Heima er bezt - 01.11.1970, Page 6

Heima er bezt - 01.11.1970, Page 6
Póstvagnalest hjá Gasstöðinni 1915. Maðurinn með skeggið er Hans póstur. er hann var spurður frétta á ferðum sínum, „að engar fréttir væru utan tösku“, og átti þá við, að í póstinum sjálfum væru fréttirnar geymdar. A veturna voru póstvagnarnir ekki notaðir og komu þá koffortahestarnir aftur í notkun og hestasleðarnir Gamla og nýja brúin á Þjórsá. Guðlaugur heldur i austurátt á mjólkurbil frá Mjólkurbúi Flóamanna. eftir færð. Póstkoffortin voru rauðmáluð, ldædd olíu- bornum striga, járnslegin á hornum. Minnisstæð er mér ferð, sem við fórum í nóvember- eða desembermánuði 1918. Þá lögðum við af stað frá pósthúsinu í Reykjavík með 23 hesta undir koffortum. Hans póstur gekk ríkt eftir að fólk, sem með honum ferðaðist, væri vel út búið og klætt ullarfötum, og sjálf- ir vorum við póstarnir þannig út búnir, en í vatnsklæð- um yzt fata. Fótabúnaðurinn var ekki fagur, skinn- sokkar og kúskinnsskór eða skór gerðir úr hrosshúð. — Gott þótti þegar gúmmískórnir og gúmmístígvélin komu til sögunnar. Við höfðum pósttösku um öxl, en samt lét ég sauma innan á vestið mitt sérstakan vasa, sem ég geymdi í peningabréf og mikilsverðan ábyrgðarpóst. Stundum var ég beðinn að taka út stórar fjárfúlgur í Sláturfé- lagi Suðurlands. Alltaf svaf ég í „peningavestinu" mínu og í svefnrofunum á gististöðum bar ég hendina eins og ósjálfrátt í hjartastað, ekki til að huga að heilsu minni heldur til að vita um, hvort allt væri nú ekki á sínum stað, og aldrei bar neitt útaf og allir fengu sitt. Jæja, nú leggjum við upp í þessa vetrarferð og rák- um koffortahestana eins og venja var, en þeir greiddu illa úr sér. Við brúna vestan við, þar sem seinna reis nýbýlið Gunnarshólmi, gengu hestarnir svo þröngt, að einn þeirra fór út af og ofan í fossandi vatnið með fæturna beint upp í loft. Þegar hesturinn var, að því er sýndist, kominn að köfnun, tók hann skyndilega viðbragð, sprengdi af sér klyfjarnar og reis snarlega á fjóra fætur. — Tíndum við síðan upp blautan blaða- póstinn og fullþurrkuðum hann við kolaofninn á Kol- viðarhóli um kvöldið. — Til gamans má geta þess, að á þessum árum kostaði gestarúmið á Kolviðarhóli 25 aura yfir nóttina. Kaffi með brauði var á sama verði, en eitt glas af mjólk kostaði 10 aura. Á vökunni þetta kvöld varð mér gengið út til að hyggja að hestunum okkar. Ég bar snjó í stallana, hélt að klárarnir væru þyrstir, en uggði ekki að mér hve frostharkan var mikil og stórskemmdi á mér hendurn- ar. Gerði mér víst ekki ljóst, að ekki var heppilegt að bera snjó berhentur í 30 stiga gaddi. Þessar miklu frost- hörkur héldust út alla póstferðina og minnist ég þess, að í Odda sváfum við með kuldahúfurnar á höfðinu keyrðar niður fyrir eyru. Þegar við vorum lagðir af stað aftur frá Odda áleið- is til Reykjavíkur, þurfti að laga klyfsöðul á hryssu. Þetta var á móts við Varmadal. Nú ber það til tíðinda, að hryssugreyið slær leiftursnöggt til mín og lendir önnur afturlöppin á nefinu á mér með þeim afleiðing- um að ég fékk fossandi blóðnasir. Erfitt reyndist að stöðva blóðrennslið, sjálfsagt í og með vegna kuldans. Út að Ægisíðu komst ég þó við illan leik, þar var mér þvegið upp úr volgu vatni. Þar fékk ég bómull í nefið og fór nú að líða skár. — Inni í póstafgreiðsluherberg- inu á Ægissíðu var þá 7 stiga frost, en 27 stig úti. — Eft- ir þetta gekk allt snurðulaust til Reykjavíkur, en þegar þangað var komið lögðumst við báðir, Hans Hannes- son og ég í spönskuveikinni, urðum æðimikið veikir Hér er bifreið frá K.f. Þór á Hellu. 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.