Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 7
báðir tveir, en sluppum þó mörgum betur við þessa drepsótt og urðum jafngóðir eftir ekki svo langa legu. Arið 1919 fór að koma til tals að taka bíla í notkun við póstferðirnar, enda voru bílarnir þá að verða all- bærilegir, þótt bilunargjarnir væru. Þetta leiddi til þess að ég fór að læra á bíl hjá Jóni Sigmundssyni, þeim hinum sama, sem kom með fyrsta Fordinn frá Ameríku 1913 ásamt með Sveini Oddssyni og séra Jakobi Lár- ussyni, sóknarpresti í Holti og fyrsta skólastjóra á Laugarvatni. Hans póstur greiddi kostnaðinn við bílstjóraprófið og mátti segja að ég lærði aksturinn á hans vegum. Ökuskírteini mitt er útgefið í Reykjavík 1919 og er númer 277. Árið eftir tók ég svo hið meira bílstjóra- próf hjá Jessen skólastjóra Vélstjóraskólans, en áður fór ég í tíma til Egils Vilhjálmssonar, sem spurði mig bæði úti og inni og veitti mér að námskeiðinu loknu meðmæli. Egill var þá nýlega kominn frá Ameríku, þar sem hann vann hjá Overland verksmiðjunum, sem framleiða Willys jeppana, en einn slíkan kjörgrip hef ég átt í á þriðja áratug. — Vorið 1920 fór ég svo mína fyrstu áætlunarferð austur að Odda á alveg splunku- nýjum Gamla-Ford kassabíl, sem tók hvorki meira né minna en 18 manns í sæti. Farið var þá á einum degi alla leið austur að Odda, en póstvagnaferðirnar tóku fjóra daga á sumrin. Ekki var nú Hans póstur með hýrri há yfir þessari fyrstu ferð minni á nýja kassabílnum. Svo mikið er víst, að hann bað Björn Blöndal, síðar löggæzlumann, að aka farartækinu niður Kamba,' en Björn var í vega- vinnu austur á Fjalli og var vanur bílstjóri. En svo mikið notaði Björn bremsurnar niður Kamba að úr þeim raulc með tilheyrandi ólykt og voru þær lítt not- hæfar eftir álagið og eins fór um lóbandið, sem var í stað „kóplingar“. Eg settist nú undir stýri neðan við Kamba, en ekki hafði ég ekið nema að Ölfusréttum, sem eru sunnan við Hveragerði, þegar nýi áætlunar- bíllinn hætti að kópla saman, en þetta tókst mér að lagfæra með því að tálga til spýtu, sem ég fann við réttirnar, sem ég rak með hamri undir lóbandið og gat haldið ferðinni áfram. Bar nú ekkert til tíðinda. Farþegarnir sungu og landslagið, sem ég þaulþekkti, Gamli Fordinn hans Guðlaugs i Giljurn. Hanshús árið 1930. Það er nú Leifsgata 25. leið hægt hjá, því ekki þurfti að hræðast of hraðan akstur, Gamli Fordinn var ekki svo orkumikill. Og ekki þurfti heldur að óttast árekstur, því engum bíl man ég eftir að hafa mætt. — Ekki man ég nú hvað fargjaldið kostaði með bílnum austur að Ægisíðu, en Hans póstur leggur upp í vetrarferð 1911. fimm krónur kostaði það með póstvagninum austur þangað, þegar ég byrjaði ferðirnar 1914, eða fjórum árum áður en Fordinn leysti hina tilkomumiklu póst- vagna af hólmi, sem samgöngutæki. Árið 1921 framlengdust þessar ferðir austur að Eystri-Garðsauka, og þangað fór ég nokkurs konar brúðkaupsferð með konuna mína, Láru Sigurjónsdótt- ur. Við kynntumst þegar ég var við heyskap uppi á Kjalarnesi fyrir Hans póst. í Eystri-Garðsauka átti póstbílstjórinn sérstakt her- bergi, sem Sæmundur Oddsson, póstafgreiðslumaður, kallaði „póstmannakamersið“. Ég ók þessum Fordbíl um þriggja ára skeið. Eina ferð í viku hingað austur og eina ferð til Þingvalla. Ekkert óhapp henti mig í þessum ferðum, þótt veg- irnir væru, vægast sagt, oftast ill akandi og er mér alveg sérstaklega minnisstætt hvað Holtavegurinn var herfi- lega vondur. Fjallið var eins og flórað og það tók blóð í stertinn að komast upp Kamba. Lóna, sem eins og Heima er bezt 391

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.