna.
— Ætlar þú þá að fara eitthvað langt útúr bænum?
— Já, auðvitað verð ég að gera það.
— Og hvert þá?
— Til dæmis austur í Þórsmörk.
— Ó, má ég fara þangað með þér, þar er svo dásam-
legt.
— Já, ég taldi þig nú sjálfsagðan ferðafélaga, færi ég
þangað.
— Erla lítur á Nönnu og síðan á bróður sinn, og segir
svo dálítið leyndardómsfull:
— En Snorri.... ég þarf að tala nokkuð við þig á
eftir, sem enginn má heyra.
— Jæja, vinan. Snorri ímyndar sér þegar, hvert leynd-
armálið muni vera og brosir til systur sinnar. Hún ætlar
áreiðanlega að biðja hann að bjóða Nönnu með þeim
systkinunum í Þórsmerkurförina, en þess þarf enginn að
biðja hann. Hann snýr sér þegar að Nönnu og segir
formálalaust:
— Nanna, má ég bjóða þér með okkur Erlu í einnar
nætur útilegu austur í Þórsmörk núna yfir helgina?
Nanna roðnar óþægilega mikið, og hönd hennar sem
hrærir mcð teskeiðinni í kaffibollanum, verður nokkuð
óstyrk, cn hún svarar samt rólcga:
— Ég þakka þér fyrir. En ég þarf að gegna skyldum
mínum hér heima og get því ekki þcgið þetta góða boð
þitt.
Alagnús lögmaður hcfir til þessa aðcins hlustað á tal
unga fólksins, en nú finnur hann að röðin sé komin að
sér að leggja orð í bclg. Hann lítur á Nönnu og segir
glaðlcga:
378 Heima er bezt