Heima er bezt - 01.10.1965, Side 32

Heima er bezt - 01.10.1965, Side 32
borðinu, og Nanna er ferðbúin, svo að ekki stendur á henni. Síðan setjast þau öll til borðs og drekka kaffið. Og þegar að þvi loknu, rýmir Nanna borðið og gengur í skyndi frá öllu að vanda á sínum rétta stað. Síðan vísar hún Magnúsi lögmanni á ýmis matarföng, sem hún hefir búið honum í fjarveru sinni, og honum er það ljóst, að það muni nægja honum vel þennan eina sólarhring, sem ákveðið er að bústýran verði að heiman, og hann ætlar því að una glaður við sitt hér heima. Nú er ferðafólkið tilbúið að leggja af stað. Magnús lögmaður fylgir því út að bifreið sinni og kveður þau öll með föðurlegri hlýju og óskar þeim góðrar ferðar. Og síðan er ekið af stað. Eldð er greitt útúr borginni, og síðan austur um fagrar sveitir. Sólin skín björt og heit, og gróður jarðarinnar bylgjast iðgrænn og angandi fyrir þýðum sunnan andvara. Og loks er ekið inní langþráðan töfraheim óbyggðanna. Dagur er senn hniginn að barmi nætur, og Þórsmörk breiðir angandi faðm sinn í kyrrð og friðhelgi síðkvölds- ins móti börnum borgarinnar, sem komin eru langa vegu til að gista hana í nótt. VI. Á Þórsmörk Snorri Magnússon stöðvar bifreiðina og lítur björtum augum á ungu stúlkurnar: — Þá erum við komin á Þórsmörk, segir hann. — Og alltaf hefir hún verið fögur í mínum augum, en aldrei þó eins og nú. Hér skulum við reisa tjaldið. — Já, hér er alveg guðdómlega fallegt, svarar Nanna, og augu hennar ljóma af djúpri hrifningu. — Hefir þú aldrei komið hingað áður, Nanna? spyr Snorri brosandi. — Nei, og aldrei dreymt um að til væri slík töfrandi fegurð, sem hér í kvöld. — Þú verður þá ekki fyrir vonbrigðum með staðinn, sem ég valdi fyrir fyrstu útileguna okkar? — Nei, vissulega ekki! — Það þykir mér vænt um, Nanna, segir Snorri. — Ég vona líka að þú skemmtir þér reglulega vel, elsku Nanna mín, segir Erla og brosir glöð til stallsystur sinnar. — Ég þakka ykkur kærlega fyrir. Þau hafa öll stigið út úr bifreiðinni, taka nú farangur- inn úr henni og hjálpast svo að því að reisa tjaldið. Þau eru öll rösk og samhent, og að stuttri stundu liðinni er tjaldið þeirra risið í skógarjaðrinum eins og svolítil ævin- týrahöll. Því næst bera þau farangurinn inní tjaldið og koma öllu sem bezt og vistlegast fyrir og gera litlu tjald- búðina eins heimilislega og unnt er. Nanna lítur svo á úrið sitt og sér að komið er langt fram yfir venjulegan kvöldverðartíma. Hún segir því við systkinin: — Nú fer ég að taka til kvöldverðinn handa okkur, það er orðið svo áliðið. — Já, það verður sannarlega vel þegið, svarar Snorri og tekur sér sæti. Erla býður Nönnu hjálp sína, og síðan framreiða þær í skyndi mikinn og góðan kvöldverð, og einnig hér tekst Nönnu að hafa „matborðið“ með veizlu- sniði, þótt skilyrðin til þess séu all frumstæð. Síðan setj- ast þau öll að snæðingi og neyta matarins með beztu lyst. Þegar borðhaldinu er lokið, og ungu stúlkurnar hafa gengið snyrtilega frá öllu, stingur Snorri upp á því, að þau njóti kvöldsins úti um hríð og litist um í næsta ná- grenni tjaldsins, og þær stallsystur taka þessu vel. Síðan fara þau út í skyndi og leggja af stað í dálitla hringferð. Sumarkvöldið skartar sinni dýrðlegustu fegurð, hvert sem litið er, og ferðafólkið gengur um stund hljóðlátt og hugfangið um angandi Mörkina, og nýtur þess að vera saman á þessum fagra friðhelga stað. Það er sem Hollvættir Merkurinnar leggi blessun sína yfir töfra- þrungin ævintýr sumarnæturinnar. Eftir alllanga gönguför vill Erla fara aftur heim í tjaldið, hún er orðin dálítið þreytt eftir daginn og lang- ar til að fara að hvíla sig, enda orðið áliðið kvölds. Þau halda þegar öll heim að tjaldinu, sem ekki er mjög langt undan. Snorri verður eftir úti, en stallsystumar fara inní tjaldið, og Erla fer þegar í svefnpoka sinn og kemur sér vel fyrir til hvíldar, en ætlar samt ekki að sofna strax. Nanna sér að Erla er komin í svefnpokann og segir við hana: — Það er bezt að ég hiti kvöldkaffið strax, svo að þú getir drakkið það áður en þú sofnar, Erla mín. — Já, elskan, gerðu það. En ég ætla ekki að sofna strax, bara hvíla mig í pokanum. Nanna tekur hitunartækið fram í skyndi, kveikir á því og setur ketilinn yfir og fer síðan að dunda við kaffi- borðið. Erla horfir um stund hljóðlát á starf Nönnu og hlustar á ört vaxandi hitahljóð ketilsins, sem lætur mjög þægilega í eyrum, en fyrr en varir skynjar hún allt þetta eins og í fjarska, og eftir nokkur andartök en hún fallin í væran svefn. Nönnu verður brátt litið til Erlu og sér að hún er sofnuð. En hve hún hefir verið fljót í svefninn. Verst var að hún skyldi ekki fá kaffið, áður en hún sofnaði, en við það gat Nanna ekki ráðið. Nú sýður á katlinum, og Nanna hellir á könnuna, en á meðan hún er að því, kemur Snorri inní tjaldið. — Og þennan indæla kaffiilm leggur hér á móti mér um leið og ég kem inn, segir hann og brosir til Nönnu. — Já, kvöldkaffið er tilbúið, gerðu svo vel. — Þakka þér fyrir. Snorri færir sig að kaffiborðinu, sem reyndar er bara jörðin sjálf undir hvítum kaffidúk. Hann setzt niður en verður um leið litið á systur sína sem sefur vært. — Erla er þá bara sofnuð, segir hann lágt. — Ósköp hefir hún verið orðin þreytt, elskan litla. — Já, en mér þykir það verst, að hún skyldi sofna, áður en ég var tilbúin með kvöldkaffið. Ég gat ekki ver- 380 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.